Íslenski boltinn

Keflvíkingar í engum vandræðum með Leikni F. | Tíu mínútna kafli gerði út um Fjarðarbyggð

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Lærisveinar Þorvaldar Örlygssonar voru á skotskónum í dag.
Lærisveinar Þorvaldar Örlygssonar voru á skotskónum í dag. vísir/stefán
Keflvíkingar fundu markaskónna í öruggum 4-0 sigri á Leikni F. á heimavelli í kvöld en með sigrinum lyftu Keflvíkingar sér aftur upp í 3. sætið.

Keflvíkingar sem voru aðeins með 1,35 mark í leik að meðaltali komust yfir snemma leiks en þrjú mörk á korteri í seinni hálfleik gerðu út um leikinn.

KA gekk langt með að tryggja sér efsta sætið með 4-1 sigri á Fjarðarbyggð en eftir að hafa lent undir snemma leiks settu Akureyringar í gír.

Þrjú mörk hjá KA á síðustu tíu mínútunum gerðu útslagið fyrir Fjarðarbyggð sem berst fyrir lífi sínu í Inkasso-deildinni þegar tvær umferðir eru eftir.

Þórsarar gerðu nágrönnum sínum greiða í 4-3 sigri á Grindavík sem er í 2. sæti deildarinnar en fyrir vikið er KA komið með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar.

Alexander Veigar Þórarinsson skoraði þrennu fyrir Grindvíkinga í leiknum en þrátt fyrir það náðu Akureyringar að knýja fram sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×