Sigurður Ingi með meirihluta þingflokks að baki sér Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2016 12:10 Líklegt að forsætisráðherra bíði framyfir prófkjör í kjördæmi Sigmundar Davíðs á laugardag, áður en hann ákveður hvort hann bjóði sig fram gegn formanninum. vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra nýtur að öllum líkindum stuðnings meirihluta þingmanna Framsóknarflokksins til að gegna formennsku í flokknum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson virðist eiga á brattan að sækja í baráttu hans fyrir að halda formannssætinu í flokknum. Mikið er þrýst á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra að bjóða sig fram til formennsku. Á miðstjórnarfundi flokksins á laugardag var staðfestur klofningur í flokknum milli stuðningsmanna Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga. Samkvæmt áræðanlegum heimildum fréttastofu eru allar líkur á að Sigurður Ingi njóti meirihlutafylgis í þingflokknum þótt formaðurinn eigi sér þar dygga stuðningsmenn. Þeirra á meðal eru Ásmundur Einar Daðason og Vigdís Hauksdóttir sem bæði ætla að hætta á þingi í haust og Gunnar Bragi Sveinsson sem mun leiða flokkinn í Norðvesturkjördæmi.Sigmundur Davíð ásamt konu sinni Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins um liðna helgi.vísir/sveinnÞrjú í framboði gegn formanninumÁ laugardag fer fram tvöfalt kjördæmaþing Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, kjördæmi Sigmundar Davíðs. Þar er uppi sú óvenjulega staða að þrír sitjandi þingmenn sækjast einnig eftir forystusætinu. Höskuldur Þórhallsson vill fyrsta sætið, Þórunn Egilsdóttir býður sig fram í fyrsta og annað sæti og Líneik Anna Sævarsdóttir sækist eftir fyrsta til þriðja sætinu. Nái ekkert þeirra yfir helmingi atkvæða í fyrsta sætið verður kosið á milli tveggja efstu frambjóðendanna í það sæti. Sigurður Ingi hefur verið í opinberri heimsókn í Danmörku frá því á sunnudag en kemur til landsins í dag. Hann hefur ekki lýst eindregnum stuðningi við Sigmund Davíð til áframhaldandi formennsku en hefur að undanförnu gefið því undir fótinn að hann kunni að bjóða sig fram. Flokksþing Framsóknar hefst eftir átján daga þar sem forysta flokksins verður kosin. Sigurður Ingi sagði á miðstjórnarfundinum að hann gæti ekki boðið sig aftur fram til varaformanns með óbreyttri stjórn flokksins en heimildarmenn telja líklegt að hann bíði framyfir prófkjör í kjördæmi Sigmundar Davíðs, áður en hann ákveður hvort hann taki slaginn við formanninn.Anna Sigurlaug ósátt með Guðna Eiginkona formannsins segir að fyrrverandi formaður Framsóknar hafi sett ný viðmið með því að fara í sitjandi formann sem hann hefði áður sagt að ekki tíðkaðist innan Framsóknarflokksins. Anna Sigurlaug Pálsdóttir eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins segir á Facebook síðu sinni í dag að Guðni Ágústsson hafi frá fyrstu dögum þeirra hjóna í hringiðu stjórnmálanna deilt með þeim sögum og vel meintum heilræðum. Ef hana misminni ekki hafi það verið Guðni sem hafi sagt að innan Framsóknarflokksins gilti það heiðursmannasamkomulag að fyrrverandi formenn færu aldrei í sitjandi formann. Nýtt fordæmi hafi nú verið sett í þessum efnum og vísar Anna Sigurlaug þar til ummæla Guðna í Fréttablaðinu í dag. En þar segir hann að Framsóknarflokkurinn vilji geta lagt verk sín í dóm kjósenda en nú finni hann að menn óttist að þau vondu mál sem Sigmundur Davíð hafi orðið fyrir yfirskyggi kosningabaráttuna og skaði árangur flokksins í komandi kosningum. Kosningar 2016 X16 Norðaustur Tengdar fréttir Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00 Guðni hefði betur mætt á miðstjórnarfundinn Djúpstæður ágreiningur innan Framsóknarflokksins sem í raun hverfist um eitt atriði: Með eða á móti Sigmundi Davíð. 13. september 2016 10:14 Anna Sigurlaug segir Guðna hundsa eigin heilræði „Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag,“ segir eiginkona forsætisráðherra. 13. september 2016 09:55 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra nýtur að öllum líkindum stuðnings meirihluta þingmanna Framsóknarflokksins til að gegna formennsku í flokknum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson virðist eiga á brattan að sækja í baráttu hans fyrir að halda formannssætinu í flokknum. Mikið er þrýst á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra að bjóða sig fram til formennsku. Á miðstjórnarfundi flokksins á laugardag var staðfestur klofningur í flokknum milli stuðningsmanna Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga. Samkvæmt áræðanlegum heimildum fréttastofu eru allar líkur á að Sigurður Ingi njóti meirihlutafylgis í þingflokknum þótt formaðurinn eigi sér þar dygga stuðningsmenn. Þeirra á meðal eru Ásmundur Einar Daðason og Vigdís Hauksdóttir sem bæði ætla að hætta á þingi í haust og Gunnar Bragi Sveinsson sem mun leiða flokkinn í Norðvesturkjördæmi.Sigmundur Davíð ásamt konu sinni Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins um liðna helgi.vísir/sveinnÞrjú í framboði gegn formanninumÁ laugardag fer fram tvöfalt kjördæmaþing Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, kjördæmi Sigmundar Davíðs. Þar er uppi sú óvenjulega staða að þrír sitjandi þingmenn sækjast einnig eftir forystusætinu. Höskuldur Þórhallsson vill fyrsta sætið, Þórunn Egilsdóttir býður sig fram í fyrsta og annað sæti og Líneik Anna Sævarsdóttir sækist eftir fyrsta til þriðja sætinu. Nái ekkert þeirra yfir helmingi atkvæða í fyrsta sætið verður kosið á milli tveggja efstu frambjóðendanna í það sæti. Sigurður Ingi hefur verið í opinberri heimsókn í Danmörku frá því á sunnudag en kemur til landsins í dag. Hann hefur ekki lýst eindregnum stuðningi við Sigmund Davíð til áframhaldandi formennsku en hefur að undanförnu gefið því undir fótinn að hann kunni að bjóða sig fram. Flokksþing Framsóknar hefst eftir átján daga þar sem forysta flokksins verður kosin. Sigurður Ingi sagði á miðstjórnarfundinum að hann gæti ekki boðið sig aftur fram til varaformanns með óbreyttri stjórn flokksins en heimildarmenn telja líklegt að hann bíði framyfir prófkjör í kjördæmi Sigmundar Davíðs, áður en hann ákveður hvort hann taki slaginn við formanninn.Anna Sigurlaug ósátt með Guðna Eiginkona formannsins segir að fyrrverandi formaður Framsóknar hafi sett ný viðmið með því að fara í sitjandi formann sem hann hefði áður sagt að ekki tíðkaðist innan Framsóknarflokksins. Anna Sigurlaug Pálsdóttir eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins segir á Facebook síðu sinni í dag að Guðni Ágústsson hafi frá fyrstu dögum þeirra hjóna í hringiðu stjórnmálanna deilt með þeim sögum og vel meintum heilræðum. Ef hana misminni ekki hafi það verið Guðni sem hafi sagt að innan Framsóknarflokksins gilti það heiðursmannasamkomulag að fyrrverandi formenn færu aldrei í sitjandi formann. Nýtt fordæmi hafi nú verið sett í þessum efnum og vísar Anna Sigurlaug þar til ummæla Guðna í Fréttablaðinu í dag. En þar segir hann að Framsóknarflokkurinn vilji geta lagt verk sín í dóm kjósenda en nú finni hann að menn óttist að þau vondu mál sem Sigmundur Davíð hafi orðið fyrir yfirskyggi kosningabaráttuna og skaði árangur flokksins í komandi kosningum.
Kosningar 2016 X16 Norðaustur Tengdar fréttir Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00 Guðni hefði betur mætt á miðstjórnarfundinn Djúpstæður ágreiningur innan Framsóknarflokksins sem í raun hverfist um eitt atriði: Með eða á móti Sigmundi Davíð. 13. september 2016 10:14 Anna Sigurlaug segir Guðna hundsa eigin heilræði „Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag,“ segir eiginkona forsætisráðherra. 13. september 2016 09:55 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00
Guðni hefði betur mætt á miðstjórnarfundinn Djúpstæður ágreiningur innan Framsóknarflokksins sem í raun hverfist um eitt atriði: Með eða á móti Sigmundi Davíð. 13. september 2016 10:14
Anna Sigurlaug segir Guðna hundsa eigin heilræði „Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag,“ segir eiginkona forsætisráðherra. 13. september 2016 09:55