Bæjarar í stuði | Öll úrslitin í Meistaradeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. september 2016 20:45 Thomas Müller hélt upp á 27 ára afmælið með því að skora gegn Rostov. vísir/getty Keppni í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hófst í dag með sjö leikjum. Leik Manchester City og Borussia Mönchengladbach var frestað vegna veðurs. Bayern München átti ekki í neinum vandræðum með að leggja Rostov að velli á Allianz Arena í D-riðli. Bæjarar hafa farið frábærlega stað á tímabilinu og þeir léku sér að rússneska liðinu sem er að þreyta frumraun sína í Meistaradeildinni. Lokatölur 5-0, Bayern í vil. Joshua Kimmich skoraði tvívegis og Robert Lewandowski, Thomas Müller og Juan Bernat sitt markið hver. Í hinum leik riðilsins mættust PSV Eindhoven og Atlético Madrid í Hollandi. Aðeins eitt mark var skorað og það gerði Saúl Níguez á markamínútunni, þeirri fertugustuogþriðju, með frábæru skoti eftir hornspyrnu. Góð byrjun hjá Atlético sem hefur tvisvar komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á undanförnum þremur árum. Í B-riðli gerði Napoli góða ferð til Kænugarðs og vann 1-2 sigur á Dynamo Kiev. Arek Milik, maðurinn sem á að taka við keflinu af Gonzalo Higuaín, skoraði bæði mörk Napoli sem lenti undir í leiknum. Í hinum leik B-riðils skildu Benfica og Besiktas jöfn, 1-1. Anderson Talisca, sem er á láni hjá Besiktas frá Benfica, jafnaði metin fyrir Tyrkina með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma.Í C-riðli rúllaði Barcelona yfir Celtic en leik Man City og Mönchengladbach var frestað eins og áður sagði.Í A-riðli gerðu Paris Saint-Germain og Arsenal 1-1 jafntefli og það voru einnig lokatölurnar í leik Basel og Ludogorets.A-riðill:PSG 1-1 Arsenal 1-0 Edinson Cavani (1.), 1-1 Alexis Sánchez (77.). Rauð spjöld: Marco Veratti, PSG (90+3.); Oliver Giroud, Arsenal (90+3.).Basel 1-1 Ludogorets 0-1 Jonathan Cafu (45.), 1-1 Renato Steffen (80.).B-riðill:Benfica 1-1 Besiktas 1-0 Franco Cervi (12.), 1-1 Anderson Talisca (90+3.).Dynamo Kiev 1-2 Napoli 1-0 Denys Garmash (26.), 1-1 Arek Milik (36.), 1-2 Milik (45+2.). Rautt spjald: Serhiy Sydorchuk, Dynamo Kiev (68.).C-riðill:Barcelona 7-0 Celtic 1-0 Lionel Messi (3.), 2-0 Messi (27.), 3-0 Neymar (50.), 4-0 Andrés Iniesta (59.), 5-0 Messi (60.), 6-0 Luis Suárez (75.), 7-0 Suárez (88.).Leik Man City og Mönchengladbach var frestað vegna veðurs.D-riðill:Bayern München 5-0 Rostov 1-0 Robert Lewandowski, víti (28.), 2-0 Thomas Müller (45+2.), 3-0 Joshua Kimmich (53.), 4-0 Kimmich (60.), 5-0 Juan Bernat (90.).PSV 0-1 Atlético Madrid 0-1 Saúl Níguez (43.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira
Keppni í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hófst í dag með sjö leikjum. Leik Manchester City og Borussia Mönchengladbach var frestað vegna veðurs. Bayern München átti ekki í neinum vandræðum með að leggja Rostov að velli á Allianz Arena í D-riðli. Bæjarar hafa farið frábærlega stað á tímabilinu og þeir léku sér að rússneska liðinu sem er að þreyta frumraun sína í Meistaradeildinni. Lokatölur 5-0, Bayern í vil. Joshua Kimmich skoraði tvívegis og Robert Lewandowski, Thomas Müller og Juan Bernat sitt markið hver. Í hinum leik riðilsins mættust PSV Eindhoven og Atlético Madrid í Hollandi. Aðeins eitt mark var skorað og það gerði Saúl Níguez á markamínútunni, þeirri fertugustuogþriðju, með frábæru skoti eftir hornspyrnu. Góð byrjun hjá Atlético sem hefur tvisvar komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á undanförnum þremur árum. Í B-riðli gerði Napoli góða ferð til Kænugarðs og vann 1-2 sigur á Dynamo Kiev. Arek Milik, maðurinn sem á að taka við keflinu af Gonzalo Higuaín, skoraði bæði mörk Napoli sem lenti undir í leiknum. Í hinum leik B-riðils skildu Benfica og Besiktas jöfn, 1-1. Anderson Talisca, sem er á láni hjá Besiktas frá Benfica, jafnaði metin fyrir Tyrkina með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma.Í C-riðli rúllaði Barcelona yfir Celtic en leik Man City og Mönchengladbach var frestað eins og áður sagði.Í A-riðli gerðu Paris Saint-Germain og Arsenal 1-1 jafntefli og það voru einnig lokatölurnar í leik Basel og Ludogorets.A-riðill:PSG 1-1 Arsenal 1-0 Edinson Cavani (1.), 1-1 Alexis Sánchez (77.). Rauð spjöld: Marco Veratti, PSG (90+3.); Oliver Giroud, Arsenal (90+3.).Basel 1-1 Ludogorets 0-1 Jonathan Cafu (45.), 1-1 Renato Steffen (80.).B-riðill:Benfica 1-1 Besiktas 1-0 Franco Cervi (12.), 1-1 Anderson Talisca (90+3.).Dynamo Kiev 1-2 Napoli 1-0 Denys Garmash (26.), 1-1 Arek Milik (36.), 1-2 Milik (45+2.). Rautt spjald: Serhiy Sydorchuk, Dynamo Kiev (68.).C-riðill:Barcelona 7-0 Celtic 1-0 Lionel Messi (3.), 2-0 Messi (27.), 3-0 Neymar (50.), 4-0 Andrés Iniesta (59.), 5-0 Messi (60.), 6-0 Luis Suárez (75.), 7-0 Suárez (88.).Leik Man City og Mönchengladbach var frestað vegna veðurs.D-riðill:Bayern München 5-0 Rostov 1-0 Robert Lewandowski, víti (28.), 2-0 Thomas Müller (45+2.), 3-0 Joshua Kimmich (53.), 4-0 Kimmich (60.), 5-0 Juan Bernat (90.).PSV 0-1 Atlético Madrid 0-1 Saúl Níguez (43.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira