„Mistök að halda prófkjör í þessum kjördæmum“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 13. september 2016 20:19 „Ég held að stóra niðurstaðan úr þessu sé að það voru mistök að halda prófkjör í þessum kjördæmum,“ sagði Davíð Þorláksson, lögfræðingur og fyrrverandi formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, í kvöldfréttum Stöðvar 2 um lakan árangur kvenna í prófkjörum flokksins í Suður- og Suðvesturkjördæmi. Niðurstöður úr prófkjörum flokksins hafa vakið mikla athygli fyrir þær sakir hversu lélega kosningu þær konur sem buðu sig fram hlutu. Karlar eru í fjórum efstu sætu flokksins í Suðvesturkjördæmi og í Suðurkjördæmi eru karlmenn í þremur efstu sætunum. Davíð segir að finna þurfi aðra leið, þrátt fyrir að rík hefð hafi verið fyrir prófkjörum innan Sjálfstæðisflokks. „Ég held að menn verði að bregðast við þessu með einhverjum hætti. Þetta er ekki bindandi kosning. Það er bara Bjarni Benediktsson sem fékk bindandi kosningu og við getum ekki boðið upp á svona fábreytta lista eins og þarna kom fram,“ segir hann. Stilla þurfi upp fjölbreyttari lista þrátt fyrir að kjördæmisráð muni mögulega fella þá. „En menn verða að sjálfsögðu að reyna það. Við getum ekki boðið upp á svona einsleita lista.“ Stefanía Óskarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, segir það ekkert nýmæli að kynjahlutföll séu ekki jöfn á listum Sjálfstæðisflokks. Hins vegar geti frambjóðendur náð að knýja fram breytingar með því að standa saman, en að slíkt þurfi að gerast hratt. „Þetta eru í rauninni fastir liðir en þó hefur þetta skánað á allra seinustu árum. Ég man varla eftir prófkjöri hér áður fyrr hjá Sjálfstæðisflokknum, og reyndar öðrum flokkum, sem enduðu ekki með þessari umræðu um skertan hlut kvenna á þessum listum. En það sem hefur breyst núna er að það er orðin svo víðtæk sátt um að það sé mikilvægt að hafa konur í frontinum. Það vakti athygli mína að um leið og niðurstöður lágu fyrir tók Bjarni Benediktsson þetta upp og nefndi að þetta væri sérstakt vandamál,“ segir Stefanía.Horfa má á umræðuþáttinn í spilaranum hér fyrir ofan. Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. 12. september 2016 06:30 Möguleiki á hægrisinnuðu kvennaframboði Landssambands sjálfstæðiskvenna segir stöðuna í jafnrétti kynjanna innan Sjálfstæðisflokksins verri en í öðrum flokkum. 12. september 2016 10:19 Í menningunni að treysta karlmönnum betur til forystu Stefanía Óskarsdóttir, dósent og Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands ræddu stöðu kvenna í stjórnmálum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. september 2016 13:29 Afhroð Sjálfstæðiskvenna: Ferlegt að sjá þessa niðurstöðu á 21. öld Guðlaugur Þór og Árni Páll ræddu niðurstöðu prófkjöra í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. september 2016 10:48 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Sjá meira
„Ég held að stóra niðurstaðan úr þessu sé að það voru mistök að halda prófkjör í þessum kjördæmum,“ sagði Davíð Þorláksson, lögfræðingur og fyrrverandi formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, í kvöldfréttum Stöðvar 2 um lakan árangur kvenna í prófkjörum flokksins í Suður- og Suðvesturkjördæmi. Niðurstöður úr prófkjörum flokksins hafa vakið mikla athygli fyrir þær sakir hversu lélega kosningu þær konur sem buðu sig fram hlutu. Karlar eru í fjórum efstu sætu flokksins í Suðvesturkjördæmi og í Suðurkjördæmi eru karlmenn í þremur efstu sætunum. Davíð segir að finna þurfi aðra leið, þrátt fyrir að rík hefð hafi verið fyrir prófkjörum innan Sjálfstæðisflokks. „Ég held að menn verði að bregðast við þessu með einhverjum hætti. Þetta er ekki bindandi kosning. Það er bara Bjarni Benediktsson sem fékk bindandi kosningu og við getum ekki boðið upp á svona fábreytta lista eins og þarna kom fram,“ segir hann. Stilla þurfi upp fjölbreyttari lista þrátt fyrir að kjördæmisráð muni mögulega fella þá. „En menn verða að sjálfsögðu að reyna það. Við getum ekki boðið upp á svona einsleita lista.“ Stefanía Óskarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, segir það ekkert nýmæli að kynjahlutföll séu ekki jöfn á listum Sjálfstæðisflokks. Hins vegar geti frambjóðendur náð að knýja fram breytingar með því að standa saman, en að slíkt þurfi að gerast hratt. „Þetta eru í rauninni fastir liðir en þó hefur þetta skánað á allra seinustu árum. Ég man varla eftir prófkjöri hér áður fyrr hjá Sjálfstæðisflokknum, og reyndar öðrum flokkum, sem enduðu ekki með þessari umræðu um skertan hlut kvenna á þessum listum. En það sem hefur breyst núna er að það er orðin svo víðtæk sátt um að það sé mikilvægt að hafa konur í frontinum. Það vakti athygli mína að um leið og niðurstöður lágu fyrir tók Bjarni Benediktsson þetta upp og nefndi að þetta væri sérstakt vandamál,“ segir Stefanía.Horfa má á umræðuþáttinn í spilaranum hér fyrir ofan.
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. 12. september 2016 06:30 Möguleiki á hægrisinnuðu kvennaframboði Landssambands sjálfstæðiskvenna segir stöðuna í jafnrétti kynjanna innan Sjálfstæðisflokksins verri en í öðrum flokkum. 12. september 2016 10:19 Í menningunni að treysta karlmönnum betur til forystu Stefanía Óskarsdóttir, dósent og Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands ræddu stöðu kvenna í stjórnmálum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. september 2016 13:29 Afhroð Sjálfstæðiskvenna: Ferlegt að sjá þessa niðurstöðu á 21. öld Guðlaugur Þór og Árni Páll ræddu niðurstöðu prófkjöra í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. september 2016 10:48 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Sjá meira
Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. 12. september 2016 06:30
Möguleiki á hægrisinnuðu kvennaframboði Landssambands sjálfstæðiskvenna segir stöðuna í jafnrétti kynjanna innan Sjálfstæðisflokksins verri en í öðrum flokkum. 12. september 2016 10:19
Í menningunni að treysta karlmönnum betur til forystu Stefanía Óskarsdóttir, dósent og Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands ræddu stöðu kvenna í stjórnmálum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. september 2016 13:29
Afhroð Sjálfstæðiskvenna: Ferlegt að sjá þessa niðurstöðu á 21. öld Guðlaugur Þór og Árni Páll ræddu niðurstöðu prófkjöra í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. september 2016 10:48