Simone Biles og Williams-systur urðu fyrir barðinu á rússneskum tölvuþrjótum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. september 2016 22:40 Simone Biles vann til fernra gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó í síðasta mánuði. vísir/getty Upplýsingum um þekktar bandarískar íþróttakonur var lekið á netið í dag. Hópur sem kallar sig Fancy Bears lýsti sig ábyrgan fyrir árásinni en rússnesku tölvuþrjótarnir brutust inn í gagnabanka Wada, Alþjóðalyfjaeftirlitsins, og stálu þaðan trúnaðarupplýsingum um bandarískt íþróttafólk. Talið er að árásin á gagnabanka Wada sé eins konar hefndaraðgerð fyrir svarta skýrslu Wada um stórfellda og skipulagða lyfjamisnotkun í Rússlandi. Í kjölfarið var rússnesku frjálsíþróttafólki meinuð þátttaka á Ólympíuleikunum í Ríó. Í yfirlýsingu frá Fancy Bears kemur fram að fjölmargir bandarískir íþróttamenn hafi notað lyf sem eru á bannlistum, og fengið leyfi til þess frá læknum. Fimleikadrottningin Simone Biles, sem vann til fernra gullverðlauna í Ríó í síðasta mánuði, var ein þeirra sem varð fyrir barðinu á tölvuþrjótunum en þeir sökuðu hana um að taka ólögleg geðlyf. Biles greindi frá því á Twitter í kvöld að hún væri með ADHD, tæki inn lyf við því og hefði alltaf farið eftir settum reglum.pic.twitter.com/tPxCJ1K2RZ — Simone Biles (@Simone_Biles) September 13, 2016Trúnaðarupplýsingum um tennissysturnar, Serena og Venus Williams, og körfuboltakonan Elena Delle Donne var einnig lekið á netið. Talsmaður rússneskra yfirvalda, Dmitry Peskov, þvertók í dag fyrir það að yfirvöld eða leyniþjónustan í Rússlandi hefði eitthvað með árásina að gera. Wada og Alþjóðaólympíunefndin hafa fordæmt árásina en Wada segir að tilgangurinn með henni sé að grafa undan stofnuninni. Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tennis Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Sjá meira
Upplýsingum um þekktar bandarískar íþróttakonur var lekið á netið í dag. Hópur sem kallar sig Fancy Bears lýsti sig ábyrgan fyrir árásinni en rússnesku tölvuþrjótarnir brutust inn í gagnabanka Wada, Alþjóðalyfjaeftirlitsins, og stálu þaðan trúnaðarupplýsingum um bandarískt íþróttafólk. Talið er að árásin á gagnabanka Wada sé eins konar hefndaraðgerð fyrir svarta skýrslu Wada um stórfellda og skipulagða lyfjamisnotkun í Rússlandi. Í kjölfarið var rússnesku frjálsíþróttafólki meinuð þátttaka á Ólympíuleikunum í Ríó. Í yfirlýsingu frá Fancy Bears kemur fram að fjölmargir bandarískir íþróttamenn hafi notað lyf sem eru á bannlistum, og fengið leyfi til þess frá læknum. Fimleikadrottningin Simone Biles, sem vann til fernra gullverðlauna í Ríó í síðasta mánuði, var ein þeirra sem varð fyrir barðinu á tölvuþrjótunum en þeir sökuðu hana um að taka ólögleg geðlyf. Biles greindi frá því á Twitter í kvöld að hún væri með ADHD, tæki inn lyf við því og hefði alltaf farið eftir settum reglum.pic.twitter.com/tPxCJ1K2RZ — Simone Biles (@Simone_Biles) September 13, 2016Trúnaðarupplýsingum um tennissysturnar, Serena og Venus Williams, og körfuboltakonan Elena Delle Donne var einnig lekið á netið. Talsmaður rússneskra yfirvalda, Dmitry Peskov, þvertók í dag fyrir það að yfirvöld eða leyniþjónustan í Rússlandi hefði eitthvað með árásina að gera. Wada og Alþjóðaólympíunefndin hafa fordæmt árásina en Wada segir að tilgangurinn með henni sé að grafa undan stofnuninni.
Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tennis Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Sjá meira