Markaveisla á Parken | Öll úrslit kvöldsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. september 2016 20:45 Leikmenn FCK voru í miklu stuði í kvöld og skoruðu fjögur gegn Club Brugge. vísir/getty Átta leikir fóru fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Aðeins þrjú mörk voru skoruð í E-riðli. Son Heung-Min tryggði Tottenham Hotspur 0-1 útisigur á CSKA Moskvu og í hinum leik riðilsins gerðu Monaco og Bayer Leverkusen 1-1 jafntefli á Stade Louis II. Mexíkóski framherjinn Javier Hernández kom Leverkusen yfir á 74. mínútu en pólski miðvörðurinn Kamil Glik jafnaði metin með frábæru skoti þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Monaco er með fjögur stig á toppi riðilsins, einu stigi meira en Tottenham og Leverkusen. CSKA Moskva rekur svo lestina með eitt stig. Sporting Lissabon, sem var hársbreidd frá því að vinna Real Madrid í 1. umferð riðlakeppninnar, vann 2-0 sigur á Legia Varsjá í F-riðli.Í hinum leik riðilsins gerðu Borussia Dortmund og Real Madrid 2-2 jafntefli í hörkuleik. Bæði lið eru með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. Leicester er með fullt hús stiga í G-riðli eftir 1-0 sigur á Porto. FC Köbenhavn er komið með fjögur stig eftir 4-0 stórsigur á Club Brugge í sama riðli. Staðan var markalaus í hálfleik en Danirnir settu upp flugeldasýningu í seinni hálfleik. Mörkin urðu fjögur auk þess sem Ludwig Augustinsson klúðraði vítaspyrnu. Fallegasta mark leiksins, og kvöldsins, gerði Thomas Delaney með stórkostlegu skoti fyrir utan vítateig. Ítalíumeistarar Juventus áttu ekki í neinum vandræðum með að leggja Dinamo Zagreb að velli á Maksimir vellinum í H-riðli. Lokatölur 0-4, Juventus í vil. Ítalarnir höfðu mikla yfirburði gegn króatísku meisturunum sem hafa tapað báðum leikjum sínum í Meistaradeildinni til þessa. Miralem Pjanic, Gonzalo Higuaín og Paulo Dybala skoruðu mörk Juventus í kvöld auk þess sem Adrian Samper, markvörður Dinamo, gerði sjálfsmark. Mörkin má sjá hér að neðan. Í hinum leik riðilsins vann Sevilla góðan 1-0 sigur á Lyon. Wissam Ben Yedder skoraði eina mark leiksins snemma í seinni hálfleik.Úrslit kvöldsins:E-riðill:Monaco 1-1 Leverkusen 0-1 Javier Hernández (74.), 1-1 Kamil Glik (90+4.).CSKA Moskva 0-1 Tottenham 0-1 Son Heung-Min (71.)F-riðill:Sporting 2-0 Legia Varsjá 1-0 Bryan Ruíz (28.), 2-0 Bas Dost (37.).Dortmund 2-2 Real Madrid 0-1 Cristiano Ronaldo (17.), 1-1 Pierre-Emerick Aubameyang (43.), 1-2 Raphaël Varene (68.), 2-2 André Schürrle (87.).G-riðill:Leicester 1-0 Porto 1-0 Islam Slimani (25.).FC Köbenhavn 4-0 Club Brugge 1-0 Stefano Denswil, sjálfsmark (54.), 2-0 Thomas Delaney (64.), 3-0 Federico Santander (69.), 4-0 Mathias JÖrgensen (90+2.).H-riðill:Dinamo Zagreb 0-4 Juventus 0-1 Miralem Pjanic (24.), 0-2 Gonzalo Higuaín (31.), 0-3 Paulo Dybala (57.), 0-4 Adrian Semper, sjálfsmark (85.).Sevilla 1-0 Lyon 1-0 Wissam Ben Yedder (52.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira
Átta leikir fóru fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Aðeins þrjú mörk voru skoruð í E-riðli. Son Heung-Min tryggði Tottenham Hotspur 0-1 útisigur á CSKA Moskvu og í hinum leik riðilsins gerðu Monaco og Bayer Leverkusen 1-1 jafntefli á Stade Louis II. Mexíkóski framherjinn Javier Hernández kom Leverkusen yfir á 74. mínútu en pólski miðvörðurinn Kamil Glik jafnaði metin með frábæru skoti þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Monaco er með fjögur stig á toppi riðilsins, einu stigi meira en Tottenham og Leverkusen. CSKA Moskva rekur svo lestina með eitt stig. Sporting Lissabon, sem var hársbreidd frá því að vinna Real Madrid í 1. umferð riðlakeppninnar, vann 2-0 sigur á Legia Varsjá í F-riðli.Í hinum leik riðilsins gerðu Borussia Dortmund og Real Madrid 2-2 jafntefli í hörkuleik. Bæði lið eru með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. Leicester er með fullt hús stiga í G-riðli eftir 1-0 sigur á Porto. FC Köbenhavn er komið með fjögur stig eftir 4-0 stórsigur á Club Brugge í sama riðli. Staðan var markalaus í hálfleik en Danirnir settu upp flugeldasýningu í seinni hálfleik. Mörkin urðu fjögur auk þess sem Ludwig Augustinsson klúðraði vítaspyrnu. Fallegasta mark leiksins, og kvöldsins, gerði Thomas Delaney með stórkostlegu skoti fyrir utan vítateig. Ítalíumeistarar Juventus áttu ekki í neinum vandræðum með að leggja Dinamo Zagreb að velli á Maksimir vellinum í H-riðli. Lokatölur 0-4, Juventus í vil. Ítalarnir höfðu mikla yfirburði gegn króatísku meisturunum sem hafa tapað báðum leikjum sínum í Meistaradeildinni til þessa. Miralem Pjanic, Gonzalo Higuaín og Paulo Dybala skoruðu mörk Juventus í kvöld auk þess sem Adrian Samper, markvörður Dinamo, gerði sjálfsmark. Mörkin má sjá hér að neðan. Í hinum leik riðilsins vann Sevilla góðan 1-0 sigur á Lyon. Wissam Ben Yedder skoraði eina mark leiksins snemma í seinni hálfleik.Úrslit kvöldsins:E-riðill:Monaco 1-1 Leverkusen 0-1 Javier Hernández (74.), 1-1 Kamil Glik (90+4.).CSKA Moskva 0-1 Tottenham 0-1 Son Heung-Min (71.)F-riðill:Sporting 2-0 Legia Varsjá 1-0 Bryan Ruíz (28.), 2-0 Bas Dost (37.).Dortmund 2-2 Real Madrid 0-1 Cristiano Ronaldo (17.), 1-1 Pierre-Emerick Aubameyang (43.), 1-2 Raphaël Varene (68.), 2-2 André Schürrle (87.).G-riðill:Leicester 1-0 Porto 1-0 Islam Slimani (25.).FC Köbenhavn 4-0 Club Brugge 1-0 Stefano Denswil, sjálfsmark (54.), 2-0 Thomas Delaney (64.), 3-0 Federico Santander (69.), 4-0 Mathias JÖrgensen (90+2.).H-riðill:Dinamo Zagreb 0-4 Juventus 0-1 Miralem Pjanic (24.), 0-2 Gonzalo Higuaín (31.), 0-3 Paulo Dybala (57.), 0-4 Adrian Semper, sjálfsmark (85.).Sevilla 1-0 Lyon 1-0 Wissam Ben Yedder (52.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira