Markaveisla á Parken | Öll úrslit kvöldsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. september 2016 20:45 Leikmenn FCK voru í miklu stuði í kvöld og skoruðu fjögur gegn Club Brugge. vísir/getty Átta leikir fóru fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Aðeins þrjú mörk voru skoruð í E-riðli. Son Heung-Min tryggði Tottenham Hotspur 0-1 útisigur á CSKA Moskvu og í hinum leik riðilsins gerðu Monaco og Bayer Leverkusen 1-1 jafntefli á Stade Louis II. Mexíkóski framherjinn Javier Hernández kom Leverkusen yfir á 74. mínútu en pólski miðvörðurinn Kamil Glik jafnaði metin með frábæru skoti þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Monaco er með fjögur stig á toppi riðilsins, einu stigi meira en Tottenham og Leverkusen. CSKA Moskva rekur svo lestina með eitt stig. Sporting Lissabon, sem var hársbreidd frá því að vinna Real Madrid í 1. umferð riðlakeppninnar, vann 2-0 sigur á Legia Varsjá í F-riðli.Í hinum leik riðilsins gerðu Borussia Dortmund og Real Madrid 2-2 jafntefli í hörkuleik. Bæði lið eru með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. Leicester er með fullt hús stiga í G-riðli eftir 1-0 sigur á Porto. FC Köbenhavn er komið með fjögur stig eftir 4-0 stórsigur á Club Brugge í sama riðli. Staðan var markalaus í hálfleik en Danirnir settu upp flugeldasýningu í seinni hálfleik. Mörkin urðu fjögur auk þess sem Ludwig Augustinsson klúðraði vítaspyrnu. Fallegasta mark leiksins, og kvöldsins, gerði Thomas Delaney með stórkostlegu skoti fyrir utan vítateig. Ítalíumeistarar Juventus áttu ekki í neinum vandræðum með að leggja Dinamo Zagreb að velli á Maksimir vellinum í H-riðli. Lokatölur 0-4, Juventus í vil. Ítalarnir höfðu mikla yfirburði gegn króatísku meisturunum sem hafa tapað báðum leikjum sínum í Meistaradeildinni til þessa. Miralem Pjanic, Gonzalo Higuaín og Paulo Dybala skoruðu mörk Juventus í kvöld auk þess sem Adrian Samper, markvörður Dinamo, gerði sjálfsmark. Mörkin má sjá hér að neðan. Í hinum leik riðilsins vann Sevilla góðan 1-0 sigur á Lyon. Wissam Ben Yedder skoraði eina mark leiksins snemma í seinni hálfleik.Úrslit kvöldsins:E-riðill:Monaco 1-1 Leverkusen 0-1 Javier Hernández (74.), 1-1 Kamil Glik (90+4.).CSKA Moskva 0-1 Tottenham 0-1 Son Heung-Min (71.)F-riðill:Sporting 2-0 Legia Varsjá 1-0 Bryan Ruíz (28.), 2-0 Bas Dost (37.).Dortmund 2-2 Real Madrid 0-1 Cristiano Ronaldo (17.), 1-1 Pierre-Emerick Aubameyang (43.), 1-2 Raphaël Varene (68.), 2-2 André Schürrle (87.).G-riðill:Leicester 1-0 Porto 1-0 Islam Slimani (25.).FC Köbenhavn 4-0 Club Brugge 1-0 Stefano Denswil, sjálfsmark (54.), 2-0 Thomas Delaney (64.), 3-0 Federico Santander (69.), 4-0 Mathias JÖrgensen (90+2.).H-riðill:Dinamo Zagreb 0-4 Juventus 0-1 Miralem Pjanic (24.), 0-2 Gonzalo Higuaín (31.), 0-3 Paulo Dybala (57.), 0-4 Adrian Semper, sjálfsmark (85.).Sevilla 1-0 Lyon 1-0 Wissam Ben Yedder (52.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Átta leikir fóru fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Aðeins þrjú mörk voru skoruð í E-riðli. Son Heung-Min tryggði Tottenham Hotspur 0-1 útisigur á CSKA Moskvu og í hinum leik riðilsins gerðu Monaco og Bayer Leverkusen 1-1 jafntefli á Stade Louis II. Mexíkóski framherjinn Javier Hernández kom Leverkusen yfir á 74. mínútu en pólski miðvörðurinn Kamil Glik jafnaði metin með frábæru skoti þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Monaco er með fjögur stig á toppi riðilsins, einu stigi meira en Tottenham og Leverkusen. CSKA Moskva rekur svo lestina með eitt stig. Sporting Lissabon, sem var hársbreidd frá því að vinna Real Madrid í 1. umferð riðlakeppninnar, vann 2-0 sigur á Legia Varsjá í F-riðli.Í hinum leik riðilsins gerðu Borussia Dortmund og Real Madrid 2-2 jafntefli í hörkuleik. Bæði lið eru með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. Leicester er með fullt hús stiga í G-riðli eftir 1-0 sigur á Porto. FC Köbenhavn er komið með fjögur stig eftir 4-0 stórsigur á Club Brugge í sama riðli. Staðan var markalaus í hálfleik en Danirnir settu upp flugeldasýningu í seinni hálfleik. Mörkin urðu fjögur auk þess sem Ludwig Augustinsson klúðraði vítaspyrnu. Fallegasta mark leiksins, og kvöldsins, gerði Thomas Delaney með stórkostlegu skoti fyrir utan vítateig. Ítalíumeistarar Juventus áttu ekki í neinum vandræðum með að leggja Dinamo Zagreb að velli á Maksimir vellinum í H-riðli. Lokatölur 0-4, Juventus í vil. Ítalarnir höfðu mikla yfirburði gegn króatísku meisturunum sem hafa tapað báðum leikjum sínum í Meistaradeildinni til þessa. Miralem Pjanic, Gonzalo Higuaín og Paulo Dybala skoruðu mörk Juventus í kvöld auk þess sem Adrian Samper, markvörður Dinamo, gerði sjálfsmark. Mörkin má sjá hér að neðan. Í hinum leik riðilsins vann Sevilla góðan 1-0 sigur á Lyon. Wissam Ben Yedder skoraði eina mark leiksins snemma í seinni hálfleik.Úrslit kvöldsins:E-riðill:Monaco 1-1 Leverkusen 0-1 Javier Hernández (74.), 1-1 Kamil Glik (90+4.).CSKA Moskva 0-1 Tottenham 0-1 Son Heung-Min (71.)F-riðill:Sporting 2-0 Legia Varsjá 1-0 Bryan Ruíz (28.), 2-0 Bas Dost (37.).Dortmund 2-2 Real Madrid 0-1 Cristiano Ronaldo (17.), 1-1 Pierre-Emerick Aubameyang (43.), 1-2 Raphaël Varene (68.), 2-2 André Schürrle (87.).G-riðill:Leicester 1-0 Porto 1-0 Islam Slimani (25.).FC Köbenhavn 4-0 Club Brugge 1-0 Stefano Denswil, sjálfsmark (54.), 2-0 Thomas Delaney (64.), 3-0 Federico Santander (69.), 4-0 Mathias JÖrgensen (90+2.).H-riðill:Dinamo Zagreb 0-4 Juventus 0-1 Miralem Pjanic (24.), 0-2 Gonzalo Higuaín (31.), 0-3 Paulo Dybala (57.), 0-4 Adrian Semper, sjálfsmark (85.).Sevilla 1-0 Lyon 1-0 Wissam Ben Yedder (52.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira