Fjórir bandarískir miðlar segja Trump vera lygara Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. september 2016 00:06 Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins. vísir/epa Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump eru á mánudagskvöld en um helgina hafa fjórir fjölmiðlar vestan hafs birt greinar þar sem farið er yfir ósannyndi Trump. Undanfarið hefur Clinton haft forskot á Trump í skoðanakönnunum en talið er að kappræðurnar gætu ráðið úrslitum um hver taki við lyklunum að Hvíta Húsinu. The New York Times reið á vaðið á laugardag með grein sinni A Week of Whoppers. Politico, The Washington Post og The Los Angeles Times birtu svipaðar greinar innan sólarhrings. Ritstjórar miðlanna segja að um tilviljun sé að ræða. Politico greindi öll ummæli Trump og Clinton yfir fimm daga tímabil og sögðu niðurstöðuna vera augljósa. Þeir töldu Trump fara svo frjálslega með staðreyndir að samanburður við Clinton væri nánast hlægilegur. Samkvæmt Politico sagði Trump að meðaltali ósatt með þriggja mínútna og fimmtán sekúndna millibili. Clinton sagði ósatt með tólf mínútna millibili. Alls töldu miðlarnir 87 rangfærslur, ýkjur eða ósannyndi frá Trump og átta frá Clinton. The New York Times taldi 31 „haugalygar“ og sagðist hafa sleppt tugum ummæla. Allir miðlarnir fjórir töldu mun á þeim rangfærslum sem Clinton fer með í samanburði við Trump. The Washington Post sagði að þó að Clinton hafi átt sinn skerf af athugaverðum ummælum virðist Trump einfaldlega ekki taka mark á staðreyndum. Þá sögðu þeir að Trump reiði sig ítrekað á vafasamar heimildir og órökstuddar fullyrðingar. Framboðsteymi Clinton tók fréttum af ósannindum Trump fagnandi, en þó er ekkert sem bendir til þess að starfsfólk hennar hafi komið við gerð fréttanna. Marty Baron, aðalritstjóri The Washington Post, sagði tímasetningu fréttanna vera tilviljun og að blaðið samstilli sig ekki við aðra miðla. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ted Cruz lýsir yfir stuðningi við Donald Trump Ted Cruz, sem sóttist eftir útnefningu sem forsetaefni Repúblikana en laut í lægra haldi fyrir Donald Trump, tilkynnti á Facebook-síðu sinni i kvöld að hann styðji fyrrverandi keppinaut sinn í kapphlaupinu að Hvíta húsinu og ætli að kjósa Trump sem forseta fremur en Hillary Clinton. 23. september 2016 22:49 Kappræður frambjóðenda gætu ráðið úrslitum í Bandaríkjunum Fyrstu kappræður í forsetakosningabaráttunni í Bandaríkjunum fara fram aðfaranótt þriðjudags. Kappræðurnar gætu skipt sköpum. Forskot Hillary Clinton hefur minnkað verulega undanfarnar vikur. 22. september 2016 07:00 Trump aftur upp að hlið Clinton Forskot Clinton hefur verið afgerandi frá landsþingi Demókrata sem fór fram í lok júlí. 20. september 2016 08:00 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Fleiri fréttir Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Sjá meira
Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump eru á mánudagskvöld en um helgina hafa fjórir fjölmiðlar vestan hafs birt greinar þar sem farið er yfir ósannyndi Trump. Undanfarið hefur Clinton haft forskot á Trump í skoðanakönnunum en talið er að kappræðurnar gætu ráðið úrslitum um hver taki við lyklunum að Hvíta Húsinu. The New York Times reið á vaðið á laugardag með grein sinni A Week of Whoppers. Politico, The Washington Post og The Los Angeles Times birtu svipaðar greinar innan sólarhrings. Ritstjórar miðlanna segja að um tilviljun sé að ræða. Politico greindi öll ummæli Trump og Clinton yfir fimm daga tímabil og sögðu niðurstöðuna vera augljósa. Þeir töldu Trump fara svo frjálslega með staðreyndir að samanburður við Clinton væri nánast hlægilegur. Samkvæmt Politico sagði Trump að meðaltali ósatt með þriggja mínútna og fimmtán sekúndna millibili. Clinton sagði ósatt með tólf mínútna millibili. Alls töldu miðlarnir 87 rangfærslur, ýkjur eða ósannyndi frá Trump og átta frá Clinton. The New York Times taldi 31 „haugalygar“ og sagðist hafa sleppt tugum ummæla. Allir miðlarnir fjórir töldu mun á þeim rangfærslum sem Clinton fer með í samanburði við Trump. The Washington Post sagði að þó að Clinton hafi átt sinn skerf af athugaverðum ummælum virðist Trump einfaldlega ekki taka mark á staðreyndum. Þá sögðu þeir að Trump reiði sig ítrekað á vafasamar heimildir og órökstuddar fullyrðingar. Framboðsteymi Clinton tók fréttum af ósannindum Trump fagnandi, en þó er ekkert sem bendir til þess að starfsfólk hennar hafi komið við gerð fréttanna. Marty Baron, aðalritstjóri The Washington Post, sagði tímasetningu fréttanna vera tilviljun og að blaðið samstilli sig ekki við aðra miðla.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ted Cruz lýsir yfir stuðningi við Donald Trump Ted Cruz, sem sóttist eftir útnefningu sem forsetaefni Repúblikana en laut í lægra haldi fyrir Donald Trump, tilkynnti á Facebook-síðu sinni i kvöld að hann styðji fyrrverandi keppinaut sinn í kapphlaupinu að Hvíta húsinu og ætli að kjósa Trump sem forseta fremur en Hillary Clinton. 23. september 2016 22:49 Kappræður frambjóðenda gætu ráðið úrslitum í Bandaríkjunum Fyrstu kappræður í forsetakosningabaráttunni í Bandaríkjunum fara fram aðfaranótt þriðjudags. Kappræðurnar gætu skipt sköpum. Forskot Hillary Clinton hefur minnkað verulega undanfarnar vikur. 22. september 2016 07:00 Trump aftur upp að hlið Clinton Forskot Clinton hefur verið afgerandi frá landsþingi Demókrata sem fór fram í lok júlí. 20. september 2016 08:00 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Fleiri fréttir Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Sjá meira
Ted Cruz lýsir yfir stuðningi við Donald Trump Ted Cruz, sem sóttist eftir útnefningu sem forsetaefni Repúblikana en laut í lægra haldi fyrir Donald Trump, tilkynnti á Facebook-síðu sinni i kvöld að hann styðji fyrrverandi keppinaut sinn í kapphlaupinu að Hvíta húsinu og ætli að kjósa Trump sem forseta fremur en Hillary Clinton. 23. september 2016 22:49
Kappræður frambjóðenda gætu ráðið úrslitum í Bandaríkjunum Fyrstu kappræður í forsetakosningabaráttunni í Bandaríkjunum fara fram aðfaranótt þriðjudags. Kappræðurnar gætu skipt sköpum. Forskot Hillary Clinton hefur minnkað verulega undanfarnar vikur. 22. september 2016 07:00
Trump aftur upp að hlið Clinton Forskot Clinton hefur verið afgerandi frá landsþingi Demókrata sem fór fram í lok júlí. 20. september 2016 08:00