Hann segir „snúið út úr aukaatriðum til að reyna að gera menn ótrúverðuga. Nýjust er frétt RÚV um að málið líkist vísindaskáldsögu.
"Maður fékk sendan innbrotsvírus í tölvupósti. Tæknimenn skoðuðu málið, sáu hvers eðlis það var og sögðu að eina örugga ráðið væri að skipta um harðan disk í tölvunni."
Þetta telst varla spennandi frétt, hvað þá efni í vísindaskáldsögu.“
Sigmundur lætur fylgja með hlekk á viðtal sem tekið var við hann í Reykjavík síðdegis í gær og segir að ef menn vilji vita hvernig málið sé raunverulega vaxið þá eigi þeir að hlusta á það viðtal.
Fullyrðing Sigmundar í ræðu sinni um að það hafi verið brotist inn í tölvuna hans hefur vakið athygli. Komið hefur fram að Sigmundur tilkynnti um mögulegt innbrot í tölvu sína þann 1. apríl síðastliðinn en eftir ítarlega leit fundust engin ummerki um að innbrot í tölvuna hafi átt sér stað, að því er kemur í svari Rekstrarfélags stjórnarráðsins við fyrirspurn Kjarnans.
Þá kom fram í svari Ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis að innbrot í tölvu Sigmundar hafi ekki verið tilkynnt til embættisins.