Sigurður Ingi býður sig fram til formanns Framsóknarflokksins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. september 2016 19:08 Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sést hér yfirgefa þingflokksfund Framsóknarflokksins upp úr klukkan 14:30 í dag. Hann veitti fjölmiðlum ekki kost á viðtali þá en tilkynnti í kvöld að hann ætlar að bjóða sig fram til formanns flokksins. Vísir/Eyþór Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður Framsóknarflokksins ætlar að bjóða sig fram til formanns flokksins. Þetta herma heimildir fréttastofu en á morgun verður kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi sem er kjördæmi Sigurðar Inga. Sigurður Ingi sagði í viðtali í kvöldfréttum RÚV frá Akureyri nú rétt í þessu að margir hefðu skorað á hann að bjóða sig fram til formanns. Það hafi verið mikil ólga í flokknum að undanförnu og hann teldi rétt að leysa úr því með lýðræðislegum hætti og þess vegna hafi hann ákveðið að bjóða sig fram. Athygli vekur að Sigurður Ingi tilkynnir um framboð sitt í Norðausturkjördæmi, sem er kjördæmi formannsins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Um liðna helgi fékk Sigmundur Davíð einmitt yfirburðakosningu til að leiða lista flokksins í kjördæminu en afar fáir úr Akureyrarfélagi flokksins mættu til þingsins og greiddu 240 manns atkvæði en alls höfðu 370 manns atkvæðarétt á þinginu. Í dag fundaði þingflokkur Framsóknarflokksins í tæpa fjóra klukkutíma. Sigurður Ingi fór af fundinum um klukkan hálfþrjú og talaði ekki við fjölmiðla. Eftir fundinn ræddu hins vegar þeir Willum Þór Þórsson þingmaður flokksins og Sigmundur Davíð við fréttamenn. Willum Þór sagði að þingflokkurinn lýsti fullum stuðningi við Sigmund Davíð en sagði svo að hann sjálfur gæti hugsað sér að styðja Sigurð Inga og að mikilvægt væri að fram færi formannskosning á flokksþinginu sem haldið verður þann 1. og 2. október næstkomandi. Sigmundur Davíð sagði í dag að hann teldi stöðu sína í flokknum góða. „Við erum og eigum að vera mjög samheldinn og öflugur hópur. Og engin ástæða til að ætla annað en að við verðum það áfram. Þannig að ég er bjartsýnn á framhaldið og ég er bjartsýnn á kosningarnar. Hlakka til að komast í kosningabaráttuna alveg á fullu,“ sagði Sigmundur Davíð í dag. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fréttamenn eltu Sigmund Davíð á röndum á meðan leitað var að bílstjóranum Það má segja að setið hafi verið um Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins þegar hann fór af löngum þingflokksfundi flokksins á fimmta tímanum í dag. 23. september 2016 18:02 Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46 Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður Framsóknarflokksins ætlar að bjóða sig fram til formanns flokksins. Þetta herma heimildir fréttastofu en á morgun verður kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi sem er kjördæmi Sigurðar Inga. Sigurður Ingi sagði í viðtali í kvöldfréttum RÚV frá Akureyri nú rétt í þessu að margir hefðu skorað á hann að bjóða sig fram til formanns. Það hafi verið mikil ólga í flokknum að undanförnu og hann teldi rétt að leysa úr því með lýðræðislegum hætti og þess vegna hafi hann ákveðið að bjóða sig fram. Athygli vekur að Sigurður Ingi tilkynnir um framboð sitt í Norðausturkjördæmi, sem er kjördæmi formannsins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Um liðna helgi fékk Sigmundur Davíð einmitt yfirburðakosningu til að leiða lista flokksins í kjördæminu en afar fáir úr Akureyrarfélagi flokksins mættu til þingsins og greiddu 240 manns atkvæði en alls höfðu 370 manns atkvæðarétt á þinginu. Í dag fundaði þingflokkur Framsóknarflokksins í tæpa fjóra klukkutíma. Sigurður Ingi fór af fundinum um klukkan hálfþrjú og talaði ekki við fjölmiðla. Eftir fundinn ræddu hins vegar þeir Willum Þór Þórsson þingmaður flokksins og Sigmundur Davíð við fréttamenn. Willum Þór sagði að þingflokkurinn lýsti fullum stuðningi við Sigmund Davíð en sagði svo að hann sjálfur gæti hugsað sér að styðja Sigurð Inga og að mikilvægt væri að fram færi formannskosning á flokksþinginu sem haldið verður þann 1. og 2. október næstkomandi. Sigmundur Davíð sagði í dag að hann teldi stöðu sína í flokknum góða. „Við erum og eigum að vera mjög samheldinn og öflugur hópur. Og engin ástæða til að ætla annað en að við verðum það áfram. Þannig að ég er bjartsýnn á framhaldið og ég er bjartsýnn á kosningarnar. Hlakka til að komast í kosningabaráttuna alveg á fullu,“ sagði Sigmundur Davíð í dag.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fréttamenn eltu Sigmund Davíð á röndum á meðan leitað var að bílstjóranum Það má segja að setið hafi verið um Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins þegar hann fór af löngum þingflokksfundi flokksins á fimmta tímanum í dag. 23. september 2016 18:02 Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46 Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Sjá meira
Fréttamenn eltu Sigmund Davíð á röndum á meðan leitað var að bílstjóranum Það má segja að setið hafi verið um Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins þegar hann fór af löngum þingflokksfundi flokksins á fimmta tímanum í dag. 23. september 2016 18:02
Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46
Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42