Þetta er jómfrúartímabil Leicester í Meistaradeildinni en liðið vann 0-3 útisigur á Club Brugge í fyrsta leik sínum í G-riðli.
Það verður mikið um dýrðir á King Power vellinum í kvöld og m.a. var gefin út vegleg leikskrá fyrir leikinn.
Það er s.s. ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að eigandi Leicester, Vichai Srivaddhanaprabha, er framan á leikskránni. Og það er engin smá mynd eins og sjá má hér að neðan. Tælendingurinn er bókstaflega í aðalhlutverki.
Leikur Leicester og Porto hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.