Íslenski boltinn

Vinstri bakverðirnir á skotskónum í Kórnum | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
HK náði loks í stig eftir þrjá tapleiki í röð þegar Haukar komu í heimsókn í Kórinn í lokaleik 20. umferð Inkasso-deildarinnar í kvöld. Leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli.

HK byrjaði leikinn af miklu krafti og komst yfir á 17. mínútu þegar Leifur Andri Leifsson skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu.

Haukar komust betur inn í leikinn eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og á markamínútunni, þeirri fertugustuogþriðju, jafnaði Aran Nganpanya metin með laglegu marki. Vinstri bakverðir liðanna því báðir búnir að skora.

Hvorugu liðinu tókst að bæta við mörkum í seinni hálfleik og þau sættust því á skiptan hlut.

HK er í mikilli fallhættu en liðið er með 19 stig í 10. sæti, tveimur stigum á undan Fjarðabyggð sem er í því ellefta. HK á eftir að leika við Leikni F. og Hugin í síðustu tveimur umferðunum.

Haukar sigla lygnan sjó í 6. sæti deildarinnar.

Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×