Sigríður María fer fram fyrir Viðreisn í Reykjavík: „Lengi blundað í mér löngun til þess að hafa áhrif“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. september 2016 12:23 Sigríður María Egilsdóttir. „Ég ætla ekki að neita því að það hefur lengi blundað í mér löngun til þess að hafa áhrif og taka þátt í stjórnmálum en ég hef ekki fundið mig nógu mikið í þeim stjórnmálaflokkum sem hafa verið í boði. Svo það er ekki fyrr en fyrst núna sem ég finn virkilega löngun til þess að taka þátt í stjórnmálastarfi og treysti mér til að þess að binda mig við ákveðinn flokk,“ segir Sigríður María Egilsdóttir 22 ára lögfræðinemi en hún mun skipa eitt af efstu sætum Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu fyrir komandi þingkosningar. Sigríður kveðst vilja taka þátt í starfi Viðreisnar vegna þess að hún sjái þar flokk sem endurspegli strauma jafnréttis og frjálslyndis á sama tíma og verið sé að bjóða upp á raunhæfar lausnir í átt að betra samfélagi. Margir muna eflaust eftir Sigríði Maríu og ræðu sem hún flutti á ráðstefu BBC í London 100 Women árið 2013 en umfjöllunarefnið var framtíðarmarkmið kvenna. Ræðan vakti mikla athygli og hlaut Sigríður María mikið lof fyrir hana en hún var aðeins 19 ára gömul þegar hún flutti ræðuna, en hana má sjá hér að neðan.Sigríður María segir að ungt fólk hafi raunverulegra hagsmuna að gæta að því að eiga málsvara inni á þingi þar sem ákvarðanir eru teknar sem hafa bein áhrif á það bæði í dag og í framtíðinni. Aðspurð hvað brenni sérstaklega á ungu fólki í dag segir Sigríður: „Ég held að það brenni verulega á þeim staðan í skólakerfinu, hvernig LÍN er rekið og hvernig standa skuli að breytingum á námslánakerfinu. Ég held að ungt fólk sé að miklu leyti óánægt með það sem þeim hefur verið boðið upp á seinustu misseri. Það hefur miklu verið lofað en niðurstöðurnar kannski ekki alveg í samræmi við væntingar og ég tengi mikið við það. Síðan er það auðvitað húsnæðisvandinn sem við stöndum frammi fyrir og er raunverulegt vandamál.“ Hún segir að framundan sé málþing hjá Viðreisn þar sem málefni ungs fólks verði tekin upp og stefna flokksins í þeim efnum verði mótuð enn frekar.Fylgdi ákveðin sorg fréttum helgarinnar af konum í stjórnmálum Sigríður er ekki bara ung heldur er hún ung kona og undanfarna daga hefur farið fram mikil umræða um stöðu kvenna í stjórnmálum, bæði almennt og svo í einstökum flokkum, meðal annars eftir niðurstöður prófkjara Sjálfstæðisflokksins um liðna helgi. Aðspurð hvernig stjórnmálin snúa að henni sem konu segir Sigríður: „Út frá þeim forsendum er ég ekkert sérstaklega hvumpin eða hrædd og ekkert hrædd við að takast á við hvaða grýlur sem leynast þar. Vissulega er það samt svo, og án þess að tjái mig beint um prófkjör einstakra flokka, þá fylgdi ákveðin sorg fréttum helgarinnar. Það gleður mig því að á listum Viðreisnar er jafnt hlutfall kynja og þar er enginn skortur á frambærilegum og flottum konum, en það var meðal annars eitt af því sem fékk mig til að ganga til liðs við flokkinn.“ Til gamans má geta þess að ein af þeim konum sem bjóða sig fram fyrir Viðreisn er móðir Sigríðar, Herdís Hallmarsdóttir, en hún skipar 23. sætið á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Ræða Sigríðar Maríu hitti í mark Hin 19 ára gamla Sigríður María Egilsdóttir flutti ræðu á 100 Women, ráðstefnu BBC um framtíðarmarkmið kvenna. 25. október 2013 18:00 Kominn tími til að konur hætti að biðjast afsökunar á því að vera til Sigríður María Egilsdóttir er bara nítján ára en hún hefur vakið verðskuldaða athygli undanfarið. Hún varð í vetur Ræðumaður Íslands í Morfískepnninni og hélt nýlega fyrirlestur um jafnréttismál á TEDxReykjavík sem hefur vakið mikla athygli á Youtube. 3. ágúst 2013 11:00 Framúrskarandi ungir Íslendingar verðlaunaðir Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar sem veitt eru árlega af JCI Íslandi, eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni. 28. maí 2014 12:48 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
„Ég ætla ekki að neita því að það hefur lengi blundað í mér löngun til þess að hafa áhrif og taka þátt í stjórnmálum en ég hef ekki fundið mig nógu mikið í þeim stjórnmálaflokkum sem hafa verið í boði. Svo það er ekki fyrr en fyrst núna sem ég finn virkilega löngun til þess að taka þátt í stjórnmálastarfi og treysti mér til að þess að binda mig við ákveðinn flokk,“ segir Sigríður María Egilsdóttir 22 ára lögfræðinemi en hún mun skipa eitt af efstu sætum Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu fyrir komandi þingkosningar. Sigríður kveðst vilja taka þátt í starfi Viðreisnar vegna þess að hún sjái þar flokk sem endurspegli strauma jafnréttis og frjálslyndis á sama tíma og verið sé að bjóða upp á raunhæfar lausnir í átt að betra samfélagi. Margir muna eflaust eftir Sigríði Maríu og ræðu sem hún flutti á ráðstefu BBC í London 100 Women árið 2013 en umfjöllunarefnið var framtíðarmarkmið kvenna. Ræðan vakti mikla athygli og hlaut Sigríður María mikið lof fyrir hana en hún var aðeins 19 ára gömul þegar hún flutti ræðuna, en hana má sjá hér að neðan.Sigríður María segir að ungt fólk hafi raunverulegra hagsmuna að gæta að því að eiga málsvara inni á þingi þar sem ákvarðanir eru teknar sem hafa bein áhrif á það bæði í dag og í framtíðinni. Aðspurð hvað brenni sérstaklega á ungu fólki í dag segir Sigríður: „Ég held að það brenni verulega á þeim staðan í skólakerfinu, hvernig LÍN er rekið og hvernig standa skuli að breytingum á námslánakerfinu. Ég held að ungt fólk sé að miklu leyti óánægt með það sem þeim hefur verið boðið upp á seinustu misseri. Það hefur miklu verið lofað en niðurstöðurnar kannski ekki alveg í samræmi við væntingar og ég tengi mikið við það. Síðan er það auðvitað húsnæðisvandinn sem við stöndum frammi fyrir og er raunverulegt vandamál.“ Hún segir að framundan sé málþing hjá Viðreisn þar sem málefni ungs fólks verði tekin upp og stefna flokksins í þeim efnum verði mótuð enn frekar.Fylgdi ákveðin sorg fréttum helgarinnar af konum í stjórnmálum Sigríður er ekki bara ung heldur er hún ung kona og undanfarna daga hefur farið fram mikil umræða um stöðu kvenna í stjórnmálum, bæði almennt og svo í einstökum flokkum, meðal annars eftir niðurstöður prófkjara Sjálfstæðisflokksins um liðna helgi. Aðspurð hvernig stjórnmálin snúa að henni sem konu segir Sigríður: „Út frá þeim forsendum er ég ekkert sérstaklega hvumpin eða hrædd og ekkert hrædd við að takast á við hvaða grýlur sem leynast þar. Vissulega er það samt svo, og án þess að tjái mig beint um prófkjör einstakra flokka, þá fylgdi ákveðin sorg fréttum helgarinnar. Það gleður mig því að á listum Viðreisnar er jafnt hlutfall kynja og þar er enginn skortur á frambærilegum og flottum konum, en það var meðal annars eitt af því sem fékk mig til að ganga til liðs við flokkinn.“ Til gamans má geta þess að ein af þeim konum sem bjóða sig fram fyrir Viðreisn er móðir Sigríðar, Herdís Hallmarsdóttir, en hún skipar 23. sætið á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Ræða Sigríðar Maríu hitti í mark Hin 19 ára gamla Sigríður María Egilsdóttir flutti ræðu á 100 Women, ráðstefnu BBC um framtíðarmarkmið kvenna. 25. október 2013 18:00 Kominn tími til að konur hætti að biðjast afsökunar á því að vera til Sigríður María Egilsdóttir er bara nítján ára en hún hefur vakið verðskuldaða athygli undanfarið. Hún varð í vetur Ræðumaður Íslands í Morfískepnninni og hélt nýlega fyrirlestur um jafnréttismál á TEDxReykjavík sem hefur vakið mikla athygli á Youtube. 3. ágúst 2013 11:00 Framúrskarandi ungir Íslendingar verðlaunaðir Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar sem veitt eru árlega af JCI Íslandi, eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni. 28. maí 2014 12:48 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Ræða Sigríðar Maríu hitti í mark Hin 19 ára gamla Sigríður María Egilsdóttir flutti ræðu á 100 Women, ráðstefnu BBC um framtíðarmarkmið kvenna. 25. október 2013 18:00
Kominn tími til að konur hætti að biðjast afsökunar á því að vera til Sigríður María Egilsdóttir er bara nítján ára en hún hefur vakið verðskuldaða athygli undanfarið. Hún varð í vetur Ræðumaður Íslands í Morfískepnninni og hélt nýlega fyrirlestur um jafnréttismál á TEDxReykjavík sem hefur vakið mikla athygli á Youtube. 3. ágúst 2013 11:00
Framúrskarandi ungir Íslendingar verðlaunaðir Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar sem veitt eru árlega af JCI Íslandi, eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni. 28. maí 2014 12:48