Þrjár milljónir á fjáraukalögum í aðstoðarmann fyrir Ólaf Ragnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. september 2016 23:14 Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands. vísir/ernir Frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármála-og efnahagsráðherra til fjáraukalaga ársins 2016 var birt á vef Alþingis í kvöld. Þar kennir ýmissa grasa en á meðal helstu útgjaldaliða frumvarpsins eru 1,5 milljarða króna aukið framlag til öldrunarstofnanna og verulega aukin útgjöld til Útlendingastofnunar vegna fjölda hælisumsókna. Þannig eru 600 milljónir settar í uppihald hælisleitenda hér á landi og 200 milljónir fara til Útlendingastofnunar og Kærunefndar útlendingamála vegna aukinnar umsýslu og til að hraða málsmeðferð hælisumsókna. Þá vekur það athygli að aðalskrifstofa utanríkisráðuneytisins óskar eftir þriggja milljóna króna framlagi vegna þjónustu við Ólaf Ragnar Grímsson fyrrverandi forseta sem lét af embætti þann 1. ágúst síðastliðinn. Í frumvarpinu kemur fram að ríkisstjórnin hafi samþykkt að bjóða Ólafi aðstoð og þjónustu vegna ýmissa verkefna sem verða áfram á hans borði.Sjö milljónir á næsta ári „Gert er ráð fyrir að starfsmanni utanríkisráðuneytis verði falið að veita fyrrverandi forseta aðstoð og þjónustu samkvæmt framangreindu við þessi verkefni í allt að 50% starfshlutfalli,“ segir í frumvarpinu. Í ár eru áætluð útgjöld vegna þessa þrjár milljónir króna og á næsta ári sjö milljónir króna. Þá á þessi ákvörðun um aðstoð og þjónustu að koma til endurmats ekki síðar en að tveimur árum liðnum. Ekki kemur fram í frumvarpinu hvaða verkefni það eru sem verða áfram á borði Ólafs en málefni Norðurslóða hafa lengi verið honum hugleikin og má gera ráð fyrir því að það sé á meðal þess sem hann muni áfram sinna.Uppfæra á heimasíðu forsetaembættisins Eins og flestum ætti að vera kunnugt tók Guðni Th. Jóhannesson við embætti forseta Íslands af Ólafi Ragnari. Á fjáraukalögum er farið fram á aukið framlag til almenns reksturs hjá embætti forseta. Þannig er sótt um 10 milljónir króna vegna kostnaðar í tengslum við og í framhaldi af embættistöku Guðna. Nota á aukafjárframlagið til að bæta við starfsmanni á Bessastaði en starfsmannafjöldinn þar hefur haldist óbreyttur undanfarna áratugi. Þá hafði brotthvarf forseta úr embætti og embættistaka nýs forseta í för með sér ýmis útgjöld. Síðan á að uppfæra heimasíðu forsetaembættisins en hún hefur verið óbreytt frá árinu 2000. Talið er brýnt að færa vefinn til nútímahorfs, auka gagnvirkni og aðgengi snjalltækja. Efna á til útboðs í haust og opna nýja heimasíðu fyrir lok ársins. Alþingi Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármála-og efnahagsráðherra til fjáraukalaga ársins 2016 var birt á vef Alþingis í kvöld. Þar kennir ýmissa grasa en á meðal helstu útgjaldaliða frumvarpsins eru 1,5 milljarða króna aukið framlag til öldrunarstofnanna og verulega aukin útgjöld til Útlendingastofnunar vegna fjölda hælisumsókna. Þannig eru 600 milljónir settar í uppihald hælisleitenda hér á landi og 200 milljónir fara til Útlendingastofnunar og Kærunefndar útlendingamála vegna aukinnar umsýslu og til að hraða málsmeðferð hælisumsókna. Þá vekur það athygli að aðalskrifstofa utanríkisráðuneytisins óskar eftir þriggja milljóna króna framlagi vegna þjónustu við Ólaf Ragnar Grímsson fyrrverandi forseta sem lét af embætti þann 1. ágúst síðastliðinn. Í frumvarpinu kemur fram að ríkisstjórnin hafi samþykkt að bjóða Ólafi aðstoð og þjónustu vegna ýmissa verkefna sem verða áfram á hans borði.Sjö milljónir á næsta ári „Gert er ráð fyrir að starfsmanni utanríkisráðuneytis verði falið að veita fyrrverandi forseta aðstoð og þjónustu samkvæmt framangreindu við þessi verkefni í allt að 50% starfshlutfalli,“ segir í frumvarpinu. Í ár eru áætluð útgjöld vegna þessa þrjár milljónir króna og á næsta ári sjö milljónir króna. Þá á þessi ákvörðun um aðstoð og þjónustu að koma til endurmats ekki síðar en að tveimur árum liðnum. Ekki kemur fram í frumvarpinu hvaða verkefni það eru sem verða áfram á borði Ólafs en málefni Norðurslóða hafa lengi verið honum hugleikin og má gera ráð fyrir því að það sé á meðal þess sem hann muni áfram sinna.Uppfæra á heimasíðu forsetaembættisins Eins og flestum ætti að vera kunnugt tók Guðni Th. Jóhannesson við embætti forseta Íslands af Ólafi Ragnari. Á fjáraukalögum er farið fram á aukið framlag til almenns reksturs hjá embætti forseta. Þannig er sótt um 10 milljónir króna vegna kostnaðar í tengslum við og í framhaldi af embættistöku Guðna. Nota á aukafjárframlagið til að bæta við starfsmanni á Bessastaði en starfsmannafjöldinn þar hefur haldist óbreyttur undanfarna áratugi. Þá hafði brotthvarf forseta úr embætti og embættistaka nýs forseta í för með sér ýmis útgjöld. Síðan á að uppfæra heimasíðu forsetaembættisins en hún hefur verið óbreytt frá árinu 2000. Talið er brýnt að færa vefinn til nútímahorfs, auka gagnvirkni og aðgengi snjalltækja. Efna á til útboðs í haust og opna nýja heimasíðu fyrir lok ársins.
Alþingi Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira