Sjálfstæðismenn í basli með tölurnar í Suðurkjördæmi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2016 23:38 Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra berst við Pál Magnússon um fyrsta sætið í kjördæminu. Vísir/Anton Brink Útlit er fyrir að fyrstu tölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi birtist ekki fyrr en í fyrsta lagi á miðnætti. Talning fer fram á Selfossi og hefur gengið illa sé miðað við upplýsingar frá flokknum í kvöld. Beðið er eftir fyrstu tölum með töluverðri eftirvæntingu þar sem Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, etja kappi. Talning fer fram á Selfossi fyrir Suðurkjördæmi. Því miður getum við ekki birt fyrstu tölur fyrr en á miðnætti.— Sjálfstæðisflokkur (@sjalfstaedisfl) September 10, 2016 Kjörstaðir í Suðurkjördæmi lokuðu klukkan 18 eins og í Suðvesturkjördæmi þar sem úrslit eru ljós. Mikið hefur verið fjallað um úrslitin þar sem Bjarni Benediktsson hlaut yfirburðarkosningu en engin kona náði inn á lista efstu fjögurra. Fyrstu tölur í Suðvesturkjördæmi voru birtar í kvöldfréttum RÚV klukkan 19 en tilkynnt að von væri á tölum úr suðrinu síðar í kvöld. Í framhaldinu hrundi vefur flokksins, XD.is, og tilkynnt að tölur úr Suðurkjördæmi kæmu ekki strax.Á ellefta tímanum var svo tilkynnt að fyrstu tölur í kjördæminu myndu birtast klukkan 23. Nú er hins vegar ljóst, af nýjustu tilkynningu Sjálfstæðismanna á Twitter, að fyrstu tölur koma ekki fyrr en á miðnætti. Ekki liggur fyrir hvers vegna svo mikil töf hefur orðið á talningu en ekki náðist í Þórð Þórarinsson, framkvæmdastjóra flokksins, við vinnslu fréttarinnar. Sjálfstæðismenn hafa húmor fyrir töfinni eins og sjá má á þeirra nýjasta tísti.pic.twitter.com/9KXAKtj1QI— Sjálfstæðisflokkur (@sjalfstaedisfl) September 10, 2016 Fólk er virkilega farið að lengja eftir tölum úr Suðurkjördæmi.@sjalfstaedisfl Nokkrar mínútur.— Sjálfstæðisflokkur (@sjalfstaedisfl) September 11, 2016 Uppfært klukkan 01:15Fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi voru birtar um klukkan hálf eitt. Páll Magnússon hefur nokkuð öruggt forskot í fyrsta sæti. Stuðningsmenn hans fagna í Eyjum eins og lesa má nánar um hér. Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti, Vilhjálmur Árnason í því þriðja og Ragnheiður Elín fjórða. Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur ósáttar við ósýnileika og vilja breytingar Skorað er á kjördæmisráð flokksins í suðvesturkjördæminu að samþykkja ekki listann óbreyttan. 10. september 2016 22:33 Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
Útlit er fyrir að fyrstu tölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi birtist ekki fyrr en í fyrsta lagi á miðnætti. Talning fer fram á Selfossi og hefur gengið illa sé miðað við upplýsingar frá flokknum í kvöld. Beðið er eftir fyrstu tölum með töluverðri eftirvæntingu þar sem Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, etja kappi. Talning fer fram á Selfossi fyrir Suðurkjördæmi. Því miður getum við ekki birt fyrstu tölur fyrr en á miðnætti.— Sjálfstæðisflokkur (@sjalfstaedisfl) September 10, 2016 Kjörstaðir í Suðurkjördæmi lokuðu klukkan 18 eins og í Suðvesturkjördæmi þar sem úrslit eru ljós. Mikið hefur verið fjallað um úrslitin þar sem Bjarni Benediktsson hlaut yfirburðarkosningu en engin kona náði inn á lista efstu fjögurra. Fyrstu tölur í Suðvesturkjördæmi voru birtar í kvöldfréttum RÚV klukkan 19 en tilkynnt að von væri á tölum úr suðrinu síðar í kvöld. Í framhaldinu hrundi vefur flokksins, XD.is, og tilkynnt að tölur úr Suðurkjördæmi kæmu ekki strax.Á ellefta tímanum var svo tilkynnt að fyrstu tölur í kjördæminu myndu birtast klukkan 23. Nú er hins vegar ljóst, af nýjustu tilkynningu Sjálfstæðismanna á Twitter, að fyrstu tölur koma ekki fyrr en á miðnætti. Ekki liggur fyrir hvers vegna svo mikil töf hefur orðið á talningu en ekki náðist í Þórð Þórarinsson, framkvæmdastjóra flokksins, við vinnslu fréttarinnar. Sjálfstæðismenn hafa húmor fyrir töfinni eins og sjá má á þeirra nýjasta tísti.pic.twitter.com/9KXAKtj1QI— Sjálfstæðisflokkur (@sjalfstaedisfl) September 10, 2016 Fólk er virkilega farið að lengja eftir tölum úr Suðurkjördæmi.@sjalfstaedisfl Nokkrar mínútur.— Sjálfstæðisflokkur (@sjalfstaedisfl) September 11, 2016 Uppfært klukkan 01:15Fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi voru birtar um klukkan hálf eitt. Páll Magnússon hefur nokkuð öruggt forskot í fyrsta sæti. Stuðningsmenn hans fagna í Eyjum eins og lesa má nánar um hér. Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti, Vilhjálmur Árnason í því þriðja og Ragnheiður Elín fjórða.
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur ósáttar við ósýnileika og vilja breytingar Skorað er á kjördæmisráð flokksins í suðvesturkjördæminu að samþykkja ekki listann óbreyttan. 10. september 2016 22:33 Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
Sjálfstæðiskonur ósáttar við ósýnileika og vilja breytingar Skorað er á kjördæmisráð flokksins í suðvesturkjördæminu að samþykkja ekki listann óbreyttan. 10. september 2016 22:33
Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31