Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sveinn Arnarsson skrifar 24. september 2016 07:00 Sigurður Ingi Jóhannsson vék af þingflokksfundi eftir um 90 mínútur og hélt til Akureyrar. Fréttablaðið/Eyþór Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra tilkynnti í gær um framboð sitt til formennsku í Framsóknarflokknum. Sagði hann ákvörðunina hafa verið erfiða en á síðustu vikum hefði hann ekki getað hunsað þrýsting flokksmanna. Sigurður Ingi valdi að tilkynna um framboð sitt í kjördæmi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, núverandi formanns. „Ég vil segja að síðustu vikurnar hafa gert það að verkum að ég hef farið að hugsa um þetta af einhverri alvöru,“ segir Sigurður Ingi.Ljóst er að mótspyrna Sigurðar Inga verður mun meiri en sitjandi formaður fékk á kjördæmisráði flokksins í Mývatnssveit um síðustu helgi Fréttablaðið/EyþórHann segir flokkinn ekki á góðum stað núna. „Ég tel það óheppilegt fyrir flokkinn að halda áfram í því andrúmslofti sem hann er í í dag. Það er best að fá skýra lausn í málið á flokksþingi hver sem hún verður. Sá sem kosinn er formaður hefur þá óskorað umboð flokksmanna til að ganga til kosninga.“ Þingflokkur Framsóknarflokksins var kallaður saman með skömmum fyrirvara til fundar í Alþingishúsinu í hádeginu í gær til að ræða forystu flokksins. Í rúmar þrjár klukkustundir fundaði þingflokkurinn um stöðu formannsins og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru umræður erfiðar en hreinskilnislegar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins tilkynnti Sigurður Ingi ekki um formannsframboð á fundinum.Frá lyklaskiptum Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga í vor.„Þetta er óvenjuharkalegt uppgjör sem er að verða innan flokksins en yfirleitt hefur það verið með öðrum hætti en að formaðurinn sé skoraður á hólm korteri fyrir kosningar,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Hann segir val Framsóknarflokksins nú snúast að miklu leyti um hvor þeirra sé líklegri til að geta komið flokknum aftur í ríkisstjórn. „Það er augljóst að Sigmundur Davíð er umdeildasti stjórnmálamaður landsins og aðrir leiðtogar myndu helst vilja sleppa því að vinna með honum. Sigurður Ingi hefur hins vegar reynst sitja á friðarstóli sem forsætisráðherra og virðist njóta trausts og virðingar annarra forystumanna í stjórnmálum. Það skiptir máli í því mati sem Framsóknarmenn standa frammi fyrir.“ Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Fréttablaðsins. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fréttamenn eltu Sigmund Davíð á röndum á meðan leitað var að bílstjóranum Það má segja að setið hafi verið um Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins þegar hann fór af löngum þingflokksfundi flokksins á fimmta tímanum í dag. 23. september 2016 18:02 Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46 Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Sigurður Ingi: „Óheppilegt fyrir flokkinn að halda áfram í því andrúmi sem hann er í í dag“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið erfið ákvörðun að bjóða sig fram til formanns flokksins en Vísir greindi frá framboði formannsins fyrr í kvöld. 23. september 2016 19:56 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra tilkynnti í gær um framboð sitt til formennsku í Framsóknarflokknum. Sagði hann ákvörðunina hafa verið erfiða en á síðustu vikum hefði hann ekki getað hunsað þrýsting flokksmanna. Sigurður Ingi valdi að tilkynna um framboð sitt í kjördæmi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, núverandi formanns. „Ég vil segja að síðustu vikurnar hafa gert það að verkum að ég hef farið að hugsa um þetta af einhverri alvöru,“ segir Sigurður Ingi.Ljóst er að mótspyrna Sigurðar Inga verður mun meiri en sitjandi formaður fékk á kjördæmisráði flokksins í Mývatnssveit um síðustu helgi Fréttablaðið/EyþórHann segir flokkinn ekki á góðum stað núna. „Ég tel það óheppilegt fyrir flokkinn að halda áfram í því andrúmslofti sem hann er í í dag. Það er best að fá skýra lausn í málið á flokksþingi hver sem hún verður. Sá sem kosinn er formaður hefur þá óskorað umboð flokksmanna til að ganga til kosninga.“ Þingflokkur Framsóknarflokksins var kallaður saman með skömmum fyrirvara til fundar í Alþingishúsinu í hádeginu í gær til að ræða forystu flokksins. Í rúmar þrjár klukkustundir fundaði þingflokkurinn um stöðu formannsins og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru umræður erfiðar en hreinskilnislegar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins tilkynnti Sigurður Ingi ekki um formannsframboð á fundinum.Frá lyklaskiptum Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga í vor.„Þetta er óvenjuharkalegt uppgjör sem er að verða innan flokksins en yfirleitt hefur það verið með öðrum hætti en að formaðurinn sé skoraður á hólm korteri fyrir kosningar,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Hann segir val Framsóknarflokksins nú snúast að miklu leyti um hvor þeirra sé líklegri til að geta komið flokknum aftur í ríkisstjórn. „Það er augljóst að Sigmundur Davíð er umdeildasti stjórnmálamaður landsins og aðrir leiðtogar myndu helst vilja sleppa því að vinna með honum. Sigurður Ingi hefur hins vegar reynst sitja á friðarstóli sem forsætisráðherra og virðist njóta trausts og virðingar annarra forystumanna í stjórnmálum. Það skiptir máli í því mati sem Framsóknarmenn standa frammi fyrir.“ Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Fréttablaðsins.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fréttamenn eltu Sigmund Davíð á röndum á meðan leitað var að bílstjóranum Það má segja að setið hafi verið um Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins þegar hann fór af löngum þingflokksfundi flokksins á fimmta tímanum í dag. 23. september 2016 18:02 Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46 Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Sigurður Ingi: „Óheppilegt fyrir flokkinn að halda áfram í því andrúmi sem hann er í í dag“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið erfið ákvörðun að bjóða sig fram til formanns flokksins en Vísir greindi frá framboði formannsins fyrr í kvöld. 23. september 2016 19:56 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Fréttamenn eltu Sigmund Davíð á röndum á meðan leitað var að bílstjóranum Það má segja að setið hafi verið um Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins þegar hann fór af löngum þingflokksfundi flokksins á fimmta tímanum í dag. 23. september 2016 18:02
Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46
Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42
Sigurður Ingi: „Óheppilegt fyrir flokkinn að halda áfram í því andrúmi sem hann er í í dag“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið erfið ákvörðun að bjóða sig fram til formanns flokksins en Vísir greindi frá framboði formannsins fyrr í kvöld. 23. september 2016 19:56