Það besta úr kappræðum Clinton og Trump: „Ég undirbjó mig fyrir það að verða forseti“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. september 2016 10:16 Donald Trump og Hillary Clinton slá á létta strengi í kappræðunum í gær. vísir/getty Það er ekki ofsögum sagt að mikil spenna hafi verið fyrir fyrstu sjónvarpskappræðum þeirra Hillary Clinton og Donald Trump sem fram fóru í nótt en þau sækjast eftir því að verða forseti Bandaríkjanna í kosningunum sem fram fara þann 8. nóvember næstkomandi. Bæði blaðamenn Guardian og CNN slá því upp að Trump hafi verið í vörn í kappræðunum en á meðal þess sem hann þurfti að svara fyrir voru rasískar athugasemdir hans í kosningabaráttunni hingað til, orðræða hans um konur og ásakanir um að hann hafi svikið undan skatti. Trump lét Clinton svo heyra það vegna fríverslunarsamninga og utanríkismála en að mati Guardian var viðskiptajöfurinn verr undirbúinn fyrir kappræðurnar en fyrrverandi utanríkisráðherrann.„Þetta er bara orðagljáfur,“ sagði Trump á einum tímapunkti og sagði Clinton vera „týpískan stjórnmálamann sem talar en gerir ekkert.“ Clinton svaraði Trump og sagði orðin vera mikilvægt, sérstaklega þegar viðkomandi væri forseti. „Ég held að Donald hafi rétt í þessu verið að gagnrýna mig fyrir að undirbúa fyrir þessar kappræður. Og já, ég gerði það. Vitið þið hvað ég gerði líka? Ég undirbjó mig fyrir það að verða forseti,“ sagði Clinton. Clinton sakaði Trump um rasisma þar sem hann hefur efast um að Barack Obama sé fæddur í Bandaríkjunum. „Trump hefur lengi hagað sér eins og rasisti og lygi hans um fæðingarstaðinn var mjög særandi,“ sagði Clinton. Þá dró hún fram ýmsar athugasemdir sem Trump hefur látið falla um konur. „Þetta er maður sem hefur kallað konur svín, sóða og hunda. Þá hefur hann sagt að ólétta sé óheppileg fyrir vinnuveitendur og að konur eigi ekki að fá jafn há laun og karlar nema þær standi sig jafn vel í vinnu.“ Trump greip fram í fyrir Clinton og kvaðst aldrei hafa sagt þetta. Hann setti síðan spurningamerki við hæfni Clinton til að gegna forsetaembættinu.„Hún lítur ekki út eins og forseti og hún hefur ekki úthaldið sem þarf,“ sagði Trump og bætti við: „Ég hef farið um allt. Þú ákvaðst að sitja heima.“ Clinton svaraði fyrir sig og kvaðst hafa ferðast til 112 landa sem utanríkisráðherra. Þá sagði hún að Trump gæti talað við sig um úthald þegar hann hefði setið í ellefu klukkutíma í yfirheyrslu hjá þingnefnd. Áhorfendur CNN mátu það sem svo að Clinton hefði staðið sig betur í kappræðunum en talsmaður kosningabaráttu Trump, Boris Epsheteyn, gagnrýndi þann sem stýrði kappræðunum, Lester Holt.„Lester Holt greip oftar fram í fyrir Trump og fylgdi oftar eftir því sem hann sagði. Hann var miklu harðari við Trump,“ sagði Holt. Trump sjálfur sagði reyndar að Holt hefði verið frábær. Fulltrúar kosningabaráttu Clinton sögðu kappræðurnar hafa undirstrikað að Trump væri ófær um að vera forseti en voru þó varfærnir í yfirlýsingum varðandi það hvaða áhrif kappræðurnar muni hafa á baráttuna framundan. „Við verðum að sjá hvernig kjósendur taka þessu en ég held að flestir hafi séð það þessum kappræðum að Clinton var sú eina á sviðinu sem er tilbúin í það að vera forseti og ég held að á heildina litið sanni kappræðurnar hversu algjörlega óhæfur Trump er til þess að vera forseti,“ sagði Robby Mook framkvæmdastjóri kosningabaráttu Clinton við fjölmiðla að loknum kappræðunum. Kappræðurnar má sjá í heild sinni hér að neðan en þær hefjast þegar um klukkustund og 45 mínútur eru eftir af útsendingunni. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump greip frammí fyrir Hillary 51 sinni Donald Trump greip frammí fyrir Hillary Clinton 25 sinnum á fyrstu 26 mínútum kappræðna næturinnar samkvæmt talningu Vox. 27. september 2016 08:18 Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. 27. september 2016 07:38 Tístarar fóru á kostum í nótt: "Eins og að hlusta á Pétur Gunnlaugsson á meskalíni“ Fyrstu kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum fóru fram í nótt. 27. september 2016 10:30 Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Fleiri fréttir Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Sjá meira
