Við þekkjum þetta, myndir af fyrirsætum að detta á tískupallinum verða alla jafna vinsælar á samfélagsmiðlum og í gær var röðin komin að okkar eigin forsíðufyrirsætu, Bellu Hadid sem datt á tískusýningu Michael Kors.
Hadid var að beygja af tískupallinum, framhjá öllum ljósmyndurunum (óheppilegt) þegar hún féll á fjórar fætur en var snögg að reisa sig við og halda fagmannlega áfram. Það er svo sannarlega hægt að kenna himinháum hælunum og sleipum tískupallinum um fallið fræga en Hadid sjálf gerði grín að sjálfri sér á Instagram strax í kjölfarið, vel gert.