Sigurður Ingi ekki viðstaddur fund forsætisráðherra Norðurlandanna Atli Ísleifsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 28. september 2016 09:07 Ragnhildur Arnljótsdóttir, Lars Lökke Rasmussen, Juha Sipilä, Erna Solberg og Stefan Löfven. mynd/twitter Sigurður Ingi Jóhannsson er ekki viðstaddur fund forsætisráðherra Norðurlandanna sem nú fer fram á Álandseyjum. Í hans stað situr Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins fundinn. Aðrir forsætisráðherrar Norðurlandanna, þau Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs og Lars Lökke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, eru mætt til fundarins en Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, býður til hans. Dagskrá ráðherranna í gær var óformleg þar sem þeir heimsóttu meðal annars hólmann Klobben í skerjagarðinum. Í dag munu ráðherrarnir ræða varnar-og öryggismál, innflytjendamál, útgöngu Bretlands úr ESB og norrænt samstarf. Eins og ítarlega hefur verið greint frá er nú mikil ólga innan Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi gegnir varaformennsku í flokknum en hann hefur nú boðið sig fram til formanns gegn sitjandi formanni Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Kosið verður um formanninn á flokksþingi Framsóknar sem fer fram um næstu helgi. Þá verður jafnframt kosið um varaformanninn en Eygló Harðardóttir félags-og húsnæðismálaráðherra og ritari flokksins hefur lýst því yfir að hún sækist eftir því embætti verði skipt um formann. Þá er Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra að íhuga framboð til varaformanns en hún styður Sigmund Davíð sem formann flokksins. Í dag lýsti svo Jón Björn Hákonarson yfir framboði til ritara en hann vill hvorki lýsa yfir stuðningi við Sigmund Davíð né Sigurð Inga. Hvorki náðist í Sigurð Inga við vinnslu fréttarinnar né aðstoðarmann hans til að óska eftir skýringum á fjarveru forsætisráðherra á fundinum á Álandseyjum. Þá náðist heldur ekki í upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar.Uppfært klukkan 09:52: Benedikt Sigurðsson aðstoðarmaður Sigurðar Inga segir í samtali við fréttastofu að meginástæða þess að forsætisráðherra sé fjarverandi á fundi ráðherranna sé sú að þinglok hafi átt að vera á morgun og að mörg stór mál liggi fyrir þar sem þurfi að klára. Því sé tímanum betur varið hér heima að klára þingið auk þess sem undirbúningur fyrir flokksþing Framsóknarflokksins standi nú yfir. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson er ekki viðstaddur fund forsætisráðherra Norðurlandanna sem nú fer fram á Álandseyjum. Í hans stað situr Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins fundinn. Aðrir forsætisráðherrar Norðurlandanna, þau Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs og Lars Lökke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, eru mætt til fundarins en Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, býður til hans. Dagskrá ráðherranna í gær var óformleg þar sem þeir heimsóttu meðal annars hólmann Klobben í skerjagarðinum. Í dag munu ráðherrarnir ræða varnar-og öryggismál, innflytjendamál, útgöngu Bretlands úr ESB og norrænt samstarf. Eins og ítarlega hefur verið greint frá er nú mikil ólga innan Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi gegnir varaformennsku í flokknum en hann hefur nú boðið sig fram til formanns gegn sitjandi formanni Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Kosið verður um formanninn á flokksþingi Framsóknar sem fer fram um næstu helgi. Þá verður jafnframt kosið um varaformanninn en Eygló Harðardóttir félags-og húsnæðismálaráðherra og ritari flokksins hefur lýst því yfir að hún sækist eftir því embætti verði skipt um formann. Þá er Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra að íhuga framboð til varaformanns en hún styður Sigmund Davíð sem formann flokksins. Í dag lýsti svo Jón Björn Hákonarson yfir framboði til ritara en hann vill hvorki lýsa yfir stuðningi við Sigmund Davíð né Sigurð Inga. Hvorki náðist í Sigurð Inga við vinnslu fréttarinnar né aðstoðarmann hans til að óska eftir skýringum á fjarveru forsætisráðherra á fundinum á Álandseyjum. Þá náðist heldur ekki í upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar.Uppfært klukkan 09:52: Benedikt Sigurðsson aðstoðarmaður Sigurðar Inga segir í samtali við fréttastofu að meginástæða þess að forsætisráðherra sé fjarverandi á fundi ráðherranna sé sú að þinglok hafi átt að vera á morgun og að mörg stór mál liggi fyrir þar sem þurfi að klára. Því sé tímanum betur varið hér heima að klára þingið auk þess sem undirbúningur fyrir flokksþing Framsóknarflokksins standi nú yfir.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12