Greina frá því hvaðan MH17 var skotin niður Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2016 15:30 Vísir/AFP Alþjóðleg rannsóknarnefnd mun á morgun kynna niðurstöður rannsóknar sinnar á því þegar malasíska flugvélin var skotin niður yfir Úkraínu sumarið 2014. Talið er að nefndin muni segja flugvélina hafa verið skotna niður með Buk-flugskeyti sem skotið var frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna, sem studdir eru af Rússlandi, í austurhluta landsins. Nefndin, sem er stýrt af Hollendinum, hefur safnað sönnungargögnum fyrir mögulegt dómsmál gegn þeim sem skutu niður flugvélina. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að vélin hefði verið skotin niður með áðurnefndu Buk-flugskeyti.Sjá einnig: Eldflaug af rússneskri gerð grandaði MH17. Boeing flugvél Malaysian Airlines var á leið til Kuala Lumpur frá Amsterdam þann 17. júlí 2014 þegar hún var skotin niður yfir Úkraínu. Allir um borð, 298, létust samstundis þegar BUK-eldflaug hæfði vélinna.Yfirlit yfir atburðarásina.Vísir/GraphicNewsSamkvæmt heimildum Guardian hefur nefndin komist að þeirri niðurstöðu að flugskeytinu hafi verið skotið á loft nærri þorpinu Snizhne. Samtökin Bellingcat birtu skýrslu í sumar, þar sem komist var að sömu niðurstöðu. Talið er að flugskeytið og skriðdrekinn sem því var skotið frá hafi komið frá rússneska hernum og því hafi verið smyglað yfir landamæri Rússlands og Úkraínu fyrr í mánuðinum. Rannsakendurnir telja að flugvélin hafi verið skotin niður fyrir slysni og að stjórnendur skriðdrekans hafi talið að um flutningavél úkraínska hersins hafi verið að ræða. Þeir höfðu skotið þannig flugvél niður þremur dögum áður. Aðskilnaðarsinnar stærðu sig af því að hafa skotið niður flugvél á samfélagsmiðlum en færslan var fljótt fjarlægð.Buk-loftvarnakerfið var svo flutt aftur til Rússlands degi seinna. Í fyrra var gefið út myndband á rússnesku þar sem fólk sem sá Buk-kerfið á ferðinni var beðið um að stíga fram. Myndir náðust af skriðdrekanum á palli vörubíls. Yfirvöld í Rússlandi hafa ávalt neitað ásökunum. Varnarmálaráðuneyti landsins birti í gær, tveimur dögum fyrir birtingu skýrslu rannsóknarnefndarinnar, nýjar gervihnattarmyndir og radargögn sem þeir segja að sanni að flugskeyti hafi ekki verið skotið á loft frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Ráðuneytið segir að gögnin sanni að rannsóknarnefndin hafi ekki rétt fyrir sér. Rússar gefa í skyn að stjórnarherinn hafi skotið flugvélina niður. Rússar birtu hins vegar sambærileg gögn fjórum dögum eftir að flugvélin var skotin niður árið 2014. Þar héldu þeir fram að orrustuþota Úkraínuhers hefði skotið MH17 niður og birtu þeir gervihnattarmyndir sem áttu að sýna orrustuþotuna. Sú orrustuþota er nú horfin úr gögnum Rússa og flugleið MH17 er önnur en í fyrri gögnunum, þar sem farþegaflugvélin átti að hafa beygt af leið skömmu áður en hún var skotin niður. Rannsakendur Bellingcat komast að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi nú óaðvitandi sannað að þeir hafi falsað gögn skömmu eftir að MH17 var skotin niður og reynt að nota þau til að koma sökinni á Úkraínuher.Myndband um niðurstöður rannsóknarnefdarinnar frá því í fyrra. MH17 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Alþjóðleg rannsóknarnefnd mun á morgun kynna niðurstöður rannsóknar sinnar á því þegar malasíska flugvélin var skotin niður yfir Úkraínu sumarið 2014. Talið er að nefndin muni segja flugvélina hafa verið skotna niður með Buk-flugskeyti sem skotið var frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna, sem studdir eru af Rússlandi, í austurhluta landsins. Nefndin, sem er stýrt af Hollendinum, hefur safnað sönnungargögnum fyrir mögulegt dómsmál gegn þeim sem skutu niður flugvélina. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að vélin hefði verið skotin niður með áðurnefndu Buk-flugskeyti.Sjá einnig: Eldflaug af rússneskri gerð grandaði MH17. Boeing flugvél Malaysian Airlines var á leið til Kuala Lumpur frá Amsterdam þann 17. júlí 2014 þegar hún var skotin niður yfir Úkraínu. Allir um borð, 298, létust samstundis þegar BUK-eldflaug hæfði vélinna.Yfirlit yfir atburðarásina.Vísir/GraphicNewsSamkvæmt heimildum Guardian hefur nefndin komist að þeirri niðurstöðu að flugskeytinu hafi verið skotið á loft nærri þorpinu Snizhne. Samtökin Bellingcat birtu skýrslu í sumar, þar sem komist var að sömu niðurstöðu. Talið er að flugskeytið og skriðdrekinn sem því var skotið frá hafi komið frá rússneska hernum og því hafi verið smyglað yfir landamæri Rússlands og Úkraínu fyrr í mánuðinum. Rannsakendurnir telja að flugvélin hafi verið skotin niður fyrir slysni og að stjórnendur skriðdrekans hafi talið að um flutningavél úkraínska hersins hafi verið að ræða. Þeir höfðu skotið þannig flugvél niður þremur dögum áður. Aðskilnaðarsinnar stærðu sig af því að hafa skotið niður flugvél á samfélagsmiðlum en færslan var fljótt fjarlægð.Buk-loftvarnakerfið var svo flutt aftur til Rússlands degi seinna. Í fyrra var gefið út myndband á rússnesku þar sem fólk sem sá Buk-kerfið á ferðinni var beðið um að stíga fram. Myndir náðust af skriðdrekanum á palli vörubíls. Yfirvöld í Rússlandi hafa ávalt neitað ásökunum. Varnarmálaráðuneyti landsins birti í gær, tveimur dögum fyrir birtingu skýrslu rannsóknarnefndarinnar, nýjar gervihnattarmyndir og radargögn sem þeir segja að sanni að flugskeyti hafi ekki verið skotið á loft frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Ráðuneytið segir að gögnin sanni að rannsóknarnefndin hafi ekki rétt fyrir sér. Rússar gefa í skyn að stjórnarherinn hafi skotið flugvélina niður. Rússar birtu hins vegar sambærileg gögn fjórum dögum eftir að flugvélin var skotin niður árið 2014. Þar héldu þeir fram að orrustuþota Úkraínuhers hefði skotið MH17 niður og birtu þeir gervihnattarmyndir sem áttu að sýna orrustuþotuna. Sú orrustuþota er nú horfin úr gögnum Rússa og flugleið MH17 er önnur en í fyrri gögnunum, þar sem farþegaflugvélin átti að hafa beygt af leið skömmu áður en hún var skotin niður. Rannsakendur Bellingcat komast að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi nú óaðvitandi sannað að þeir hafi falsað gögn skömmu eftir að MH17 var skotin niður og reynt að nota þau til að koma sökinni á Úkraínuher.Myndband um niðurstöður rannsóknarnefdarinnar frá því í fyrra.
MH17 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira