Össur sakar stjórnarmeirihlutann um að vaða yfir stjórnarskrána á skítugum skónum Heimir Már Pétursson skrifar 22. september 2016 14:36 Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis frestaði í morgun atkvæðagreiðslu um EES tilskipun sem felur í sér að úrskurðarvald varðandi fjármálastofnanir færist til yfirþjóðlegrar stofnunar Evrópusambandsins. Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd, þar sem málið var til umfjöllunar, vakti athygli á því í fyrirspurnatíma, að Björg Thorarensen, annar helsti sérfræðingur þjóðarinnar í málefnum stjórnarskrárinnar, hefði lýst því yfir að þingsályktunartillagan rúmaðist ekki innan heimilda stjórnarskrárinnar. Þetta væri ný staða í málinu. „Ætlar þá hæstvirtur ráðherra að koma hingað og segja að það sé í lagi að böðlast áfram með málið og þar með að leggja blessun sína yfir það að framkvæmdavaldið gangi á skítugum skóm yfir stjórnarskrána. Hefur ekki hæstvirtur ráðherra svarið eið að stjórnarskránni?“ Eygló Harðardóttir sem gegnir embætti utanríkisráðherra í fjarveru Lilju Alfreðsdóttur tók fyrst ekki undir með Össuri og öðrum þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem voru sammála honum. Hún sagði málið rúmast innan heimilda stjórnarskrár. Þingmenn héldu engu að síður áfram að þrýsta á að atkvæðagreiðslunni yrði frestað. Þeirra á meðal Óttarr Proppe formaður Bjartrar framtíðar sem tekið hafði þátt í að afgreiða málið frá utanríkisnefnd. Hann sagðist hafa gert það á forsendum sem byggðu á eldra mati Bjargar á málinu en nú væri hún á öndverðu meiði í málinu. „Það sé full ástæða til að taka málið aftur inn til nefndar og skoða þetta aðeins betur út frá áliti Bjargar. Gerum við það ekki sé ég mér ekki fært um að styðja málið.“ Eygló lagði þá til að forseti þingsins fundaði með þingflokksformönnum. „Ég held að það væri bara mjög gott ef að okkar góðu fulltrúar, þingflokksformenn, kæmu saman hér og við myndum gera stutt hlé á fundinum,“ sagði Eygló. Og það var gert og eftir það boðað til fundar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd klukkan eitt til að skoða málið nánar. Upp úr klukkan tvö tilkynnti forseti Alþingis að atkvæðagreiðslan færi eftilvill fram klukkan fimm í dag. Alþingi Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis frestaði í morgun atkvæðagreiðslu um EES tilskipun sem felur í sér að úrskurðarvald varðandi fjármálastofnanir færist til yfirþjóðlegrar stofnunar Evrópusambandsins. Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd, þar sem málið var til umfjöllunar, vakti athygli á því í fyrirspurnatíma, að Björg Thorarensen, annar helsti sérfræðingur þjóðarinnar í málefnum stjórnarskrárinnar, hefði lýst því yfir að þingsályktunartillagan rúmaðist ekki innan heimilda stjórnarskrárinnar. Þetta væri ný staða í málinu. „Ætlar þá hæstvirtur ráðherra að koma hingað og segja að það sé í lagi að böðlast áfram með málið og þar með að leggja blessun sína yfir það að framkvæmdavaldið gangi á skítugum skóm yfir stjórnarskrána. Hefur ekki hæstvirtur ráðherra svarið eið að stjórnarskránni?“ Eygló Harðardóttir sem gegnir embætti utanríkisráðherra í fjarveru Lilju Alfreðsdóttur tók fyrst ekki undir með Össuri og öðrum þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem voru sammála honum. Hún sagði málið rúmast innan heimilda stjórnarskrár. Þingmenn héldu engu að síður áfram að þrýsta á að atkvæðagreiðslunni yrði frestað. Þeirra á meðal Óttarr Proppe formaður Bjartrar framtíðar sem tekið hafði þátt í að afgreiða málið frá utanríkisnefnd. Hann sagðist hafa gert það á forsendum sem byggðu á eldra mati Bjargar á málinu en nú væri hún á öndverðu meiði í málinu. „Það sé full ástæða til að taka málið aftur inn til nefndar og skoða þetta aðeins betur út frá áliti Bjargar. Gerum við það ekki sé ég mér ekki fært um að styðja málið.“ Eygló lagði þá til að forseti þingsins fundaði með þingflokksformönnum. „Ég held að það væri bara mjög gott ef að okkar góðu fulltrúar, þingflokksformenn, kæmu saman hér og við myndum gera stutt hlé á fundinum,“ sagði Eygló. Og það var gert og eftir það boðað til fundar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd klukkan eitt til að skoða málið nánar. Upp úr klukkan tvö tilkynnti forseti Alþingis að atkvæðagreiðslan færi eftilvill fram klukkan fimm í dag.
Alþingi Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira