Formanni Framsóknar ekki tekist að ávinna sér glatað traust Heimir Már Pétursson skrifar 15. september 2016 13:07 Framsóknarfélag Borgarfjarðar og Mýra skorar á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra að gefa kost á sér í embætti formanns flokksins á flokksþingi eftir rúman hálfan mánuð. Formaður félagsins óttast að Panamamál formannsins skyggi á kosningabaráttu Framsóknarflokksins. Framsóknarfélag Borgarfjarðar og Mýra samþykkti ályktun á fundi sínum í gærkvöldi þar sem skorað er á Sigurð Inga Jóhannsson varaformanni flokksins og forsætisráðherra að gefa kost á sér til formennsku í Framsóknarflokknum á flokksþingi sem fram fer dagana 1. og 2. október. Einar Guðmann Örnólfsson formaður Framsóknarfélags Borgarfjarðar og Mýra segir ástandið í flokknum kalla á breytingar. „Ástandið í flokknum þessa dagana er með þeim hætti að okkur finnst rétt að skipt sé um mann í brúnni. Þar sem núverandi formaður hefur því miður ekki náð að ávinna sér aftur það traust sem okkur finnst hann hafa misst í vor,“ segir Einar Guðmann. Einar Guðmann segir að Panamamál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar setji enn mark sitt á umræðuna í þjóðfélaginu. Að hans mati og meirihluta Framsóknarfélagsins í Borgarfirði og á Mýrum hafi formaðurinn ekki náð að vinna sig alveg út úr þeim málum. „Menn hafa náttúrlega gefið núverandi formanni tíma til að vinna úr sínum málum. En eins og kom fram á félagsfundi í gær finnst mönnum hann ekki hafa gert nóg í þeim málum. Þá fannst okkur mál til komið að hvetja til þess að Sigurður Ingi byði sig fram. Hann hefur staðið sig mjög vel í þeim verkum sem hann hefur tekið að sér síðan í vor og farið vaxandi. Að minnsta kosti að mínu mat,“ segir Einar Guðmann. Framsóknarflokkurinn vann stóran kosningasigur í kosningunum 2013 undir formennsku Sigmundar Davíðs og Einar segir hann hafa staðið sig vel í þeim fjölmörgu góðu málum sem flokkurinn fór fram með í síðustu kosningum og náð miklum árangri. En eins og staðan sé nú sé lykilatriði upp á árangur í komandi kosningum að Sigurður Ingi taki við forystunni í flokknum. „Alla vega í mínum huga er það þannig því að ég er mjög smeykur við að persónuleg mál núverandi formanns muni flækjast fyrir góðum málefnum flokksins fyrir komandi kosningar,“ segir Einar Guðmann. Kosið verður um fimm efstu sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðurausturkjördæmi í Mývatnssveit á laugardag þar sem þrír sitjandi þingmenn bjóða sig fram í fyrsta sætið ásamt Sigmundi Davíð. Hvernig honum gengur þar gæti haft áhrif á stöðu hans innan flokksins. „Kannski verður það til þess að hann býður sig fram til formanns aftur eins og hann ætlar að gera og verður keikur þar. Þá kemur það bara í ljós á þessu flokksþingi, ef Sigurður Ingi verður við þessari áskorun að bjóða sig fram gegn honum. Þá verður það bara lýðræðisleg kosning milli manna og menn munu náttúrlega una þeirri niðurstöðu hvernig sem hún fer. Það er hluti af lýðræðinu,“ segir Einar Guðmann Örnólfsson. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Framsóknarfélag Borgarfjarðar og Mýra skorar á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra að gefa kost á sér í embætti formanns flokksins á flokksþingi eftir rúman hálfan mánuð. Formaður félagsins óttast að Panamamál formannsins skyggi á kosningabaráttu Framsóknarflokksins. Framsóknarfélag Borgarfjarðar og Mýra samþykkti ályktun á fundi sínum í gærkvöldi þar sem skorað er á Sigurð Inga Jóhannsson varaformanni flokksins og forsætisráðherra að gefa kost á sér til formennsku í Framsóknarflokknum á flokksþingi sem fram fer dagana 1. og 2. október. Einar Guðmann Örnólfsson formaður Framsóknarfélags Borgarfjarðar og Mýra segir ástandið í flokknum kalla á breytingar. „Ástandið í flokknum þessa dagana er með þeim hætti að okkur finnst rétt að skipt sé um mann í brúnni. Þar sem núverandi formaður hefur því miður ekki náð að ávinna sér aftur það traust sem okkur finnst hann hafa misst í vor,“ segir Einar Guðmann. Einar Guðmann segir að Panamamál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar setji enn mark sitt á umræðuna í þjóðfélaginu. Að hans mati og meirihluta Framsóknarfélagsins í Borgarfirði og á Mýrum hafi formaðurinn ekki náð að vinna sig alveg út úr þeim málum. „Menn hafa náttúrlega gefið núverandi formanni tíma til að vinna úr sínum málum. En eins og kom fram á félagsfundi í gær finnst mönnum hann ekki hafa gert nóg í þeim málum. Þá fannst okkur mál til komið að hvetja til þess að Sigurður Ingi byði sig fram. Hann hefur staðið sig mjög vel í þeim verkum sem hann hefur tekið að sér síðan í vor og farið vaxandi. Að minnsta kosti að mínu mat,“ segir Einar Guðmann. Framsóknarflokkurinn vann stóran kosningasigur í kosningunum 2013 undir formennsku Sigmundar Davíðs og Einar segir hann hafa staðið sig vel í þeim fjölmörgu góðu málum sem flokkurinn fór fram með í síðustu kosningum og náð miklum árangri. En eins og staðan sé nú sé lykilatriði upp á árangur í komandi kosningum að Sigurður Ingi taki við forystunni í flokknum. „Alla vega í mínum huga er það þannig því að ég er mjög smeykur við að persónuleg mál núverandi formanns muni flækjast fyrir góðum málefnum flokksins fyrir komandi kosningar,“ segir Einar Guðmann. Kosið verður um fimm efstu sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðurausturkjördæmi í Mývatnssveit á laugardag þar sem þrír sitjandi þingmenn bjóða sig fram í fyrsta sætið ásamt Sigmundi Davíð. Hvernig honum gengur þar gæti haft áhrif á stöðu hans innan flokksins. „Kannski verður það til þess að hann býður sig fram til formanns aftur eins og hann ætlar að gera og verður keikur þar. Þá kemur það bara í ljós á þessu flokksþingi, ef Sigurður Ingi verður við þessari áskorun að bjóða sig fram gegn honum. Þá verður það bara lýðræðisleg kosning milli manna og menn munu náttúrlega una þeirri niðurstöðu hvernig sem hún fer. Það er hluti af lýðræðinu,“ segir Einar Guðmann Örnólfsson.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira