Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. september 2016 10:31 Vilhjálmur Bjarnason er hér lengst til vinstri en myndin er tekin í Valhöll í gær áður en fyrstu tölur úr prófkjörinu í Suðvesturkjördæmi voru lesnar upp. Vísir/Friðrik Þór Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. Hann getur þó ekkert sagt um það hvort það komi til greina að færa konu ofar á listann þó hann útiloki ekki að það verði gert. „Ég útiloka ekki neitt en það er ekki mitt að taka þá ákvörðun. Þetta er ekki bindandi kosning en ég segi einfaldlega til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á? Það er annað og erfiðara mál,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/GVAKonur biðu afhroð Aðspurður hvort ekki væri erfitt fyrir flokkinn að fara inn í kosningar með fjóra karlmenn í fjórum efstu sætunum segir Vilhjálmur: „Ég ætla ekkert að segja til um það en til hvers að halda prófkjör ef menn eru ósáttir við niðurstöðuna og breyta henni þá?“ Það má segja að konur í Sjálfstæðisflokknum hafi beðið afhroð í prófkjörum flokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi í gær. Þannig skipa karlar þrjú efstu sæti flokksins í Suðurkjördæmi en Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar-og viðskiptaráðherra sem leitt hefur listann endaði í fjórða sæti og þingmaðurinn Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður hafnaði í fimmta sæti.Mikill fögnuður var á kosningaskrifstofu Páls Magnússonar á Heimaey í nótt.Mynd/Håkon Broder LundSjálfstæðiskonur ósáttar Páll Magnússon fjölmiðlamaður leiðir lista flokksins í Suðurkjördæmi og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í Suðvesturkjördæmi. Kosningin er ekki bindandi og því geta kjördæmisráð flokksins breytt uppröðun á listunum og fært konur ofar. Hvort það verði gert liggur ekki fyrir en ljóst er að Sjálfstæðiskonur eru afar ósáttar við stöðuna. Þannig harmaði framkvæmdastjórn Landsambands sjálfstæðiskvenna harmar niðurstöðu prófkjörsins Suðvesturkjördæmi í tilkynningu sem stjórnin sendi frá sér í gærkvöldi eftir að niðurstaðan lá fyrir. „Til að tefla fram sigurstranglegum lista verður kynjahlutfall að vera jafnara en nú er. Konum hefur með þessari niðurstöðu verið hafnað í Suðvesturkjördæmi. Það er ekki einungis slæmt fyrir konur, heldur fyrir flokkinn allan og kemur til með koma niður á fylgi flokksins í komandi kosningum,“ sagði í tilkynningunni.Uppfært klukkan 12:05Páll Magnússon, sem hafnaði í fyrsta sæti listans í Suðurkjördæmi, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að varhugavert væri að gera breytingar á lýðræðislega kjörnum lista. Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur ósáttar við ósýnileika og vilja breytingar Skorað er á kjördæmisráð flokksins í suðvesturkjördæminu að samþykkja ekki listann óbreyttan. 10. september 2016 22:33 Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. Hann getur þó ekkert sagt um það hvort það komi til greina að færa konu ofar á listann þó hann útiloki ekki að það verði gert. „Ég útiloka ekki neitt en það er ekki mitt að taka þá ákvörðun. Þetta er ekki bindandi kosning en ég segi einfaldlega til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á? Það er annað og erfiðara mál,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/GVAKonur biðu afhroð Aðspurður hvort ekki væri erfitt fyrir flokkinn að fara inn í kosningar með fjóra karlmenn í fjórum efstu sætunum segir Vilhjálmur: „Ég ætla ekkert að segja til um það en til hvers að halda prófkjör ef menn eru ósáttir við niðurstöðuna og breyta henni þá?“ Það má segja að konur í Sjálfstæðisflokknum hafi beðið afhroð í prófkjörum flokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi í gær. Þannig skipa karlar þrjú efstu sæti flokksins í Suðurkjördæmi en Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar-og viðskiptaráðherra sem leitt hefur listann endaði í fjórða sæti og þingmaðurinn Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður hafnaði í fimmta sæti.Mikill fögnuður var á kosningaskrifstofu Páls Magnússonar á Heimaey í nótt.Mynd/Håkon Broder LundSjálfstæðiskonur ósáttar Páll Magnússon fjölmiðlamaður leiðir lista flokksins í Suðurkjördæmi og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í Suðvesturkjördæmi. Kosningin er ekki bindandi og því geta kjördæmisráð flokksins breytt uppröðun á listunum og fært konur ofar. Hvort það verði gert liggur ekki fyrir en ljóst er að Sjálfstæðiskonur eru afar ósáttar við stöðuna. Þannig harmaði framkvæmdastjórn Landsambands sjálfstæðiskvenna harmar niðurstöðu prófkjörsins Suðvesturkjördæmi í tilkynningu sem stjórnin sendi frá sér í gærkvöldi eftir að niðurstaðan lá fyrir. „Til að tefla fram sigurstranglegum lista verður kynjahlutfall að vera jafnara en nú er. Konum hefur með þessari niðurstöðu verið hafnað í Suðvesturkjördæmi. Það er ekki einungis slæmt fyrir konur, heldur fyrir flokkinn allan og kemur til með koma niður á fylgi flokksins í komandi kosningum,“ sagði í tilkynningunni.Uppfært klukkan 12:05Páll Magnússon, sem hafnaði í fyrsta sæti listans í Suðurkjördæmi, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að varhugavert væri að gera breytingar á lýðræðislega kjörnum lista.
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur ósáttar við ósýnileika og vilja breytingar Skorað er á kjördæmisráð flokksins í suðvesturkjördæminu að samþykkja ekki listann óbreyttan. 10. september 2016 22:33 Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Sjálfstæðiskonur ósáttar við ósýnileika og vilja breytingar Skorað er á kjördæmisráð flokksins í suðvesturkjördæminu að samþykkja ekki listann óbreyttan. 10. september 2016 22:33
Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31