Umræðan um íþróttamenn og bandaríska þjóðsönginn heldur áfram og nú eru menn byrjaðir að spá í NBA-deildinni.
Það var leikstjórnandi San Francisco 49ers, Colin Kaepernick, sem byrjaði á því að fara niður á hné meðan þjóðsöngurinn er leikinn. Það gerir hann til þess að mótmæla lögregluofbeldi í Bandaríkjunum og kúgun svartra.
Fjölmargir hafa fylgt í kjölfarið og umræðan er afar hávær.
Það styttist í að NBA-deildin hefjist og menn farnir að spá í hvort einhverjir ætli að mótmæla þar. Í NFL-deildinni er ekki skylda að standa í þjóðsöngnum en það er aftur á móti skylda í NBA.
Bæði LeBron James og Stephen Curry hafa verið spurðir út í málið og þeir ætla að standa.
„Það þýðir samt ekki að ég virði ekki og sé sammála því sem Kaepernick er að gera. Það hafa allir rétt á því að segja sína skoðun og Kaepernick er að mótmæla eins friðsælan hátt og ég hef séð mann mótmæla,“ sagði James.
Curry hrósaði einnig Kaepernick fyrir hugrekki í að halda nauðsynlegri umræðu á lofti.
James og Curry munu standa í þjóðsöngnum
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti


Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku
Íslenski boltinn


Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn




„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti