Barcelona gjörsamlega valtaði yfir Sporting Gijon í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leikurinn fór fram á EL Molinon-vellinum sem er heimavöllur Gijon og fór hann 5-0 fyrir Barca.
Staðan í hálfleik var 2-0 fyrir Barcelona og skoraði liðið þrjú mörk í þeim síðari. Sigur þeirra var aldrei í hættu og er gríðarlegur gæðamunur á þessum liðum.
Neymar gerði tvö mörk fyrir Barcelona og þeir Rafinha, Suarez og Turan voru með sitt markið hver.
Barcelona er í efsta sæti deildarinnar með 13 stig, jafnmörg stig og Real Madrid sem á leik til góða.
Barcelona rúllaði yfir Gijon
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið




Sárt tap gegn Dönum á HM
Handbolti


Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns
Enski boltinn


Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn
Fótbolti

