„Skiptir máli að við stýrið sitji reynslumikill bílstjóri sem kunni að keyra við ólíkar aðstæður“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. september 2016 20:52 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra. Vísir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, sagði í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld að mikilvægt væri að „reynslumikill bílstjóri“ væri við stýrið á efnahagsrútunni. Tekist hafi að rétta við ástand efnahagsmála á Íslandi frá hruni en mikilvægt væri að halda áfram á slíkri vegferð. „Hins vegar hefur aldrei verið mikilvægara en nú, að hafa augun á veginum og tryggja að við keyrum ekki of hratt. Því jafnvel þótt vegurinn hafi batnað eru beygjurnar krappar, og augnabliks kæruleysi getur verið dýrkeypt. Þess vegna skiptir máli, að við stýrið sitji reynslumikill bílstjóri sem kunni að keyra við ólíkar aðstæður,“ sagði Lilja. Sagði hún að skapast hefði svigrúm til þess að efla innviði samfélagsins og efla ætti heilbrigðiskerfið, fjarskiptagerfi og vegi svo allir landsmenn sitji við sama borð. Þá fagnaði hún því að Alþingi hefði fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk. „Í stóra samhenginu felur fullgildingin í sér skýra stefnumörkun, um að fatlað fólk njóti fullra mannréttinda og að samfélagið okkar verði betra. Það er markmiðið með flestum þeim málum sem rædd eru í þessum sal. Að bæta samfélagið,“ sagði Lilja. Sagði hún einnig að nýlegt atvik þar sem rússneskar herflugvélar hefðu flogið undir íslenskri farþegaþotu á leið til Stokkhólms sýndi mikilvægi þess að á Íslandi væri ekki eyland þegar kemur að öryggismálum. „Atvik af þessu tagi minna okkur á hið stóra samhengi hlutanna. Að nýsamþykkt lög um þjóðaröryggisráð og -stefnu eru ekki upp á punt, heldur snúast um raunveruleg mál sem varða fullveldi Íslands og öryggi almennings.“ Þá sagði hún að stefna Framsóknarflokksins væru sú að tryggja að landið allt verði áfram í byggð, það væru hagsmunir allra. Aðrir flokkar kynnu að vera því ósammála en að allir hlytu að vera sammála um að stækka þyrfti þjóðarkökuna. „Þess vegna eru efnahagsmál svo mikilvæg. Að heimilin í landinu séu sterk, að atvinnulíf blómstri, að atvinnuþátttaka sé mikil og að við sköpum aukin verðmæti. Brýnt er að staða ríkissjóðs sé traust og að skýr stefna og festa í efnahagsmálum vísi veginn. Að við stöndum á rétti okkar sem þjóð, hvort sem við tökumst á við erlenda vogunarsjóði eða þjóðríki - eins og í Icesave málinu – eða matvælakeðju sem ber nafn Íslands og vill banna íslenskum fyrirtækjum að auðkenna sig með upprunalandinu á erlendum mörkuðum.“Hér má fylgjast með umræðunum Alþingi Tengdar fréttir Lilja Dögg: „Ég er að skoða þetta með varaformanninn og það mun duga í bili“ Utanríkisráðherra er er ekki viss um að mögulegt formannsframboð sitt myndi slá á þá spennu sem ríkir innan Framsóknarflokksins. 26. september 2016 20:20 „Hlutirnir eru augljóslega á uppleið“ Fjármála- og efnahagsráðherra fór yfir verk ríkisstjórnarinnar í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:23 Katrín Jakobsdóttir: Getum og eigum að hjálpa fleirum en við gerum Formaður Vinstri grænna ræddi málefni innflytjenda og flóttafólks í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:46 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, sagði í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld að mikilvægt væri að „reynslumikill bílstjóri“ væri við stýrið á efnahagsrútunni. Tekist hafi að rétta við ástand efnahagsmála á Íslandi frá hruni en mikilvægt væri að halda áfram á slíkri vegferð. „Hins vegar hefur aldrei verið mikilvægara en nú, að hafa augun á veginum og tryggja að við keyrum ekki of hratt. Því jafnvel þótt vegurinn hafi batnað eru beygjurnar krappar, og augnabliks kæruleysi getur verið dýrkeypt. Þess vegna skiptir máli, að við stýrið sitji reynslumikill bílstjóri sem kunni að keyra við ólíkar aðstæður,“ sagði Lilja. Sagði hún að skapast hefði svigrúm til þess að efla innviði samfélagsins og efla ætti heilbrigðiskerfið, fjarskiptagerfi og vegi svo allir landsmenn sitji við sama borð. Þá fagnaði hún því að Alþingi hefði fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk. „Í stóra samhenginu felur fullgildingin í sér skýra stefnumörkun, um að fatlað fólk njóti fullra mannréttinda og að samfélagið okkar verði betra. Það er markmiðið með flestum þeim málum sem rædd eru í þessum sal. Að bæta samfélagið,“ sagði Lilja. Sagði hún einnig að nýlegt atvik þar sem rússneskar herflugvélar hefðu flogið undir íslenskri farþegaþotu á leið til Stokkhólms sýndi mikilvægi þess að á Íslandi væri ekki eyland þegar kemur að öryggismálum. „Atvik af þessu tagi minna okkur á hið stóra samhengi hlutanna. Að nýsamþykkt lög um þjóðaröryggisráð og -stefnu eru ekki upp á punt, heldur snúast um raunveruleg mál sem varða fullveldi Íslands og öryggi almennings.“ Þá sagði hún að stefna Framsóknarflokksins væru sú að tryggja að landið allt verði áfram í byggð, það væru hagsmunir allra. Aðrir flokkar kynnu að vera því ósammála en að allir hlytu að vera sammála um að stækka þyrfti þjóðarkökuna. „Þess vegna eru efnahagsmál svo mikilvæg. Að heimilin í landinu séu sterk, að atvinnulíf blómstri, að atvinnuþátttaka sé mikil og að við sköpum aukin verðmæti. Brýnt er að staða ríkissjóðs sé traust og að skýr stefna og festa í efnahagsmálum vísi veginn. Að við stöndum á rétti okkar sem þjóð, hvort sem við tökumst á við erlenda vogunarsjóði eða þjóðríki - eins og í Icesave málinu – eða matvælakeðju sem ber nafn Íslands og vill banna íslenskum fyrirtækjum að auðkenna sig með upprunalandinu á erlendum mörkuðum.“Hér má fylgjast með umræðunum
Alþingi Tengdar fréttir Lilja Dögg: „Ég er að skoða þetta með varaformanninn og það mun duga í bili“ Utanríkisráðherra er er ekki viss um að mögulegt formannsframboð sitt myndi slá á þá spennu sem ríkir innan Framsóknarflokksins. 26. september 2016 20:20 „Hlutirnir eru augljóslega á uppleið“ Fjármála- og efnahagsráðherra fór yfir verk ríkisstjórnarinnar í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:23 Katrín Jakobsdóttir: Getum og eigum að hjálpa fleirum en við gerum Formaður Vinstri grænna ræddi málefni innflytjenda og flóttafólks í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:46 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Lilja Dögg: „Ég er að skoða þetta með varaformanninn og það mun duga í bili“ Utanríkisráðherra er er ekki viss um að mögulegt formannsframboð sitt myndi slá á þá spennu sem ríkir innan Framsóknarflokksins. 26. september 2016 20:20
„Hlutirnir eru augljóslega á uppleið“ Fjármála- og efnahagsráðherra fór yfir verk ríkisstjórnarinnar í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:23
Katrín Jakobsdóttir: Getum og eigum að hjálpa fleirum en við gerum Formaður Vinstri grænna ræddi málefni innflytjenda og flóttafólks í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:46