Þrjár milljónir á fjáraukalögum í aðstoðarmann fyrir Ólaf Ragnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. september 2016 23:14 Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands. vísir/ernir Frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármála-og efnahagsráðherra til fjáraukalaga ársins 2016 var birt á vef Alþingis í kvöld. Þar kennir ýmissa grasa en á meðal helstu útgjaldaliða frumvarpsins eru 1,5 milljarða króna aukið framlag til öldrunarstofnanna og verulega aukin útgjöld til Útlendingastofnunar vegna fjölda hælisumsókna. Þannig eru 600 milljónir settar í uppihald hælisleitenda hér á landi og 200 milljónir fara til Útlendingastofnunar og Kærunefndar útlendingamála vegna aukinnar umsýslu og til að hraða málsmeðferð hælisumsókna. Þá vekur það athygli að aðalskrifstofa utanríkisráðuneytisins óskar eftir þriggja milljóna króna framlagi vegna þjónustu við Ólaf Ragnar Grímsson fyrrverandi forseta sem lét af embætti þann 1. ágúst síðastliðinn. Í frumvarpinu kemur fram að ríkisstjórnin hafi samþykkt að bjóða Ólafi aðstoð og þjónustu vegna ýmissa verkefna sem verða áfram á hans borði.Sjö milljónir á næsta ári „Gert er ráð fyrir að starfsmanni utanríkisráðuneytis verði falið að veita fyrrverandi forseta aðstoð og þjónustu samkvæmt framangreindu við þessi verkefni í allt að 50% starfshlutfalli,“ segir í frumvarpinu. Í ár eru áætluð útgjöld vegna þessa þrjár milljónir króna og á næsta ári sjö milljónir króna. Þá á þessi ákvörðun um aðstoð og þjónustu að koma til endurmats ekki síðar en að tveimur árum liðnum. Ekki kemur fram í frumvarpinu hvaða verkefni það eru sem verða áfram á borði Ólafs en málefni Norðurslóða hafa lengi verið honum hugleikin og má gera ráð fyrir því að það sé á meðal þess sem hann muni áfram sinna.Uppfæra á heimasíðu forsetaembættisins Eins og flestum ætti að vera kunnugt tók Guðni Th. Jóhannesson við embætti forseta Íslands af Ólafi Ragnari. Á fjáraukalögum er farið fram á aukið framlag til almenns reksturs hjá embætti forseta. Þannig er sótt um 10 milljónir króna vegna kostnaðar í tengslum við og í framhaldi af embættistöku Guðna. Nota á aukafjárframlagið til að bæta við starfsmanni á Bessastaði en starfsmannafjöldinn þar hefur haldist óbreyttur undanfarna áratugi. Þá hafði brotthvarf forseta úr embætti og embættistaka nýs forseta í för með sér ýmis útgjöld. Síðan á að uppfæra heimasíðu forsetaembættisins en hún hefur verið óbreytt frá árinu 2000. Talið er brýnt að færa vefinn til nútímahorfs, auka gagnvirkni og aðgengi snjalltækja. Efna á til útboðs í haust og opna nýja heimasíðu fyrir lok ársins. Alþingi Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira
Frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármála-og efnahagsráðherra til fjáraukalaga ársins 2016 var birt á vef Alþingis í kvöld. Þar kennir ýmissa grasa en á meðal helstu útgjaldaliða frumvarpsins eru 1,5 milljarða króna aukið framlag til öldrunarstofnanna og verulega aukin útgjöld til Útlendingastofnunar vegna fjölda hælisumsókna. Þannig eru 600 milljónir settar í uppihald hælisleitenda hér á landi og 200 milljónir fara til Útlendingastofnunar og Kærunefndar útlendingamála vegna aukinnar umsýslu og til að hraða málsmeðferð hælisumsókna. Þá vekur það athygli að aðalskrifstofa utanríkisráðuneytisins óskar eftir þriggja milljóna króna framlagi vegna þjónustu við Ólaf Ragnar Grímsson fyrrverandi forseta sem lét af embætti þann 1. ágúst síðastliðinn. Í frumvarpinu kemur fram að ríkisstjórnin hafi samþykkt að bjóða Ólafi aðstoð og þjónustu vegna ýmissa verkefna sem verða áfram á hans borði.Sjö milljónir á næsta ári „Gert er ráð fyrir að starfsmanni utanríkisráðuneytis verði falið að veita fyrrverandi forseta aðstoð og þjónustu samkvæmt framangreindu við þessi verkefni í allt að 50% starfshlutfalli,“ segir í frumvarpinu. Í ár eru áætluð útgjöld vegna þessa þrjár milljónir króna og á næsta ári sjö milljónir króna. Þá á þessi ákvörðun um aðstoð og þjónustu að koma til endurmats ekki síðar en að tveimur árum liðnum. Ekki kemur fram í frumvarpinu hvaða verkefni það eru sem verða áfram á borði Ólafs en málefni Norðurslóða hafa lengi verið honum hugleikin og má gera ráð fyrir því að það sé á meðal þess sem hann muni áfram sinna.Uppfæra á heimasíðu forsetaembættisins Eins og flestum ætti að vera kunnugt tók Guðni Th. Jóhannesson við embætti forseta Íslands af Ólafi Ragnari. Á fjáraukalögum er farið fram á aukið framlag til almenns reksturs hjá embætti forseta. Þannig er sótt um 10 milljónir króna vegna kostnaðar í tengslum við og í framhaldi af embættistöku Guðna. Nota á aukafjárframlagið til að bæta við starfsmanni á Bessastaði en starfsmannafjöldinn þar hefur haldist óbreyttur undanfarna áratugi. Þá hafði brotthvarf forseta úr embætti og embættistaka nýs forseta í för með sér ýmis útgjöld. Síðan á að uppfæra heimasíðu forsetaembættisins en hún hefur verið óbreytt frá árinu 2000. Talið er brýnt að færa vefinn til nútímahorfs, auka gagnvirkni og aðgengi snjalltækja. Efna á til útboðs í haust og opna nýja heimasíðu fyrir lok ársins.
Alþingi Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira