Jóhannes staðfestir að mögulegt tölvuinnbrot hafi verið tilkynnt í apríl Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. september 2016 10:26 Jóhannes Þór og Sigmundur Davíð á fundi þeirra félaga á Akureyri á dögunum. Vísir/Friðrik Þór Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar staðfestir í samtali við Vísi að mögulegt innbrot í tölvu Sigmundar hafi verið tilkynnt þann 1. apríl síðastliðinn líkt og fram kom í svari Rekstrarfélags Stjórnarráðsins við fyrirspurn Kjarnans í gær. Það var tveimur dögum áður en Kastljós sýndi viðtal Sigmund Davíð vegna Panama-skjalanna en fjórum dögum eftir að forsætisráðherrann þáverandi tilkynnti um grun sinn um innbrot í tölvuna sagði hann af sér sem ráðherra. Í samtali við Nútímann í gær sagði Jóhannes Þór að málið hefði komið upp einhvern tímann á árinu 2015 en í samtali við Vísi segir hann það hafa verið misskilning hjá sér þar sem hann hafi ekki verið nógu vel inni í málinu á sínum tíma. Sigmundur Davíð sagði á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á laugardag að hann vissi að brotist hefði verið inn í tölvuna hjá sér. „Ég gerði alltaf ráð fyrir því að það væri fylgst með því sem ég sagði í símann, ég veit að það var brotist inn í tölvuna hjá mér, ég lét skoða það, og við reyndum eins og við mögulega gátum að forðast að hleypa þessum aðilum að okkurm,“ sagði Sigmundur. Rekstrarfélag Stjórnarráðsins sagði í gær að ekki hefðu fundist staðfest ummerki um að innbrot í tölvuna hafi átt sér stað. Þá kom í svari Ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis að innbrot í tölvu Sigmundar hafi ekki verið tilkynnt til embættisins. Í samtali við Reykjavík síðdegis í gær sagði Sigmundur að hann hafi ekki tilkynnt innbrotið til lögreglu því hann vissi af möguleikanum á tölvuinnbroti. „Nei, ég gerði það nú ekki. Enda er maður ýmsu vanur úr pólitíkinni og hafði fengið þau ráð, ekki bara út af þessum stóru ráðum sem við var að eiga heldur almennt og gera ráð fyrir því, ráðherrar og jafnvel þingmenn, að allt sem við settum í tölvupóst væri lesið. Að einhverjir gætu séð það,“ sagði Sigmundur. Þá útskýrði hann hvernig það hefði verið tilkomið að hann tilkynnt grun um mögulegt tölvuinnbrot til Rekstrarfélagsins sem sér um tölvuöryggismál Stjórnarráðsins. „Mér barst póstur sem var látinn líta úr fyrir að hafa komið frá manni sem ég þekkti sem hafði svo ekki sent póstinn og í ljós kom að viðhengið sem var í honum var svona njósnaforrit til þess að fara inn í tölvu. Þetta kom í ljós eftir að ég fékk tæknimenn úr ráðuneytinu, eða rekstrarfélagi stjórnarráðsins, til þess að skoða tölvuna. Það er auðvitað ekkert hægt að átta sig á því hversu miklum upplýsingum viðkomandi hafði náð. Þeir sögðu mér bara að það eina örugga, fyrst þetta væri svona, væri að skipta um harða diskinn í tölvunni.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00 Telur yfirvöld þurfa að bregðast við yfirlýsingu Sigmundar um tölvubrot Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hefði verið inn í tölvu hans þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra. 12. september 2016 15:38 Anna Sigurlaug segir Guðna hundsa eigin heilræði „Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag,“ segir eiginkona forsætisráðherra. 13. september 2016 09:55 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar staðfestir í samtali við Vísi að mögulegt innbrot í tölvu Sigmundar hafi verið tilkynnt þann 1. apríl síðastliðinn líkt og fram kom í svari Rekstrarfélags Stjórnarráðsins við fyrirspurn Kjarnans í gær. Það var tveimur dögum áður en Kastljós sýndi viðtal Sigmund Davíð vegna Panama-skjalanna en fjórum dögum eftir að forsætisráðherrann þáverandi tilkynnti um grun sinn um innbrot í tölvuna sagði hann af sér sem ráðherra. Í samtali við Nútímann í gær sagði Jóhannes Þór að málið hefði komið upp einhvern tímann á árinu 2015 en í samtali við Vísi segir hann það hafa verið misskilning hjá sér þar sem hann hafi ekki verið nógu vel inni í málinu á sínum tíma. Sigmundur Davíð sagði á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á laugardag að hann vissi að brotist hefði verið inn í tölvuna hjá sér. „Ég gerði alltaf ráð fyrir því að það væri fylgst með því sem ég sagði í símann, ég veit að það var brotist inn í tölvuna hjá mér, ég lét skoða það, og við reyndum eins og við mögulega gátum að forðast að hleypa þessum aðilum að okkurm,“ sagði Sigmundur. Rekstrarfélag Stjórnarráðsins sagði í gær að ekki hefðu fundist staðfest ummerki um að innbrot í tölvuna hafi átt sér stað. Þá kom í svari Ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis að innbrot í tölvu Sigmundar hafi ekki verið tilkynnt til embættisins. Í samtali við Reykjavík síðdegis í gær sagði Sigmundur að hann hafi ekki tilkynnt innbrotið til lögreglu því hann vissi af möguleikanum á tölvuinnbroti. „Nei, ég gerði það nú ekki. Enda er maður ýmsu vanur úr pólitíkinni og hafði fengið þau ráð, ekki bara út af þessum stóru ráðum sem við var að eiga heldur almennt og gera ráð fyrir því, ráðherrar og jafnvel þingmenn, að allt sem við settum í tölvupóst væri lesið. Að einhverjir gætu séð það,“ sagði Sigmundur. Þá útskýrði hann hvernig það hefði verið tilkomið að hann tilkynnt grun um mögulegt tölvuinnbrot til Rekstrarfélagsins sem sér um tölvuöryggismál Stjórnarráðsins. „Mér barst póstur sem var látinn líta úr fyrir að hafa komið frá manni sem ég þekkti sem hafði svo ekki sent póstinn og í ljós kom að viðhengið sem var í honum var svona njósnaforrit til þess að fara inn í tölvu. Þetta kom í ljós eftir að ég fékk tæknimenn úr ráðuneytinu, eða rekstrarfélagi stjórnarráðsins, til þess að skoða tölvuna. Það er auðvitað ekkert hægt að átta sig á því hversu miklum upplýsingum viðkomandi hafði náð. Þeir sögðu mér bara að það eina örugga, fyrst þetta væri svona, væri að skipta um harða diskinn í tölvunni.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00 Telur yfirvöld þurfa að bregðast við yfirlýsingu Sigmundar um tölvubrot Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hefði verið inn í tölvu hans þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra. 12. september 2016 15:38 Anna Sigurlaug segir Guðna hundsa eigin heilræði „Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag,“ segir eiginkona forsætisráðherra. 13. september 2016 09:55 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00
Telur yfirvöld þurfa að bregðast við yfirlýsingu Sigmundar um tölvubrot Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hefði verið inn í tölvu hans þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra. 12. september 2016 15:38
Anna Sigurlaug segir Guðna hundsa eigin heilræði „Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag,“ segir eiginkona forsætisráðherra. 13. september 2016 09:55
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent