Lokaniðurstöður liggja fyrir í prófkjöri Samfylkingarinnar í norðvestur kjördæmi.
Samkvæmt heimildum Vísis sigraði Guðjón Brjánsson og leiðir því listann þar. Í öðru sæti var Inga Björk Bjarnardóttir en Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingkona hafnaði í þriðja sæti.
