Spurði út í þátttöku Sigmundar í nefndarstörfum: „Er þetta í lagi?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. september 2016 14:24 Guðmundur Steingrímsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. vísir Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar tók til máls undir liðnum fundarstjórn forseta á Alþingi í dag og spurði út í nefndarsetu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins en eftir að hann lét af embætti forsætisráðherra í apríl síðastliðnum. Sagði Guðmundur að honum hefði skilist sem svo að nefndarseta væri einn af lykilþáttum þingstarfanna en velti fyrir sér hvers vegna Sigmundur Davíð væri ekki í þingnefnd. „Það er einn óbreyttur þingmaður á meðal okkar sem situr ekki í neinni þingnefnd, það er háttvirtur þingmaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. [...] Hann er hér á fullu þingfararkaupi og í raun og veru með 50 prósent álagi vegna flokksformennsku og hann er með aðstoðarmann líka,“ sagði Guðmundur og spurði svo hvort það væru fordæmi fyrir því að óbreyttir þingmenn sætu ekki í neinni þingnefnd og taki þar með ekki þátt í nefndarstörfum. „Svo ekki sé talað um að hann mæti ekki í atkvæðagreiðslu og taki ekki til máls í pontu Alþingis. Hefur forseti gert athugasemdir við þetta, hefur forseti komið þeim athugasemdum á framfæri við þingflokk Framsóknarflokksins? Er þetta í lagi?“ Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis kvaðst ekki hafa farið í það að skoða hvort fordæmi væru fyrir því að þingmenn væru ekki í þingnefndum. Þá sagði forseti að þetta væri mál sem væri fyrst og fremst í höndum viðkomandi þingflokka enda væri það þeirra ákvörðun hvaða þingmenn sætu í hvaða nefndum og líklegt væri að það yrðu talin óeðlileg afskipti ef að forseti þingsins væri að hafa afskipti af því. Guðmundur sagðist gera sér grein fyrir því að frelsi þingmanna varðandi störf sín væri mjög mikið. Hann væri hins vegar að velta þessu fyrir sér vegna þess hvaða fordæmi væri verið að setja til framtíðar til litið. „Ef allir þingmenn myndu nú ákveða að mæta ekki í atkvæðagreiðslur, taka ekki til máls hér, starfa ekki í þingnefndum hver væru þá þingstörfin og er þetta æskilegt fordæmi sem er verið að reisa? Má ég ákveða það upp á mitt einsdæmi að ég ætla ekki að taka þátt í þingstörfum og í rauninni ekki gera neitt annað hér á þingi en samt þiggja þingfararkaup?“ Hann spurði svo hvort ekki væri ástæða til að gera athugasemdir við þetta svo fordæmi fyrir þessu væri ekki gefið. Forseti þingsins minnti þá á að engin þingleg skylda kvæði á um það að þingmenn starfi í nefndum. Því væri um að ræða frjálst val þingmanna og það væri í höndum þingflokkana að ákveða með hvaða hætti og hvort þeir skipi í nefndir Alþingis. Kosningar 2016 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar tók til máls undir liðnum fundarstjórn forseta á Alþingi í dag og spurði út í nefndarsetu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins en eftir að hann lét af embætti forsætisráðherra í apríl síðastliðnum. Sagði Guðmundur að honum hefði skilist sem svo að nefndarseta væri einn af lykilþáttum þingstarfanna en velti fyrir sér hvers vegna Sigmundur Davíð væri ekki í þingnefnd. „Það er einn óbreyttur þingmaður á meðal okkar sem situr ekki í neinni þingnefnd, það er háttvirtur þingmaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. [...] Hann er hér á fullu þingfararkaupi og í raun og veru með 50 prósent álagi vegna flokksformennsku og hann er með aðstoðarmann líka,“ sagði Guðmundur og spurði svo hvort það væru fordæmi fyrir því að óbreyttir þingmenn sætu ekki í neinni þingnefnd og taki þar með ekki þátt í nefndarstörfum. „Svo ekki sé talað um að hann mæti ekki í atkvæðagreiðslu og taki ekki til máls í pontu Alþingis. Hefur forseti gert athugasemdir við þetta, hefur forseti komið þeim athugasemdum á framfæri við þingflokk Framsóknarflokksins? Er þetta í lagi?“ Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis kvaðst ekki hafa farið í það að skoða hvort fordæmi væru fyrir því að þingmenn væru ekki í þingnefndum. Þá sagði forseti að þetta væri mál sem væri fyrst og fremst í höndum viðkomandi þingflokka enda væri það þeirra ákvörðun hvaða þingmenn sætu í hvaða nefndum og líklegt væri að það yrðu talin óeðlileg afskipti ef að forseti þingsins væri að hafa afskipti af því. Guðmundur sagðist gera sér grein fyrir því að frelsi þingmanna varðandi störf sín væri mjög mikið. Hann væri hins vegar að velta þessu fyrir sér vegna þess hvaða fordæmi væri verið að setja til framtíðar til litið. „Ef allir þingmenn myndu nú ákveða að mæta ekki í atkvæðagreiðslur, taka ekki til máls hér, starfa ekki í þingnefndum hver væru þá þingstörfin og er þetta æskilegt fordæmi sem er verið að reisa? Má ég ákveða það upp á mitt einsdæmi að ég ætla ekki að taka þátt í þingstörfum og í rauninni ekki gera neitt annað hér á þingi en samt þiggja þingfararkaup?“ Hann spurði svo hvort ekki væri ástæða til að gera athugasemdir við þetta svo fordæmi fyrir þessu væri ekki gefið. Forseti þingsins minnti þá á að engin þingleg skylda kvæði á um það að þingmenn starfi í nefndum. Því væri um að ræða frjálst val þingmanna og það væri í höndum þingflokkana að ákveða með hvaða hætti og hvort þeir skipi í nefndir Alþingis.
Kosningar 2016 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira