Lilja Dögg: „Ég er að skoða þetta með varaformanninn og það mun duga í bili“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. september 2016 20:20 Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra skoðar nú alvarlega hvort hún muni bjóða sig fram í embætti varaformanns Framsóknarflokksins á flokksþingi sem fram fer um helgina. Hún er ekki viss um að mögulegt formannsframboð sitt myndi slá á þá spennu sem ríkir innan flokksins. Segist hún ekki hafa orðið vör við það baktjaldamakk sem Vigdís Hauksdóttir og Gunnar Bragi Sveinsson hafa lýst í fjölmiðlum síðustu daga. Engum dylst þó sú ólga sem er innan við flokksins og hafa verið væringar um það innan flokksins um það hvort að mögulegt formannsframboð Lilju myndi slá á þá ólgu.Þú virðist hafa stuðning úr báðum fylkingum, bæði Sigurðar Inga Jóhannsonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Myndi það leysa ákveðna spennu innan flokksins að þú einfaldlega tækir að þér formannsembættið? „Ég veit ekki hvort að það geri það. Ég er auðvitað þakklát fyrir þann stuðning sem ég virðist hafa innan flokksins en nú er ég að kanna minn stuðning er varðar varaformannshlutverkið. Ég læt það duga í bili,“ segir Lilja. Aðspurð að því hvort að hún myndi neita því að gefa kost á sér í formannsembættið kom hik á Lilju. Svaraði hún því neitandi áður en hún ítrekaði að hún væri að skoða framboð til varaformanns en hún gerir ráð fyrir því að kynna ákvörðun sína síðar í vikunni. „Ég er að tala við mína stuðningsmenn og athuga hvernig þetta lítur allt út. Útlitið er þokkalega gott ef ég á að segja alveg eins og er en ég er enn að fara yfir kosti og galla þess að taka þettta skref,“ segir Lilja um framboð til varaformannsins. Viðtalið við Lilju í 1910 má sjá hér að ofan en styttri útgáfu þess má sjá hér að neðan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12 Gunnar segir grafið undan formanninum Gunnar Bragi Sveinsson styður Sigmund Davíð og Lilju Alfreðsdóttur til að leiða flokkinn í komandi kosningabaráttu. Segir hann varaformann og ritara flokksins reyna að grafa undan formanni og augljósar klofningslínur hafa myndast. 26. september 2016 07:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra skoðar nú alvarlega hvort hún muni bjóða sig fram í embætti varaformanns Framsóknarflokksins á flokksþingi sem fram fer um helgina. Hún er ekki viss um að mögulegt formannsframboð sitt myndi slá á þá spennu sem ríkir innan flokksins. Segist hún ekki hafa orðið vör við það baktjaldamakk sem Vigdís Hauksdóttir og Gunnar Bragi Sveinsson hafa lýst í fjölmiðlum síðustu daga. Engum dylst þó sú ólga sem er innan við flokksins og hafa verið væringar um það innan flokksins um það hvort að mögulegt formannsframboð Lilju myndi slá á þá ólgu.Þú virðist hafa stuðning úr báðum fylkingum, bæði Sigurðar Inga Jóhannsonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Myndi það leysa ákveðna spennu innan flokksins að þú einfaldlega tækir að þér formannsembættið? „Ég veit ekki hvort að það geri það. Ég er auðvitað þakklát fyrir þann stuðning sem ég virðist hafa innan flokksins en nú er ég að kanna minn stuðning er varðar varaformannshlutverkið. Ég læt það duga í bili,“ segir Lilja. Aðspurð að því hvort að hún myndi neita því að gefa kost á sér í formannsembættið kom hik á Lilju. Svaraði hún því neitandi áður en hún ítrekaði að hún væri að skoða framboð til varaformanns en hún gerir ráð fyrir því að kynna ákvörðun sína síðar í vikunni. „Ég er að tala við mína stuðningsmenn og athuga hvernig þetta lítur allt út. Útlitið er þokkalega gott ef ég á að segja alveg eins og er en ég er enn að fara yfir kosti og galla þess að taka þettta skref,“ segir Lilja um framboð til varaformannsins. Viðtalið við Lilju í 1910 má sjá hér að ofan en styttri útgáfu þess má sjá hér að neðan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12 Gunnar segir grafið undan formanninum Gunnar Bragi Sveinsson styður Sigmund Davíð og Lilju Alfreðsdóttur til að leiða flokkinn í komandi kosningabaráttu. Segir hann varaformann og ritara flokksins reyna að grafa undan formanni og augljósar klofningslínur hafa myndast. 26. september 2016 07:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12
Gunnar segir grafið undan formanninum Gunnar Bragi Sveinsson styður Sigmund Davíð og Lilju Alfreðsdóttur til að leiða flokkinn í komandi kosningabaráttu. Segir hann varaformann og ritara flokksins reyna að grafa undan formanni og augljósar klofningslínur hafa myndast. 26. september 2016 07:00