Vinalýðræði Magnús Guðmundsson skrifar 12. september 2016 07:00 Það hefur verið raunalegt að fylgjast með prófkjörum nokkurra stjórnmálaflokka fyrir komandi alþingiskosningar. Hver höndin virðist vera upp á móti annarri, með tilheyrandi ásökunum um smölun, óeðlilegan þrýsting flokksleiðtoga og jafnvel atkvæðakaup sem greitt er fyrir með ríkisborgararétti í krafti pólitísks valds. En í framhaldinu eru svo allir listar sagðir, af sigurvegurunum, vera sérdeilis sterkir, lýðræðislegir og sigurstranglegir. Jafnvel þó sumir séu fádæma einsleitir, aðrir ótrúverðugir sökum þungra ásakana og þannig mætti áfram telja. Þetta ber lýðræðinu hvorki fagurt vitni né gefur kjósendum fögur fyrirheit um það sem koma skal með haustinu. Þvert á móti. Fólk sem stendur utan við virkt starf í stjórnmálaflokkum þekkir þennan prófkjörstíma stjórnmálaflokkanna ekki af góðu. Strax þegar skriðið er inn á kosningaaldur hefst sókn í atkvæði til þess að hafa áhrif innan flokka sem viðkomandi á jafnvel bæði leynt og ljóst ekki hina minnstu samleið með. Viðkomandi atkvæði er ýmist lofað að ekki þurfi að ganga í flokkinn eða að það sé lítið mál að segja sig úr honum aftur. Því fylgir oftar en ekki loforð um að það þurfi ekkert að styðja flokkinn í kosningum en mikilvægt sé þó að koma að rétta kunningjanum, frændanum eða frænkunni. Og þá til hvers? Til þess að vinna af einurð að málefnum sem viðkomandi atkvæði er ekki einu sinni sammála? Við hljótum að hafa áhyggjur af því að þetta sé ekki lýðræðislegri þróun og þroska til framdráttar, en hafi meira að gera með persónulega hagsmuni og framaþrá einstaklinga. Stjórnmálaflokkar eru vonandi stofnaðir utan um sameiginlegar hugsjónir og samfélagslega framtíðarsýn einstaklinga. Stofnaðir til þess að koma góðum verkum til leiðar fyrir samfélagið í heild sinni. Því er meira en æskilegt að fulltrúar þeirra nái sem allra best utan um þessa heild. Séu af báðum kynjum, með ólíkan bakgrunn, menntun og á breiðu aldursbili því við tilheyrum mismunandi hagsmunahópum eftir aldri, menntun, stétt og stöðu. Prófkjör hafa ekki reynst vel í þessu tilliti. Enda bjóða þau þeirri hættu heim að þeir sem stærstan eiga frændgarðinn, flesta vinina og jafnvel mesta peninginn njóti umtalsverðs forskots. Njóti forskots á t.d. konur, einstæðinga, innflytjendur og aðra minnihlutahópa sem þó hafa tekið virkan þátt í starfi og stefnumótun viðkomandi stjórnmálaflokks og eru um margt hæfari en til að mynda vinmargir lukkuriddarar. Stjórnmálaflokkarnir sem standa í prófkjörsbrölti þessa dagana geta tæpast verið sælir með hvernig þetta er að ganga fyrir sig. Og hvað sem líður glaðbeittum yfirlýsingum flokksleiðtoga í fjölmiðlum á næstunni, það þykir mikilvægt í pólitík að sýna engin veikleikamerki, þá hlýtur fólkið sem í raun og veru ber uppi starf þessara flokka að taka þessi ósköp til endurskoðunar. Að setja sér það markmið að viðkomandi flokkur bjóði fram í hvert eitt sinn, á hverjum stað fyrir sig, fjölbreytta lista þeirra hæfustu og bestu fremur en þá valdamestu og vinaflestu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Magnús Guðmundsson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Það hefur verið raunalegt að fylgjast með prófkjörum nokkurra stjórnmálaflokka fyrir komandi alþingiskosningar. Hver höndin virðist vera upp á móti annarri, með tilheyrandi ásökunum um smölun, óeðlilegan þrýsting flokksleiðtoga og jafnvel atkvæðakaup sem greitt er fyrir með ríkisborgararétti í krafti pólitísks valds. En í framhaldinu eru svo allir listar sagðir, af sigurvegurunum, vera sérdeilis sterkir, lýðræðislegir og sigurstranglegir. Jafnvel þó sumir séu fádæma einsleitir, aðrir ótrúverðugir sökum þungra ásakana og þannig mætti áfram telja. Þetta ber lýðræðinu hvorki fagurt vitni né gefur kjósendum fögur fyrirheit um það sem koma skal með haustinu. Þvert á móti. Fólk sem stendur utan við virkt starf í stjórnmálaflokkum þekkir þennan prófkjörstíma stjórnmálaflokkanna ekki af góðu. Strax þegar skriðið er inn á kosningaaldur hefst sókn í atkvæði til þess að hafa áhrif innan flokka sem viðkomandi á jafnvel bæði leynt og ljóst ekki hina minnstu samleið með. Viðkomandi atkvæði er ýmist lofað að ekki þurfi að ganga í flokkinn eða að það sé lítið mál að segja sig úr honum aftur. Því fylgir oftar en ekki loforð um að það þurfi ekkert að styðja flokkinn í kosningum en mikilvægt sé þó að koma að rétta kunningjanum, frændanum eða frænkunni. Og þá til hvers? Til þess að vinna af einurð að málefnum sem viðkomandi atkvæði er ekki einu sinni sammála? Við hljótum að hafa áhyggjur af því að þetta sé ekki lýðræðislegri þróun og þroska til framdráttar, en hafi meira að gera með persónulega hagsmuni og framaþrá einstaklinga. Stjórnmálaflokkar eru vonandi stofnaðir utan um sameiginlegar hugsjónir og samfélagslega framtíðarsýn einstaklinga. Stofnaðir til þess að koma góðum verkum til leiðar fyrir samfélagið í heild sinni. Því er meira en æskilegt að fulltrúar þeirra nái sem allra best utan um þessa heild. Séu af báðum kynjum, með ólíkan bakgrunn, menntun og á breiðu aldursbili því við tilheyrum mismunandi hagsmunahópum eftir aldri, menntun, stétt og stöðu. Prófkjör hafa ekki reynst vel í þessu tilliti. Enda bjóða þau þeirri hættu heim að þeir sem stærstan eiga frændgarðinn, flesta vinina og jafnvel mesta peninginn njóti umtalsverðs forskots. Njóti forskots á t.d. konur, einstæðinga, innflytjendur og aðra minnihlutahópa sem þó hafa tekið virkan þátt í starfi og stefnumótun viðkomandi stjórnmálaflokks og eru um margt hæfari en til að mynda vinmargir lukkuriddarar. Stjórnmálaflokkarnir sem standa í prófkjörsbrölti þessa dagana geta tæpast verið sælir með hvernig þetta er að ganga fyrir sig. Og hvað sem líður glaðbeittum yfirlýsingum flokksleiðtoga í fjölmiðlum á næstunni, það þykir mikilvægt í pólitík að sýna engin veikleikamerki, þá hlýtur fólkið sem í raun og veru ber uppi starf þessara flokka að taka þessi ósköp til endurskoðunar. Að setja sér það markmið að viðkomandi flokkur bjóði fram í hvert eitt sinn, á hverjum stað fyrir sig, fjölbreytta lista þeirra hæfustu og bestu fremur en þá valdamestu og vinaflestu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. september.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun