Albert skoraði tvö í fyrsta leiknum fyrir Fiorentina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2024 12:27 Albert Guðmundsson fagnar fyrra marki sínu gegn Lazio. getty/Andrea Martini Íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson var ekki lengi að láta að sér kveða í fyrsta leik sínum fyrir Fiorentina. Hann skoraði bæði mörk liðsins úr vítaspyrnum í 2-1 sigri gegn Lazio í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Albert var lánaður til Fiorentina frá Genoa um miðjan ágúst. Vegna meiðsla varð talsverð bið á því að hann þreytti frumraun sína með liðinu. Albert var í leikmannahópi Fiorentina þegar liðið tók á móti Lazio í dag. Hann byrjaði á bekknum en kom inn á sem varamaður í hálfleik ásamt Luca Ranieri. Lazio leiddi í hálfleik en Mario Gila kom liðinu yfir á 41. mínútu. Í upphafi seinni hálfleiks braut Matteo Guendouzi á Alberti innan vítateigs og vítaspyrna var dæmd. Albert fór sjálfur á punktinn og skoraði framhjá Ivan Provedel í marki Lazio. A Gud start.#FiorentinaLazio 1-1 | 50' pic.twitter.com/DmcvD2Ow5i— ACF Fiorentina English (@ACFFiorentinaEN) September 22, 2024 Á lokamínútu leiksins fékk Fiorentina aðra vítaspyrnu. Aftur steig Albert á punktinn og aftur skoraði hann og tryggði þeim fjólubláu sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Lokatölur á Stadio Artemio Franchi í Flórens, 2-1, Fiorentina í vil. ALBERT AGAIN! pic.twitter.com/sKQPp3Alqt— ACF Fiorentina English (@ACFFiorentinaEN) September 22, 2024 Albert hefur nú skorað sextán mörk í ítölsku úrvalsdeildinni frá byrjun síðasta tímabils. Hann skoraði fjórtán deildarmörk fyrir Genoa í fyrra. Mörkin úr leik Fiorentina og Lazio má sjá hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=90z4mSYHOzI">watch on YouTube</a> Með sigrinum komst Fiorentina upp í 10. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar. Liðið er með sex stig eftir fimm leiki en það hafði ekki unnið sigur í vetur fyrir leikinn í dag. Lazio er með sjö stig í 7. sætinu. Ítalski boltinn
Íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson var ekki lengi að láta að sér kveða í fyrsta leik sínum fyrir Fiorentina. Hann skoraði bæði mörk liðsins úr vítaspyrnum í 2-1 sigri gegn Lazio í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Albert var lánaður til Fiorentina frá Genoa um miðjan ágúst. Vegna meiðsla varð talsverð bið á því að hann þreytti frumraun sína með liðinu. Albert var í leikmannahópi Fiorentina þegar liðið tók á móti Lazio í dag. Hann byrjaði á bekknum en kom inn á sem varamaður í hálfleik ásamt Luca Ranieri. Lazio leiddi í hálfleik en Mario Gila kom liðinu yfir á 41. mínútu. Í upphafi seinni hálfleiks braut Matteo Guendouzi á Alberti innan vítateigs og vítaspyrna var dæmd. Albert fór sjálfur á punktinn og skoraði framhjá Ivan Provedel í marki Lazio. A Gud start.#FiorentinaLazio 1-1 | 50' pic.twitter.com/DmcvD2Ow5i— ACF Fiorentina English (@ACFFiorentinaEN) September 22, 2024 Á lokamínútu leiksins fékk Fiorentina aðra vítaspyrnu. Aftur steig Albert á punktinn og aftur skoraði hann og tryggði þeim fjólubláu sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Lokatölur á Stadio Artemio Franchi í Flórens, 2-1, Fiorentina í vil. ALBERT AGAIN! pic.twitter.com/sKQPp3Alqt— ACF Fiorentina English (@ACFFiorentinaEN) September 22, 2024 Albert hefur nú skorað sextán mörk í ítölsku úrvalsdeildinni frá byrjun síðasta tímabils. Hann skoraði fjórtán deildarmörk fyrir Genoa í fyrra. Mörkin úr leik Fiorentina og Lazio má sjá hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=90z4mSYHOzI">watch on YouTube</a> Með sigrinum komst Fiorentina upp í 10. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar. Liðið er með sex stig eftir fimm leiki en það hafði ekki unnið sigur í vetur fyrir leikinn í dag. Lazio er með sjö stig í 7. sætinu.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti