Reikna með áhorfsmeti þegar Hillary og Trump mætast í nótt Atli Ísleifsson skrifar 26. september 2016 11:34 Sjaldan hefur áhuginn á kappræðum tveggja forsetaframbjóðenda verið meiri. Vísir/AFP Ekki er útilokað að áhorfsmet verði slegið þegar kappræður Hillary Clinton og Donald Trump fari fram í nótt. Sjaldan hefur áhuginn á kappræðum tveggja forsetaframbjóðenda verið meiri. Blikur eru á lofti varðandi hvað kappræðurnar milli þeirra Hillary og Trump verði margar fram að kosningunum þann 8. nóvember. Ekkert gerir frambjóðendum skylt að taka þátt í kappræðum og hefur Trump lýst því yfir að NFL-leikir og óásættanlegir stjórnendur kappræðna séu nægar ástæður til að hætta við þátttöku. Í nýlegri grein Washington Post kemur fram að milli fimm og tíu prósent kjósenda hafi enn ekki gert upp hug sinn. Margir þeir sem sýna kosningum minnstan áhuga byrja ekki að setja sig inn í málin fyrr en í öðrum eða jafnvel þriðju kappræðunum. SVT greinir frá því að stjórnmálaskýrendur hafi margir velt því fyrir hvað Trump hafi að græða á þátttöku í kappræðunum, en Trump þarf nauðsynlega á atkvæðum óákveðinna kjósenda að halda. Bandaríska blaðið heldur áfram og lýsir að það kunni að reynast afleikur hjá Trump að taka þátt í mörgum kappræðum þar sem þar kunni að birtast kjósendum að Trump skorti skýra stefnu í mörgum málum. Aðrir benda á að Hillary hafi mestu að tapa í kappræðum kvöldsins. Hún og hennar stuðningsmenn hafi dregið upp mynd af Trump sem skaphundi sem sé ekki treystandi til að stýra landinu. Komist hann áfallalaust í gegnum 90 mínútna kappræður kunna margir hins vegar að halda að hann sé ef til vill ekki svo vitlaus og margir vilja láta í veðri vaka. Áhorfsmetið þegar kemur að kappræðum bandarískra forsetaframbjóðenda eiga þeir Ronald Reagan og Jimmy Carter þegar þeir mættust í einu kappræðum sínum fyrir kosningarnar 1980. Þá fylgdust um 80,6 milljónir manna með. Búist er við að um 100 milljónir fylgist með í nótt. Kappræðurnar hefjast klukkan eitt að íslenskum tíma í nótt. Meðal annars verður hægt að fylgjast mðe kappræðunum á vef Time. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ted Cruz lýsir yfir stuðningi við Donald Trump Ted Cruz, sem sóttist eftir útnefningu sem forsetaefni Repúblikana en laut í lægra haldi fyrir Donald Trump, tilkynnti á Facebook-síðu sinni i kvöld að hann styðji fyrrverandi keppinaut sinn í kapphlaupinu að Hvíta húsinu og ætli að kjósa Trump sem forseta fremur en Hillary Clinton. 23. september 2016 22:49 Kappræður frambjóðenda gætu ráðið úrslitum í Bandaríkjunum Fyrstu kappræður í forsetakosningabaráttunni í Bandaríkjunum fara fram aðfaranótt þriðjudags. Kappræðurnar gætu skipt sköpum. Forskot Hillary Clinton hefur minnkað verulega undanfarnar vikur. 22. september 2016 07:00 John Oliver segir Trump trompa Hillary í hneykslismálum John Oliver sagði Hillary margfalt betri kost en Trump sem hann lýsti sem "auðugustu gyllinæð Ameríku“. 26. september 2016 10:07 Fjórir bandarískir miðlar segja Trump vera lygara Fyrstu kappræðurnar milli Hillary Clinton og Donald Trump eru á mánudagskvöld og talið er að þær gætu ráðið úrslitum í forsetakosningunum. 26. september 2016 00:06 Zach Galifianakis grillaði Hillary Clinton Hillary Clinton var gestur leikarans Zachs Galifianakis í spjallþættinum Between Two Ferns sem frumsýndur var í dag á vefsíðunni Funny or Die. 22. september 2016 13:20 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira
Ekki er útilokað að áhorfsmet verði slegið þegar kappræður Hillary Clinton og Donald Trump fari fram í nótt. Sjaldan hefur áhuginn á kappræðum tveggja forsetaframbjóðenda verið meiri. Blikur eru á lofti varðandi hvað kappræðurnar milli þeirra Hillary og Trump verði margar fram að kosningunum þann 8. nóvember. Ekkert gerir frambjóðendum skylt að taka þátt í kappræðum og hefur Trump lýst því yfir að NFL-leikir og óásættanlegir stjórnendur kappræðna séu nægar ástæður til að hætta við þátttöku. Í nýlegri grein Washington Post kemur fram að milli fimm og tíu prósent kjósenda hafi enn ekki gert upp hug sinn. Margir þeir sem sýna kosningum minnstan áhuga byrja ekki að setja sig inn í málin fyrr en í öðrum eða jafnvel þriðju kappræðunum. SVT greinir frá því að stjórnmálaskýrendur hafi margir velt því fyrir hvað Trump hafi að græða á þátttöku í kappræðunum, en Trump þarf nauðsynlega á atkvæðum óákveðinna kjósenda að halda. Bandaríska blaðið heldur áfram og lýsir að það kunni að reynast afleikur hjá Trump að taka þátt í mörgum kappræðum þar sem þar kunni að birtast kjósendum að Trump skorti skýra stefnu í mörgum málum. Aðrir benda á að Hillary hafi mestu að tapa í kappræðum kvöldsins. Hún og hennar stuðningsmenn hafi dregið upp mynd af Trump sem skaphundi sem sé ekki treystandi til að stýra landinu. Komist hann áfallalaust í gegnum 90 mínútna kappræður kunna margir hins vegar að halda að hann sé ef til vill ekki svo vitlaus og margir vilja láta í veðri vaka. Áhorfsmetið þegar kemur að kappræðum bandarískra forsetaframbjóðenda eiga þeir Ronald Reagan og Jimmy Carter þegar þeir mættust í einu kappræðum sínum fyrir kosningarnar 1980. Þá fylgdust um 80,6 milljónir manna með. Búist er við að um 100 milljónir fylgist með í nótt. Kappræðurnar hefjast klukkan eitt að íslenskum tíma í nótt. Meðal annars verður hægt að fylgjast mðe kappræðunum á vef Time.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ted Cruz lýsir yfir stuðningi við Donald Trump Ted Cruz, sem sóttist eftir útnefningu sem forsetaefni Repúblikana en laut í lægra haldi fyrir Donald Trump, tilkynnti á Facebook-síðu sinni i kvöld að hann styðji fyrrverandi keppinaut sinn í kapphlaupinu að Hvíta húsinu og ætli að kjósa Trump sem forseta fremur en Hillary Clinton. 23. september 2016 22:49 Kappræður frambjóðenda gætu ráðið úrslitum í Bandaríkjunum Fyrstu kappræður í forsetakosningabaráttunni í Bandaríkjunum fara fram aðfaranótt þriðjudags. Kappræðurnar gætu skipt sköpum. Forskot Hillary Clinton hefur minnkað verulega undanfarnar vikur. 22. september 2016 07:00 John Oliver segir Trump trompa Hillary í hneykslismálum John Oliver sagði Hillary margfalt betri kost en Trump sem hann lýsti sem "auðugustu gyllinæð Ameríku“. 26. september 2016 10:07 Fjórir bandarískir miðlar segja Trump vera lygara Fyrstu kappræðurnar milli Hillary Clinton og Donald Trump eru á mánudagskvöld og talið er að þær gætu ráðið úrslitum í forsetakosningunum. 26. september 2016 00:06 Zach Galifianakis grillaði Hillary Clinton Hillary Clinton var gestur leikarans Zachs Galifianakis í spjallþættinum Between Two Ferns sem frumsýndur var í dag á vefsíðunni Funny or Die. 22. september 2016 13:20 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira
Ted Cruz lýsir yfir stuðningi við Donald Trump Ted Cruz, sem sóttist eftir útnefningu sem forsetaefni Repúblikana en laut í lægra haldi fyrir Donald Trump, tilkynnti á Facebook-síðu sinni i kvöld að hann styðji fyrrverandi keppinaut sinn í kapphlaupinu að Hvíta húsinu og ætli að kjósa Trump sem forseta fremur en Hillary Clinton. 23. september 2016 22:49
Kappræður frambjóðenda gætu ráðið úrslitum í Bandaríkjunum Fyrstu kappræður í forsetakosningabaráttunni í Bandaríkjunum fara fram aðfaranótt þriðjudags. Kappræðurnar gætu skipt sköpum. Forskot Hillary Clinton hefur minnkað verulega undanfarnar vikur. 22. september 2016 07:00
John Oliver segir Trump trompa Hillary í hneykslismálum John Oliver sagði Hillary margfalt betri kost en Trump sem hann lýsti sem "auðugustu gyllinæð Ameríku“. 26. september 2016 10:07
Fjórir bandarískir miðlar segja Trump vera lygara Fyrstu kappræðurnar milli Hillary Clinton og Donald Trump eru á mánudagskvöld og talið er að þær gætu ráðið úrslitum í forsetakosningunum. 26. september 2016 00:06
Zach Galifianakis grillaði Hillary Clinton Hillary Clinton var gestur leikarans Zachs Galifianakis í spjallþættinum Between Two Ferns sem frumsýndur var í dag á vefsíðunni Funny or Die. 22. september 2016 13:20