Fréttamenn eltu Sigmund Davíð á röndum á meðan leitað var að bílstjóranum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. september 2016 18:02 Það má segja að setið hafi verið um Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins þegar hann fór af löngum þingflokksfundi flokksins á fimmta tímanum í dag. Fundurinn hófst um klukkan 13:20 en um hálfþrjúleytið fór Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknar af fundinum án þess að ræða við fjölmiðla. Fundinum lauk svo ekki fyrr en um tveimur tímum síðar, eða um klukkan 16:30, en miklar deilur hafa verið innan flokksins þar sem skiptar skoðanir eru um það hvort Sigmundur Davíð eigi að leiða flokkinn. Þá hafa nokkur félög innan Framsóknarflokksins skorað á Sigurð Inga að bjóða sig fram til formanns en Vísir greindi frá því fyrr í dag að þingflokkurinn hafi lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð.„Er það svona spennandi að Framsóknarflokkurinn haldi þingflokksfund?“ Heimir Már Pétursson fréttamaður Stöðvar 2 og aðrir fjölmiðlamenn sem beðið höfðu fregna af fundinum í um þrjá klukkutíma voru í miðju viðtali við Willum Þór Þórsson þingmann Framsóknarflokksins þegar Sigmundur Davíð birtist í mynd og var á leiðinni út úr þinghúsinu ásamt Jóhannesi Þór Skúlasyni aðstoðarmanni sínum. Fréttamennirnir eltu þá félaga út og náðu að spyrja Sigmund nokkurra spurninga fyrir utan þinghúsið. Þegar Sigmundur Davíð hafði svarað einni spurningu labbaði hann af stað en var áfram eltur af fréttamönnunum og náði Heimir Már meðal annars að spyrja hann hvort hann byggist við því að Sigurður Ingi myndi tilkynna um formanns. „Er það svona spennandi að Framsóknarflokkurinn haldi þingflokksfund?“ spurði Sigmundur þá léttur í bragði.Voru að leita að bílstjóranum Gísli Einarsson fréttamaður spurði þá á móti hvort að Framsóknarflokkurinn væri ekki alltaf spennandi og sagði Sigmundur hlæjandi að það væri reyndar rétt. Hann hélt síðan áfram labbi sínu en svaraði aðspurður að hann teldi stöðu sína innan þingflokksins góða. Þá kvaðst Sigmundur bjartsýnn á framhaldið og bjartsýnn á kosningarnar. Hann sagði þó fundinn ekki hafa verið til þess að kveða upp úr um stöðu sína innan flokksins; til þess væri flokksþing. Heimir Már spurði hann síðan hvort að óánægja hefði verið innan þingflokksins með svör hans í kappræðum RÚV í gærkvöldi. „Við erum að leita að Þorsteini,“ sagði Sigmundur þá en það er maðurinn sem átti að sækja hann og Jóhannes Þór að loknum fundi. „Jæja, strákar þetta er orðið ágætt núna,“ sagði Jóhannes Þór síðan en myndband af þessu öllu saman má sjá í spilaranum hér að ofan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46 Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Krísufundur hjá Framsóknarflokknum Meirihluti þingmanna flokksins boðuðu til fundarins. 23. september 2016 13:26 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Það má segja að setið hafi verið um Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins þegar hann fór af löngum þingflokksfundi flokksins á fimmta tímanum í dag. Fundurinn hófst um klukkan 13:20 en um hálfþrjúleytið fór Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknar af fundinum án þess að ræða við fjölmiðla. Fundinum lauk svo ekki fyrr en um tveimur tímum síðar, eða um klukkan 16:30, en miklar deilur hafa verið innan flokksins þar sem skiptar skoðanir eru um það hvort Sigmundur Davíð eigi að leiða flokkinn. Þá hafa nokkur félög innan Framsóknarflokksins skorað á Sigurð Inga að bjóða sig fram til formanns en Vísir greindi frá því fyrr í dag að þingflokkurinn hafi lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð.„Er það svona spennandi að Framsóknarflokkurinn haldi þingflokksfund?“ Heimir Már Pétursson fréttamaður Stöðvar 2 og aðrir fjölmiðlamenn sem beðið höfðu fregna af fundinum í um þrjá klukkutíma voru í miðju viðtali við Willum Þór Þórsson þingmann Framsóknarflokksins þegar Sigmundur Davíð birtist í mynd og var á leiðinni út úr þinghúsinu ásamt Jóhannesi Þór Skúlasyni aðstoðarmanni sínum. Fréttamennirnir eltu þá félaga út og náðu að spyrja Sigmund nokkurra spurninga fyrir utan þinghúsið. Þegar Sigmundur Davíð hafði svarað einni spurningu labbaði hann af stað en var áfram eltur af fréttamönnunum og náði Heimir Már meðal annars að spyrja hann hvort hann byggist við því að Sigurður Ingi myndi tilkynna um formanns. „Er það svona spennandi að Framsóknarflokkurinn haldi þingflokksfund?“ spurði Sigmundur þá léttur í bragði.Voru að leita að bílstjóranum Gísli Einarsson fréttamaður spurði þá á móti hvort að Framsóknarflokkurinn væri ekki alltaf spennandi og sagði Sigmundur hlæjandi að það væri reyndar rétt. Hann hélt síðan áfram labbi sínu en svaraði aðspurður að hann teldi stöðu sína innan þingflokksins góða. Þá kvaðst Sigmundur bjartsýnn á framhaldið og bjartsýnn á kosningarnar. Hann sagði þó fundinn ekki hafa verið til þess að kveða upp úr um stöðu sína innan flokksins; til þess væri flokksþing. Heimir Már spurði hann síðan hvort að óánægja hefði verið innan þingflokksins með svör hans í kappræðum RÚV í gærkvöldi. „Við erum að leita að Þorsteini,“ sagði Sigmundur þá en það er maðurinn sem átti að sækja hann og Jóhannes Þór að loknum fundi. „Jæja, strákar þetta er orðið ágætt núna,“ sagði Jóhannes Þór síðan en myndband af þessu öllu saman má sjá í spilaranum hér að ofan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46 Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Krísufundur hjá Framsóknarflokknum Meirihluti þingmanna flokksins boðuðu til fundarins. 23. september 2016 13:26 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46
Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42
Krísufundur hjá Framsóknarflokknum Meirihluti þingmanna flokksins boðuðu til fundarins. 23. september 2016 13:26