Hjáseta ekki sama og samþykki Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. september 2016 11:24 Helgi Hrafn Gunnarsson og Valgerður Bjarnadóttir Vísir/GVA Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að búvörusamningur var samþykktur á Alþingi í gær með aðeins nítján atkvæðum. Sjö greiddu atkvæði gegn samningnum og þá sátu sextán hjá. Sjö þingmenn höfðu staðfest fjarvist sína og 14 voru fjarverandi. Þeir þingmenn stjórnarandstöðunnar sem Vísir ræddi við eru sammála um það að hjáseta við atkvæðagreiðslur þýði ekki að þingmenn séu að gefa samþykki sitt. „Maður situr hjá, það eru margar ástæður fyrir því að maður situr hjá. Ástæðan fyrir því að ég sat hjá er að ég vil skilja afleiðingar gjörða minna. Og ef ég felli samninginn og skil ekki afleiðingar gjörða minna þá sit ég hjá,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, í samtali við Vísi. Helgi segir að hann hafi ekki séð fram á að nýr samningur hefði komið í stað þess samning sem samþykktur var á þingi í gær. „Fólk er reitt. Þetta er bölvanlegur samningur. Ég held að það séu allir í minnihlutanum sammála um það. Þetta er ekki stuðningur, mér finnst fólk láta eins og hjáseta sé stuðningur, sem hún er ekki.“ Helgi Hrafn segir umræðuna pirrandi þar sem verið er að setja ábyrgðina í hendur minnihlutans sem ber ekki ábyrgð á málinu. „Það sem að kannski vekur fólki ugg er að sjá hversu fáir greiddu atkvæði með. Það er vegna þess að stjórnarliðar voru óvenju fámennir. Við vissum það ekki fyrir fram. Við förum bara í atkvæðagreiðslu og gerum fastlega ráð fyrir að meirihlutinn fengi allt sem hann vilji og væru nógu mannaðir til að yfirbuga minnihlutann." Samkvmæt Helga var minnihlutinn ekki viðbúðinn fámenni meirihlutans. „Ég veit ekki af hverju það vantaði svona marga þingmenn en stjórnarandstaðan var ekki í færi til að ræða það alvarlega að fella samninginn fyrr en við vorum komin inn í þingsal. Þá er það samtal ekkert búið að eiga sér stað.“Hjáseta ákveðin vinnuaðferð Valgerður Bjarnadóttir, varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar tekur í sama streng og Helgi Hrafn og segir hjásetu vera ákveðna vinnuaðferð á Alþingi. „Vinnan fer þannig fram í þinginu að það koma einhver mál og það er talað fyrir þeim og síðan eru þau rædd í nefnd og það nást kannski fram einhverjar breytingar, það er eitthvað lagað í nefndinni sem kemur til móts við þau sjónarmið sem við höfum, til dæmis þessi endurskoðun eftir þrjú ár. Eitthvað náðist inn í vinnunni í nefndinni,“ segir Valgerður í samtali við Vísi. „Það má alveg segja að það sé gamaldags og eitthvað svoleiðis, en þá er það vinnuaðferð að þá situr fólk hjá í endann. Þá þýðir það ekki að þögn sé sama og samþykki.“ Aðspurð um hvort að um sé að ræða einhverskonar hrossakaup til að ná kosningum í haust þvertekur Valgerður fyrir það. „Þetta er svona sú venja eða vinnuaðferð sem er notuð á þessari samkomu. Þetta hefur ekkert með hrossakaup að gera, hefur ekkert með neitt að gera. Í lokin þá er þetta borið farm og þá segir fólk „ég sit hjá, þetta er á ykkar ábyrgð.“ Hjáseta þýðir alls ekki í þessu tilfelli að þögn sé sama og samþykki.“ Ekki náðist í þingflokk Vinstri grænna við vinnslu fréttarinnar. Alþingi Búvörusamningar Tengdar fréttir Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Búvörusamningar að lögum með aðeins 19 atkvæðum en fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá eða sögðu nei. Birgitta sakar Ásmund um lygar í ræðustól Alþingis. 13. september 2016 20:00 Búvörusamningurinn samþykktur á þingi Aðeins þingmenn Bjartrar framtíðar og einn Sjálfstæðismaður, Sigríður Á. Andersen, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 13. september 2016 16:10 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að búvörusamningur var samþykktur á Alþingi í gær með aðeins nítján atkvæðum. Sjö greiddu atkvæði gegn samningnum og þá sátu sextán hjá. Sjö þingmenn höfðu staðfest fjarvist sína og 14 voru fjarverandi. Þeir þingmenn stjórnarandstöðunnar sem Vísir ræddi við eru sammála um það að hjáseta við atkvæðagreiðslur þýði ekki að þingmenn séu að gefa samþykki sitt. „Maður situr hjá, það eru margar ástæður fyrir því að maður situr hjá. Ástæðan fyrir því að ég sat hjá er að ég vil skilja afleiðingar gjörða minna. Og ef ég felli samninginn og skil ekki afleiðingar gjörða minna þá sit ég hjá,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, í samtali við Vísi. Helgi segir að hann hafi ekki séð fram á að nýr samningur hefði komið í stað þess samning sem samþykktur var á þingi í gær. „Fólk er reitt. Þetta er bölvanlegur samningur. Ég held að það séu allir í minnihlutanum sammála um það. Þetta er ekki stuðningur, mér finnst fólk láta eins og hjáseta sé stuðningur, sem hún er ekki.“ Helgi Hrafn segir umræðuna pirrandi þar sem verið er að setja ábyrgðina í hendur minnihlutans sem ber ekki ábyrgð á málinu. „Það sem að kannski vekur fólki ugg er að sjá hversu fáir greiddu atkvæði með. Það er vegna þess að stjórnarliðar voru óvenju fámennir. Við vissum það ekki fyrir fram. Við förum bara í atkvæðagreiðslu og gerum fastlega ráð fyrir að meirihlutinn fengi allt sem hann vilji og væru nógu mannaðir til að yfirbuga minnihlutann." Samkvmæt Helga var minnihlutinn ekki viðbúðinn fámenni meirihlutans. „Ég veit ekki af hverju það vantaði svona marga þingmenn en stjórnarandstaðan var ekki í færi til að ræða það alvarlega að fella samninginn fyrr en við vorum komin inn í þingsal. Þá er það samtal ekkert búið að eiga sér stað.“Hjáseta ákveðin vinnuaðferð Valgerður Bjarnadóttir, varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar tekur í sama streng og Helgi Hrafn og segir hjásetu vera ákveðna vinnuaðferð á Alþingi. „Vinnan fer þannig fram í þinginu að það koma einhver mál og það er talað fyrir þeim og síðan eru þau rædd í nefnd og það nást kannski fram einhverjar breytingar, það er eitthvað lagað í nefndinni sem kemur til móts við þau sjónarmið sem við höfum, til dæmis þessi endurskoðun eftir þrjú ár. Eitthvað náðist inn í vinnunni í nefndinni,“ segir Valgerður í samtali við Vísi. „Það má alveg segja að það sé gamaldags og eitthvað svoleiðis, en þá er það vinnuaðferð að þá situr fólk hjá í endann. Þá þýðir það ekki að þögn sé sama og samþykki.“ Aðspurð um hvort að um sé að ræða einhverskonar hrossakaup til að ná kosningum í haust þvertekur Valgerður fyrir það. „Þetta er svona sú venja eða vinnuaðferð sem er notuð á þessari samkomu. Þetta hefur ekkert með hrossakaup að gera, hefur ekkert með neitt að gera. Í lokin þá er þetta borið farm og þá segir fólk „ég sit hjá, þetta er á ykkar ábyrgð.“ Hjáseta þýðir alls ekki í þessu tilfelli að þögn sé sama og samþykki.“ Ekki náðist í þingflokk Vinstri grænna við vinnslu fréttarinnar.
Alþingi Búvörusamningar Tengdar fréttir Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Búvörusamningar að lögum með aðeins 19 atkvæðum en fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá eða sögðu nei. Birgitta sakar Ásmund um lygar í ræðustól Alþingis. 13. september 2016 20:00 Búvörusamningurinn samþykktur á þingi Aðeins þingmenn Bjartrar framtíðar og einn Sjálfstæðismaður, Sigríður Á. Andersen, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 13. september 2016 16:10 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Sjá meira
Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Búvörusamningar að lögum með aðeins 19 atkvæðum en fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá eða sögðu nei. Birgitta sakar Ásmund um lygar í ræðustól Alþingis. 13. september 2016 20:00
Búvörusamningurinn samþykktur á þingi Aðeins þingmenn Bjartrar framtíðar og einn Sjálfstæðismaður, Sigríður Á. Andersen, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 13. september 2016 16:10
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent