Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Birgir Örn Steinarsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 10. september 2016 19:31 Bjarni var upptekinn í símanum sínum rétt áður en fyrstu tölur voru kynntar. Vísir/Friðrik Þór Fjögur efstu sætin á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi verða skipuð karlmönnum. Elín Hirst komst ekki á lista sex efstu og Bjarni Benediktsson mun leiða lista flokksins í kjördæminu. Þetta er ljóst eftir að lokatölur í prófkjörinu hafa verið birtar.1. sæti Bjarni Benediktsson með 2479 atkvæði2. sæti Jón Gunnarsson með 1110 atkvæði í 1.-2. sæti3. sæti Óli Björn Kárason 1230 atkvæði í 1.-3. sæti4. sæti Vilhjálmur Bjarnason 968 atkvæði í 1.-4. sæti5. sæti Bryndís Haraldsdóttir 1096 atkvæði í 1.-6. sæti6. sæti Karen Elísabet Halldórsdóttir 1266 atkvæði í 1.-5. sæti Alls kusu 3154 einstaklingar í prófkjörinu. Framan stefndi í að Karen Elísabet yrði í fimmta sæti listans en Bryndís Haraldsdóttir skaust upp fyrir hana þegar lokatölur voru birtar. Sú staðreynd að karlar skipi fjögur efstu sætin á listanum mun samkvæmt heimildum Vísis leiða til þess að kjörnefnd grípi inn í og breyti röðun á listanum.Tekur niðurstöðunni með karlmennskuBjarni Benediktsson sagðist þakklátur fyrir stuðninginn en lýsti yfir vonbrigðum með það að kona væri ekki ofar á listanum. Hann sagðist hafa viljað sjá konu fylla í skarðið sem Ragnheiður Ríkharðsdóttir skildi eftir sig í kjördæminu en hún gefur ekki kost á sér til þingsetu. Fram hefur komið að Bjarni hvatti Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur til að gefa kost á sér í annað sætið. Þorgerður Katrín sagði sig hins vegar úr flokknum og gekk í raðir Viðreisnar þar sem hún verður í framboði í Kraganum. Þingmaðurinn Elín Hirst sem nær ekki sæti á listanum miðað við þessar tölur lýsti yfir miklum vonbrigðum en sagðist taka þeim með karlmennsku.„Ég hef reynt að leggja mig alla fram í mínu starfi en það er greinilega ekki það sem kjósendur vilja, mínar áherslur.“Fréttin var síðast uppfærð klukkan 22:15. Bryndís Haraldsdóttir skýst upp í 5. sætið.— Sjálfstæðisflokkur (@sjalfstaedisfl) September 10, 2016 Kosningar 2016 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Fjögur efstu sætin á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi verða skipuð karlmönnum. Elín Hirst komst ekki á lista sex efstu og Bjarni Benediktsson mun leiða lista flokksins í kjördæminu. Þetta er ljóst eftir að lokatölur í prófkjörinu hafa verið birtar.1. sæti Bjarni Benediktsson með 2479 atkvæði2. sæti Jón Gunnarsson með 1110 atkvæði í 1.-2. sæti3. sæti Óli Björn Kárason 1230 atkvæði í 1.-3. sæti4. sæti Vilhjálmur Bjarnason 968 atkvæði í 1.-4. sæti5. sæti Bryndís Haraldsdóttir 1096 atkvæði í 1.-6. sæti6. sæti Karen Elísabet Halldórsdóttir 1266 atkvæði í 1.-5. sæti Alls kusu 3154 einstaklingar í prófkjörinu. Framan stefndi í að Karen Elísabet yrði í fimmta sæti listans en Bryndís Haraldsdóttir skaust upp fyrir hana þegar lokatölur voru birtar. Sú staðreynd að karlar skipi fjögur efstu sætin á listanum mun samkvæmt heimildum Vísis leiða til þess að kjörnefnd grípi inn í og breyti röðun á listanum.Tekur niðurstöðunni með karlmennskuBjarni Benediktsson sagðist þakklátur fyrir stuðninginn en lýsti yfir vonbrigðum með það að kona væri ekki ofar á listanum. Hann sagðist hafa viljað sjá konu fylla í skarðið sem Ragnheiður Ríkharðsdóttir skildi eftir sig í kjördæminu en hún gefur ekki kost á sér til þingsetu. Fram hefur komið að Bjarni hvatti Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur til að gefa kost á sér í annað sætið. Þorgerður Katrín sagði sig hins vegar úr flokknum og gekk í raðir Viðreisnar þar sem hún verður í framboði í Kraganum. Þingmaðurinn Elín Hirst sem nær ekki sæti á listanum miðað við þessar tölur lýsti yfir miklum vonbrigðum en sagðist taka þeim með karlmennsku.„Ég hef reynt að leggja mig alla fram í mínu starfi en það er greinilega ekki það sem kjósendur vilja, mínar áherslur.“Fréttin var síðast uppfærð klukkan 22:15. Bryndís Haraldsdóttir skýst upp í 5. sætið.— Sjálfstæðisflokkur (@sjalfstaedisfl) September 10, 2016
Kosningar 2016 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira