Útlit fyrir að þinglokum verði frestað 26. september 2016 19:15 Útlit er fyrir að þinglok verði ekki fyrr en í næstu viku. Þingflokssformaður Pírata segist aldrei hafa upplifað aðra eins óvissu við þinglok og segir ljóst að fresti stjórnarflokkarnir þinglokum komi þingið til með að enda illa. Formaður Vinstri grænna segir að ríkisstjórnin verði að horfast í augu við að tíminn sé á þrotum. Eldhúsdagsumræður fara fram á Alþingi í kvöld en starfsáætlun þingsins gerir ráð fyrir þinglokum á fimmtudag. Enn eru þó fjölmörg mál ríkisstjórnarinnar ókláruð og orðið ólíklegt að þingið ljúki störfum í vikunni. Þingflokksformenn allra flokka á hittust í morgun þar sem Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, óskaði eftir því að starfsáætlun þingsins yrði breytt þar sem tíminn væri orðinn of knappur til að klára mikilvæg mál fyrir fimmtudag. Þingfundir þyrftu því að fara fram í næstu viku. Engin ákvörðun var þó tekin um frestun þingloka. „Það eru auðvitað þeir til sem telja þetta raunhæft en við viljum ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana en þetta verður allt saman þyngra með hverjum deginum sem líður“. Segir Einar K. Guðfinnsson. Birgitta Jónsdóttir, þingflokssformaður Pírata, segir stjórnarandstöðuna ætla að leggja hart að forseta þingsins engu verði breytt. „Ég geri ráð fyrir því að það verði jafnvel þing í næstu viku ef okkur tekst ekki að fá forystumenn ríkisstjórnarinnar til að átta sig á því að þá endar þingið illa. Þá verða harðar baráttur um að tryggja að mál sem ríkisstjórnin hefur ekki umboð til að klára eða eru ekki nægjanlega vel unnin, fari ekki hér í gegn.“ Segir Birgitta. Guðlaugur Þór Þórðarson, starfandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir augljóst að klára þurfi fjáraukaklög, haftalögin og segist telja að mikill vilji sé fyrir því í samfélaginu að lög um almannatryggingar verði einnig kláruð. „Og ýmis önnur mál sem eru langt komin og sjálfsagt að ljúka. Það lítur út fyrir það að við náum ekki að klára þetta á fimmtudaginn. Þá er ekkert annað að gera en halda áfram.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna segir ljóst að ekki verði hægt að ljúka öllum málunum. „Ríkisstjórnin verður að horfast í augu við að tíminn er búinn. Það er ekki tími til að setja hér endalast ný mál inn í þingið.“ Segir Katrín Jakobsdóttir. Eldhúsdagsumræðurnar fara fram í kvöld á Alþingi en þar vekur athygli að hvorki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, né Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, koma til með að tala fyrir hönd flokksins heldur mun Lilja Dögg Alfreðsdóttir flytja framsöguræðu Framsóknarflokksins. Kosningar 2016 Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld eigi að sjá sóma sinn í að greiða allan kostnað Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
Útlit er fyrir að þinglok verði ekki fyrr en í næstu viku. Þingflokssformaður Pírata segist aldrei hafa upplifað aðra eins óvissu við þinglok og segir ljóst að fresti stjórnarflokkarnir þinglokum komi þingið til með að enda illa. Formaður Vinstri grænna segir að ríkisstjórnin verði að horfast í augu við að tíminn sé á þrotum. Eldhúsdagsumræður fara fram á Alþingi í kvöld en starfsáætlun þingsins gerir ráð fyrir þinglokum á fimmtudag. Enn eru þó fjölmörg mál ríkisstjórnarinnar ókláruð og orðið ólíklegt að þingið ljúki störfum í vikunni. Þingflokksformenn allra flokka á hittust í morgun þar sem Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, óskaði eftir því að starfsáætlun þingsins yrði breytt þar sem tíminn væri orðinn of knappur til að klára mikilvæg mál fyrir fimmtudag. Þingfundir þyrftu því að fara fram í næstu viku. Engin ákvörðun var þó tekin um frestun þingloka. „Það eru auðvitað þeir til sem telja þetta raunhæft en við viljum ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana en þetta verður allt saman þyngra með hverjum deginum sem líður“. Segir Einar K. Guðfinnsson. Birgitta Jónsdóttir, þingflokssformaður Pírata, segir stjórnarandstöðuna ætla að leggja hart að forseta þingsins engu verði breytt. „Ég geri ráð fyrir því að það verði jafnvel þing í næstu viku ef okkur tekst ekki að fá forystumenn ríkisstjórnarinnar til að átta sig á því að þá endar þingið illa. Þá verða harðar baráttur um að tryggja að mál sem ríkisstjórnin hefur ekki umboð til að klára eða eru ekki nægjanlega vel unnin, fari ekki hér í gegn.“ Segir Birgitta. Guðlaugur Þór Þórðarson, starfandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir augljóst að klára þurfi fjáraukaklög, haftalögin og segist telja að mikill vilji sé fyrir því í samfélaginu að lög um almannatryggingar verði einnig kláruð. „Og ýmis önnur mál sem eru langt komin og sjálfsagt að ljúka. Það lítur út fyrir það að við náum ekki að klára þetta á fimmtudaginn. Þá er ekkert annað að gera en halda áfram.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna segir ljóst að ekki verði hægt að ljúka öllum málunum. „Ríkisstjórnin verður að horfast í augu við að tíminn er búinn. Það er ekki tími til að setja hér endalast ný mál inn í þingið.“ Segir Katrín Jakobsdóttir. Eldhúsdagsumræðurnar fara fram í kvöld á Alþingi en þar vekur athygli að hvorki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, né Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, koma til með að tala fyrir hönd flokksins heldur mun Lilja Dögg Alfreðsdóttir flytja framsöguræðu Framsóknarflokksins.
Kosningar 2016 Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld eigi að sjá sóma sinn í að greiða allan kostnað Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira