Erik Olson, fyrrverandi þjálfari FSu, hefur verið ráðinn þjálfari skoska körfuboltalandsliðsins til næstu tveggja ára.
Olson kom FSu upp í Domino's deildina vorið 2015 en liðið stoppaði stutt við þar og féll aftur niður í 1. deild í fyrra. Hann hefur einnig þjálfað í Ástralíu og heimalandinu, Bandaríkjunum.
Olson lék á sínum tíma með Falkirk Fury og þekkir því til körfuboltans í Skotlandi. Hann varð bikarmeistari með liðinu 2009.
Olson er ætlað að koma Skotum á Samveldisleikana 2018. Hann mun vinna náið með Glasgow Rocks, eina atvinnumannaliðinu í Skotlandi, og hefur einnig verið falið það verkefni að finna leikmenn í Skotlandi sem geta spilað fyrir landsliðið.
Fyrrverandi þjálfari FSu ráðinn landsliðsþjálfari Skota
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum
Enski boltinn

Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi
Enski boltinn


Lehmann færir sig um set á Ítalíu
Fótbolti



