Sigmundur Davíð um kannanirnar: „Ekkert nýtt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji losna við mig“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 29. september 2016 12:06 Sigmundur Davíð fer bjartsýnn á Flokksþingið og inn í kosningar. Vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir ánægjulegt að sjá stuðning Framsóknarmanna við sig í tveimur könnunum sem birtust í dag vegna formannskosninganna sem fara fram á Flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Sigmundur Davíð sækist eftir áframhaldandi umboði til að leiða flokkinn en Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður flokksins býður sig fram gegn honum. Í báðum könnunum sem greint var frá í dag, annars vegar í Fréttablaðinu og hins vegar í Viðskiptablaðinu, nýtur Sigmundur Davíð meiri stuðnings á meðal Framsóknarmanna en Sigurður Ingi á meðal almennra kjósenda. „Það er auðvitað ánægjulegt að sjá þennan stuðning Framsóknarmanna en það er ekkert nýtt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji losna við mig ég færi nú fyrst að hafa áhyggjur ef það væri að breytast þannig hefur þetta alltaf verið og verður sjálfsagt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji einhvern annan en mig,“ segir Sigmundur í samtali við fréttastofu. Aðspurður hvort hann hafi ekki áhyggjur af því að leiðtogaslagurinn um helgina muni hafa slæm áhrif á stemninguna í flokknum segist Sigmundur vonast til þess að Flokksþingið nýtist til þess að þjappa hópnum saman. „Vonandi nýtist flokksþingið okkur bara til þess að þjappa hópnum saman og við mætum þá í kosningabaráttu sem öflugt samheldið lið með góða stefnu því grunnurinn sem búið er að byggja á þessu kjörtímabili er náttúrulega alveg frábær. Það tilhlökkunarefni að fara að byggja ofan á hann þannig að ég ætla nú að fara bjartsýnn í þetta flokksþing og þessar kosningar.“ Hann segist ekki hafa leitt hugann að því hvað taki við að loknu formannskjörinu fari svo að hann lúti í lægra haldi fyrir Sigurði Inga. Þá svarar hann því ekki hvort hann muni þá standa að baki nýjum formanni. „Ég er nú þegar í framboði í mínu kjördæmi. Ég hins vegar stefni bara að því núna að ná umboði á flokksþingi til þess að halda áfram sem formaður og reyni að leiða hugann ekkert alltof mikið að öðru í millitíðinni.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stuðningsmenn Sigurðar Inga ósáttir Ekki gert ráð fyrir Sigurði Inga í dagskrá Flokksþings. 29. september 2016 10:44 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir ánægjulegt að sjá stuðning Framsóknarmanna við sig í tveimur könnunum sem birtust í dag vegna formannskosninganna sem fara fram á Flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Sigmundur Davíð sækist eftir áframhaldandi umboði til að leiða flokkinn en Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður flokksins býður sig fram gegn honum. Í báðum könnunum sem greint var frá í dag, annars vegar í Fréttablaðinu og hins vegar í Viðskiptablaðinu, nýtur Sigmundur Davíð meiri stuðnings á meðal Framsóknarmanna en Sigurður Ingi á meðal almennra kjósenda. „Það er auðvitað ánægjulegt að sjá þennan stuðning Framsóknarmanna en það er ekkert nýtt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji losna við mig ég færi nú fyrst að hafa áhyggjur ef það væri að breytast þannig hefur þetta alltaf verið og verður sjálfsagt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji einhvern annan en mig,“ segir Sigmundur í samtali við fréttastofu. Aðspurður hvort hann hafi ekki áhyggjur af því að leiðtogaslagurinn um helgina muni hafa slæm áhrif á stemninguna í flokknum segist Sigmundur vonast til þess að Flokksþingið nýtist til þess að þjappa hópnum saman. „Vonandi nýtist flokksþingið okkur bara til þess að þjappa hópnum saman og við mætum þá í kosningabaráttu sem öflugt samheldið lið með góða stefnu því grunnurinn sem búið er að byggja á þessu kjörtímabili er náttúrulega alveg frábær. Það tilhlökkunarefni að fara að byggja ofan á hann þannig að ég ætla nú að fara bjartsýnn í þetta flokksþing og þessar kosningar.“ Hann segist ekki hafa leitt hugann að því hvað taki við að loknu formannskjörinu fari svo að hann lúti í lægra haldi fyrir Sigurði Inga. Þá svarar hann því ekki hvort hann muni þá standa að baki nýjum formanni. „Ég er nú þegar í framboði í mínu kjördæmi. Ég hins vegar stefni bara að því núna að ná umboði á flokksþingi til þess að halda áfram sem formaður og reyni að leiða hugann ekkert alltof mikið að öðru í millitíðinni.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stuðningsmenn Sigurðar Inga ósáttir Ekki gert ráð fyrir Sigurði Inga í dagskrá Flokksþings. 29. september 2016 10:44 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Sjá meira
Stuðningsmenn Sigurðar Inga ósáttir Ekki gert ráð fyrir Sigurði Inga í dagskrá Flokksþings. 29. september 2016 10:44