Það er ekki ofsögum sagt að mikil spenna hafi verið fyrir fyrstu sjónvarpskappræðum þeirra Hillary Clinton og Donald Trump sem fram fóru í nótt en þau sækjast eftir því að verða forseti Bandaríkjanna í kosningunum sem fram fara þann 8. nóvember næstkomandi. Bæði blaðamenn Guardian og CNN slá því upp að Trump hafi verið í vörn í kappræðunum en á meðal þess sem hann þurfti að svara fyrir voru rasískar athugasemdir hans í kosningabaráttunni hingað til, orðræða hans um konur og ásakanir um að hann hafi svikið undan skatti. Trump lét Clinton svo heyra það vegna fríverslunarsamninga og utanríkismála en að mati Guardian var viðskiptajöfurinn verr undirbúinn fyrir kappræðurnar en fyrrverandi utanríkisráðherrann.„Þetta er bara orðagljáfur,“ sagði Trump á einum tímapunkti og sagði Clinton vera „týpískan stjórnmálamann sem talar en gerir ekkert.“ Clinton svaraði Trump og sagði orðin vera mikilvægt, sérstaklega þegar viðkomandi væri forseti. „Ég held að Donald hafi rétt í þessu verið að gagnrýna mig fyrir að undirbúa fyrir þessar kappræður. Og já, ég gerði það. Vitið þið hvað ég gerði líka? Ég undirbjó mig fyrir það að verða forseti,“ sagði Clinton. Clinton sakaði Trump um rasisma þar sem hann hefur efast um að Barack Obama sé fæddur í Bandaríkjunum. „Trump hefur lengi hagað sér eins og rasisti og lygi hans um fæðingarstaðinn var mjög særandi,“ sagði Clinton. Þá dró hún fram ýmsar athugasemdir sem Trump hefur látið falla um konur. „Þetta er maður sem hefur kallað konur svín, sóða og hunda. Þá hefur hann sagt að ólétta sé óheppileg fyrir vinnuveitendur og að konur eigi ekki að fá jafn há laun og karlar nema þær standi sig jafn vel í vinnu.“ Trump greip fram í fyrir Clinton og kvaðst aldrei hafa sagt þetta. Hann setti síðan spurningamerki við hæfni Clinton til að gegna forsetaembættinu.„Hún lítur ekki út eins og forseti og hún hefur ekki úthaldið sem þarf,“ sagði Trump og bætti við: „Ég hef farið um allt. Þú ákvaðst að sitja heima.“ Clinton svaraði fyrir sig og kvaðst hafa ferðast til 112 landa sem utanríkisráðherra. Þá sagði hún að Trump gæti talað við sig um úthald þegar hann hefði setið í ellefu klukkutíma í yfirheyrslu hjá þingnefnd. Áhorfendur CNN mátu það sem svo að Clinton hefði staðið sig betur í kappræðunum en talsmaður kosningabaráttu Trump, Boris Epsheteyn, gagnrýndi þann sem stýrði kappræðunum, Lester Holt.„Lester Holt greip oftar fram í fyrir Trump og fylgdi oftar eftir því sem hann sagði. Hann var miklu harðari við Trump,“ sagði Holt. Trump sjálfur sagði reyndar að Holt hefði verið frábær. Fulltrúar kosningabaráttu Clinton sögðu kappræðurnar hafa undirstrikað að Trump væri ófær um að vera forseti en voru þó varfærnir í yfirlýsingum varðandi það hvaða áhrif kappræðurnar muni hafa á baráttuna framundan. „Við verðum að sjá hvernig kjósendur taka þessu en ég held að flestir hafi séð það þessum kappræðum að Clinton var sú eina á sviðinu sem er tilbúin í það að vera forseti og ég held að á heildina litið sanni kappræðurnar hversu algjörlega óhæfur Trump er til þess að vera forseti,“ sagði Robby Mook framkvæmdastjóri kosningabaráttu Clinton við fjölmiðla að loknum kappræðunum. Kappræðurnar má sjá í heild sinni hér að neðan en þær hefjast þegar um klukkustund og 45 mínútur eru eftir af útsendingunni.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump greip frammí fyrir Hillary 51 sinni Donald Trump greip frammí fyrir Hillary Clinton 25 sinnum á fyrstu 26 mínútum kappræðna næturinnar samkvæmt talningu Vox. 27. september 2016 08:18 Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. 27. september 2016 07:38 Tístarar fóru á kostum í nótt: "Eins og að hlusta á Pétur Gunnlaugsson á meskalíni“ Fyrstu kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum fóru fram í nótt. 27. september 2016 10:30 Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Fleiri fréttir Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Sjá meira
Trump greip frammí fyrir Hillary 51 sinni Donald Trump greip frammí fyrir Hillary Clinton 25 sinnum á fyrstu 26 mínútum kappræðna næturinnar samkvæmt talningu Vox. 27. september 2016 08:18
Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. 27. september 2016 07:38
Tístarar fóru á kostum í nótt: "Eins og að hlusta á Pétur Gunnlaugsson á meskalíni“ Fyrstu kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum fóru fram í nótt. 27. september 2016 10:30