Í fyrstu voru vangavelturnar byggðar á því að teymið hennar Cheryl birti mynd af henni þar sem líkaminn hennar hafði verið algjörlega klipptur út. Það vakti athygli og þá byrjuðu fjölmiðlar í Bretlandi að gruna að Cheryl bæri barn undir belti.
Í gær birtust svo myndir af móður hennar í versluninni Mothercare þar sem hún var að kaupa sérstaka púða fyrir óléttar konur. Eins og frægt er eru mæðgurnar afar nánar og því ýtir þetta enn meira undir sögusagnirnar.
