Innlent

Hinn grunaði í Eyjum verður áfram á Litla-Hrauni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Samskipti fólksins og stympingar hófust við skemmtistaðinn Lundann en að sögn starfsmanna staðarins fannst konan nokkrum götum frá.
Samskipti fólksins og stympingar hófust við skemmtistaðinn Lundann en að sögn starfsmanna staðarins fannst konan nokkrum götum frá. vísir/óskar p. friðriksson
Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um óhugnanlega árás á konu aðfaranótt laugardags síðastliðna helgi verður áfram í gæsluvarðhaldi til miðvikudags. Héraðsdómur Suðurlands féllst á kröfu Lögreglustjórans í Vestmannaeyjum þess efnis. 

Varðhaldskrafan er á grundvelli rannsóknarhagsmuna en lögregla vill koma í veg fyrir að hinn grunaði geti haft áhrif á frásögn vitna.

Rannsókn lögreglu er í fullum gangi og er verið að yfirheyra alla sem geta hugsanlega veitt upplýsingar í málinu. Konan fannst illa leikin, nakin og með líkamshita rétt yfir 35 gráðum á götum Heimaeyjar um fimm leytið fyrrnefndan laugardagsmorgun.

Dyravörður á skemmtistaðnum Lundanum kom að hinum grunaða fyrr um nóttina þar sem hann hélt höfði hennar ofan í öskubakka. Tæpri klukkustund síðar fannst konan illa útleikin og er sami aðili grunaður um að hafa ráðist á hana.

 


Tengdar fréttir

Konan sem varð fyrir árásinni í áfalli, segir fjölskyldan

Konan sem flutt var með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum um helgina eftir grófa líkamsárás er sögð í miklu andlegu áfalli og eiga erfitt með að tjá sig um atburðinn. Hæstiréttur dæmdi í gær 23 ára karlmann í gæsluvarðhald til laugardags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×