Craig Pedersen, landsliðsþjálfari í körfubolta, hefur tilkynnt hvaða leikmenn verða í leikmannahópi Íslands gegn Kýpur í kvöld.
Það er allt undir hjá strákunum okkar sem verða að vinna til að halda lífi í EM-draumnum. Tap þýðir að íslenska liðið er úr leik.
Jón Arnór Stefánsson og Haukur Helgi Pálsson hafa báðir verið að glíma við meiðsli en verða báðir með í kvöld. Jón er slæmur í hnénu en Haukur tognaði í baki.
Axel Kárason og Ólafur Ólafsson hvíla í kvöld.
Hópurinn:
Kristófer Acox
Sigurður Gunnar Þorsteinsson
Hlynur Bæringsson
Jón Arnór Stefánsson
Ægir Þór Steinarsson
Elvar Már Friðriksson
Hörður Axel Vilhjálmsson
Logi Gunnarsson
Martin Hermannsson
Haukur Helgi Pálsson
Tryggvi Snær Hlinason
Brynjar Þór Björnsson
Jón Arnór og Haukur Helgi verða með í kvöld
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
