Börsungar lentu undir, 1-0, þegar Thorgan Hazard, litli bróðir Edens, kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik en þýska liðið var yfir í hálfleik.
Arda Turan jafnaði metin fyrir Barcelona á 65. mínútu og Gerard Pique skoraði sigurmarkið eftir mistök markvarðar Gladbach sextán mínútum fyrir leikslok. Lokatölur, 2-1.
Napli tók Benfica í kennslustund, 4-2, þar sem Dries Mertens skoraði tvö mörk en Dynamo Kiev náði stigi af Besiktas í Tyrklandi.
FC Rostov náði í sitt fyrsta stig með 2-2 jafntefli gegn PSV en hollenska liðið fór illa að ráði sínu. Það hefði getað unnið leikinn en brenndi af vítaspyrnu í stöðunni 2-2.
Neðst í fréttinni má sjá mörkin sem Barcelona skoraði í kvöld.
Úrslit kvöldsins:
A-RIÐILL:
Arsenal - Basel 2-0
1-0 Theo Walcott (7.), 2-0 Theo Walcott (26.).
Ludogorets - Paris Saint-Germain 1-3
1-0 Natanael (16.), 1-1 Blaise Matuidi (41.), 1-2 Edison Cavani (56.), 1-3 Edison Cavani (60.)
Staðan: PSG 4, Arsenal 4, Ludogorets 1, Basel 1.
B-RIÐILL
Besiktas - Dynamo Kiev 1-1
1-0 Ricardo Quaresma (29.), 1-1 Viktor Tsigankov (65.).
Napoli - Benfica 4-2
1-0 Marek Hamsik (20.), 2-0 Dries Mertens (51.), 3-0 Arkadiusz Milik (54.), 4-0 Dries Mertens (58.), 4-1 Goncalo Guedes (71.), 4-2 Eduardo Salvio (86.).
Staðan: Napoli 6, Besiktas 2, Dynamo Kiev 1, Benfica 1.
C-RIÐILL
Mönchengladbach - Barcelona 1-2
1-0 Thorgan Hazard (34.), 1-1 Arda Turan (65.), 1-2 Gerard Pique (74).
Celtic - Man. City 3-3
1-0 Moussa Dembélé (3.), 1-1 Fernandinho (12.), 2-1 Raheem Sterling (20., sm.), 2-2 Raheem Sterling (28.), 3-2 Moussa Dembélé (47.), 3-3 Nolito (55.)
Staðan: Barcelona 6, Man. City 4, Celtic 1, Mönchengladbach 0.
D-RIÐILL
Atlético - Bayern München 1-0
1-0 Yannick Carrasco (35.)
FC Rostov - PSV 2-2
1-0 Dmitry Poloz (9.), 1-1 Davy Proepper (14.), 2-1 Dmitry Poloz (38.), 2-2 Luuk de Jong (45.)
Staðan: Atlético 6, Bayern 3, PSV Eindhoven 1, Rostov 1.