Telur yfirvöld þurfa að bregðast við yfirlýsingu Sigmundar um tölvubrot Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. september 2016 15:38 Róbert Marshall Vísir/gva Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, gerði yfirlýsingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrum forsætisráðherra, af haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að efni fyrirspurnar sinnar til utanríkisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Róbert benti á að Sigmundur Davíð hafi orðrétt sagt „ég veit að það var brotist inn í tölvuna hjá mér.“ Vísir greindi frá því fyrr í dag að embætti ríkislögreglustjóra hafi ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra. „Og þá veltir maður fyrir sér hvaða fer í gang þegar upplýsist um slík tíðindi. Nú heyra þjoðaröryggismál undir utanríkisráðherra. Það hlýtur einhver rannsókna að fara í gang þegar um slíkt mál er að ræða,“ sagði Róbert í fyrirspurn sinni. Róbert sagði að fyrirspurnin kæmi til vegna þess að hann hefði á tilfinningunni að stjórnvöld tækju yfirlýsingu Sigmundar Davíðs frekar kæruleysislega. „Ég geri það ekki. Það er alvarlegt ef hægt er að brjótast inn í tölvu forsætisráðherra,“ sagði Róbert. Þá spurði hann einnig hver hefði brotist inn í tölvu Sigmundar, hvenær það hefði verið gert og hvaða rannsókn sé í gangi til að tryggja að slíkt endurtaki sig ekki. Þá vildi hann einnig vita hvaða upplýsingar hafi verið í tölvu Sigmundar þegar innbrotið átti sér stað. Róbert benti á að slík atvik hafa valdið miklum usla víðs vegar um heiminn og tók sem dæmi tölvupóstsendingar Hillary Clinton þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem töldust til þjóðaröryggismála. „Menn hljóta að spyrja eftir svörum þegar slíkar yfirlýsingar eru gerðar. Og kannast ráðherrann við að henni sé veitt eftirför eða reynt sé að brjótast inn í tölvuna hennar?“ sagði Róbert jafnframt. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra sagði í svari sínu afskaplega mikilvægt að skoða málin þegar um slíka hluti væri að ræða. Hún sagði að farið yrði yfir málið og að þau stjórnvöld sem bæru ábyrgð á því myndu gera það. Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03 Ríkislögreglustjóra ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. 12. september 2016 14:43 Miðstjórn Framsóknarflokksins fundar á Akureyri í dag Dagsetning flokksþings ákveðin á fundinum. 10. september 2016 11:37 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, gerði yfirlýsingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrum forsætisráðherra, af haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að efni fyrirspurnar sinnar til utanríkisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Róbert benti á að Sigmundur Davíð hafi orðrétt sagt „ég veit að það var brotist inn í tölvuna hjá mér.“ Vísir greindi frá því fyrr í dag að embætti ríkislögreglustjóra hafi ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra. „Og þá veltir maður fyrir sér hvaða fer í gang þegar upplýsist um slík tíðindi. Nú heyra þjoðaröryggismál undir utanríkisráðherra. Það hlýtur einhver rannsókna að fara í gang þegar um slíkt mál er að ræða,“ sagði Róbert í fyrirspurn sinni. Róbert sagði að fyrirspurnin kæmi til vegna þess að hann hefði á tilfinningunni að stjórnvöld tækju yfirlýsingu Sigmundar Davíðs frekar kæruleysislega. „Ég geri það ekki. Það er alvarlegt ef hægt er að brjótast inn í tölvu forsætisráðherra,“ sagði Róbert. Þá spurði hann einnig hver hefði brotist inn í tölvu Sigmundar, hvenær það hefði verið gert og hvaða rannsókn sé í gangi til að tryggja að slíkt endurtaki sig ekki. Þá vildi hann einnig vita hvaða upplýsingar hafi verið í tölvu Sigmundar þegar innbrotið átti sér stað. Róbert benti á að slík atvik hafa valdið miklum usla víðs vegar um heiminn og tók sem dæmi tölvupóstsendingar Hillary Clinton þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem töldust til þjóðaröryggismála. „Menn hljóta að spyrja eftir svörum þegar slíkar yfirlýsingar eru gerðar. Og kannast ráðherrann við að henni sé veitt eftirför eða reynt sé að brjótast inn í tölvuna hennar?“ sagði Róbert jafnframt. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra sagði í svari sínu afskaplega mikilvægt að skoða málin þegar um slíka hluti væri að ræða. Hún sagði að farið yrði yfir málið og að þau stjórnvöld sem bæru ábyrgð á því myndu gera það.
Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03 Ríkislögreglustjóra ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. 12. september 2016 14:43 Miðstjórn Framsóknarflokksins fundar á Akureyri í dag Dagsetning flokksþings ákveðin á fundinum. 10. september 2016 11:37 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03
Ríkislögreglustjóra ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. 12. september 2016 14:43
Miðstjórn Framsóknarflokksins fundar á Akureyri í dag Dagsetning flokksþings ákveðin á fundinum. 10. september 2016 11:37