Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, hefur ekki getað sinnt starfi sínu af heilsufarsástæðum en þetta kom fyrst fram í viðtali hans við karfan.is.
„Það er ólíklegt að ég verði lengi frá störfum og að ég verði kominn aftur fyrr en síðar,“ sagði Sigurður í samtali við Vísi í dag en hann hefur ekki getað stýrt æfingum síðustu þrjár vikurnar.
„Ég get ekki sett puttann á það hvenær ég kem aftur en hugsa að það verði fljótlega,“ bætti hann við.
Keflavík mætir til leiks á nýju tímabili í Domino's-deildinni í vetur með svipaðan leikmannahóp og í fyrra. Valur Orri Valsson er farinn í nám til Bandaríkjanna og Magnús Þór Gunnarsson er genginn til liðs við Skallagrím.
„Þetta er svo til sami hópur og í fyrra og menn hafa verið duglegir. Það hefur verið líf og fjör á æfingum og menn hafa lagt mikið á sig,“ sagði Sigurður en Keflavík á enn eftir að ganga frá samningum við Bandaríkjamann fyrir veturinn.
„Það er eina baslið á okkur. Það hefur tekið lengri tíma en vanalega að semja við kana en tveir hættu við á síðustu stundu - þar af einn sem ákvað að það væri óskynsamlegt að koma til Evrópu til að spila körfubolta,“ segir Sigurður.
„Ég hef nú heyrt margt í gegnum tíðina en þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri þetta,“ bætti hann við í léttum dúr.
Sigurður á von á að það verði gengið frá því fljótlega hvaða Bandaríkjamaður leiki með Keflavík í vetur en ljóst er að um miðherja verður að ræða.
Sigurður: Ólíklegt að ég verði lengi frá störfum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti

Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti

Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn


Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn