Flokkur fólksins gegn fátækt og spillingu Inga Sæland skrifar 22. september 2016 07:00 Ágæti lesandi. Mér þykir rétt að byrja á að kynna stöðu mína lítillega ásamt þeim hugsjónum sem ég el í brjósti fyrir þá, sem eiga undir högg að sækja í samfélaginu og berjast í bökkum hvern einasta dag við að ná endum saman. Hugsjónir sem urðu til þess að nú höfum við stofnað Flokk fólksins fyrir alla þá sem vilja berjast gegn mismunun, óréttlæti, lögleysu og fátækt.Lögblindur kandídat í lögfræði Ég er verulega sjónskert og 75% öryrki af þeim sökum. Ég tilheyri þeim hópi sem haldið er undir fátækramörkum og er því vön að neita mér um flest þau veraldlegu gæði sem margir aðrir taka ekki eftir að þeir njóta þar sem þau eru svo sjálfsögð. Ég gleðst eðli málsins samkvæmt fyrir allra hönd sem þurfa ekki að kvíða morgundeginum og vil þess vegna að við njótum öll slíkra lífsgæða en ekki einungis sum. Ég horfi upp á eldri borgara og öryrkja sem sitja við sama borð og ég, þ.e. draga fram lífið á framfærslu undir viðurkenndum fátækramörkum. Ég hef látið mig hafa það, haldandi að ég gæti ekkert aðhafst í stöðunni, en þá vissi ég ekki um fátæku börnin okkar. Það var vitneskjan um þau sem varð til þess að ákvörðun um að stofna Flokk fólksins var tekin. Nú er svo komið að við höfum skorið upp herör gegn valdníðslu, fátækt og spillingu. Við erum komin fram og eigum listabókstafinn F og trúum því að samtakamáttur okkar sé það mikill að okkur eigi að geta borið gæfa til að leiðrétta þá mismunun, þá fátækt og það gífurlega óréttlæti sem við höfum mátt búa við svo allt of lengi.Staðreyndin um fátæku börnin Samkvæmt samantektarskýrslu UNICEF á Íslandi frá því í janúar 2016, þá líður 9,1% íslenskra barna mismikinn skort. Þetta eru samtals 6.107 börn og þar af eru 1.586 þeirra sem líða verulegan skort. Þetta eru börnin sem geta verið svöng þar sem þau hafa ekki nesti með sér í skólann, fá ekki að borða með hinum börnunum í hádeginu af því að foreldri/foreldrar hafa ekki ráð á að greiða fyrir skólamáltíðir. Þetta eru börnin okkar sem fá ekki tækifæri til að stunda íþróttir, læra á hljóðfæri, eignast ný föt, né heldur fylgja eftir því sem talið er falla undir eðlilega framfærslu barna almennt. Þetta eru og börnin okkar sem oftast lifa við hvað erfiðastar aðstæður heima fyrir. Að ríkjandi valdhafar skuli ekki sjá ástæðu til að skera upp herör gegn þessum sorglegu aðstæðum þessara barna er mér með öllu óskiljanlegt.Er eitthvað dýrmætara en börnin okkar? Svarið við spurningunni er einfalt. NEI, það er ekkert dýrmætara en þau. Litla fólkið okkar sem líður hér skort fær aldrei að njóta æskunnar, lifir oft við sult og seyru og virðist gleymast í umræðunni. Þetta eru einstaklingarnir sem eiga hvað mest á hættu að verða utangátta í samfélaginu og lenda upp á kant við lög og reglur. Við megum aldrei gleyma því að þetta er ekki þeim að kenna, þau völdu ekki þetta erfiða hlutskipti sitt og eiga ekki að þurfa að ganga í gegnum æskuna sem eitt stórt refsingartímabil vanlíðunar og óhamingju. Flokkur fólksins vill taka utan um börnin okkar og tryggja það, að ekkert barn á Íslandi sé nokkurn tímann svangt vegna fátæktar.Flokkur fólksins kallar á þig Hjálpumst að við að útrýma fátækt og spillingu. Rekum burt allt okrið, græðgina og valdníðsluna og gerum það saman. Flokkur fólksins vill stokka spilin upp á nýtt og koma á verðlagi hér á landi til samræmis við það sem best þekkist í löndunum í kringum okkur. Flokkur fólksins vill gera öllum kleift að lifa hér með reisn en ekki bara fáum útvöldum auðvaldsgæðingum. Þess vegna er Flokkur fólksins til. Þess vegna er Flokkur fólksins flokkurinn þinn. X við F.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ágæti lesandi. Mér þykir rétt að byrja á að kynna stöðu mína lítillega ásamt þeim hugsjónum sem ég el í brjósti fyrir þá, sem eiga undir högg að sækja í samfélaginu og berjast í bökkum hvern einasta dag við að ná endum saman. Hugsjónir sem urðu til þess að nú höfum við stofnað Flokk fólksins fyrir alla þá sem vilja berjast gegn mismunun, óréttlæti, lögleysu og fátækt.Lögblindur kandídat í lögfræði Ég er verulega sjónskert og 75% öryrki af þeim sökum. Ég tilheyri þeim hópi sem haldið er undir fátækramörkum og er því vön að neita mér um flest þau veraldlegu gæði sem margir aðrir taka ekki eftir að þeir njóta þar sem þau eru svo sjálfsögð. Ég gleðst eðli málsins samkvæmt fyrir allra hönd sem þurfa ekki að kvíða morgundeginum og vil þess vegna að við njótum öll slíkra lífsgæða en ekki einungis sum. Ég horfi upp á eldri borgara og öryrkja sem sitja við sama borð og ég, þ.e. draga fram lífið á framfærslu undir viðurkenndum fátækramörkum. Ég hef látið mig hafa það, haldandi að ég gæti ekkert aðhafst í stöðunni, en þá vissi ég ekki um fátæku börnin okkar. Það var vitneskjan um þau sem varð til þess að ákvörðun um að stofna Flokk fólksins var tekin. Nú er svo komið að við höfum skorið upp herör gegn valdníðslu, fátækt og spillingu. Við erum komin fram og eigum listabókstafinn F og trúum því að samtakamáttur okkar sé það mikill að okkur eigi að geta borið gæfa til að leiðrétta þá mismunun, þá fátækt og það gífurlega óréttlæti sem við höfum mátt búa við svo allt of lengi.Staðreyndin um fátæku börnin Samkvæmt samantektarskýrslu UNICEF á Íslandi frá því í janúar 2016, þá líður 9,1% íslenskra barna mismikinn skort. Þetta eru samtals 6.107 börn og þar af eru 1.586 þeirra sem líða verulegan skort. Þetta eru börnin sem geta verið svöng þar sem þau hafa ekki nesti með sér í skólann, fá ekki að borða með hinum börnunum í hádeginu af því að foreldri/foreldrar hafa ekki ráð á að greiða fyrir skólamáltíðir. Þetta eru börnin okkar sem fá ekki tækifæri til að stunda íþróttir, læra á hljóðfæri, eignast ný föt, né heldur fylgja eftir því sem talið er falla undir eðlilega framfærslu barna almennt. Þetta eru og börnin okkar sem oftast lifa við hvað erfiðastar aðstæður heima fyrir. Að ríkjandi valdhafar skuli ekki sjá ástæðu til að skera upp herör gegn þessum sorglegu aðstæðum þessara barna er mér með öllu óskiljanlegt.Er eitthvað dýrmætara en börnin okkar? Svarið við spurningunni er einfalt. NEI, það er ekkert dýrmætara en þau. Litla fólkið okkar sem líður hér skort fær aldrei að njóta æskunnar, lifir oft við sult og seyru og virðist gleymast í umræðunni. Þetta eru einstaklingarnir sem eiga hvað mest á hættu að verða utangátta í samfélaginu og lenda upp á kant við lög og reglur. Við megum aldrei gleyma því að þetta er ekki þeim að kenna, þau völdu ekki þetta erfiða hlutskipti sitt og eiga ekki að þurfa að ganga í gegnum æskuna sem eitt stórt refsingartímabil vanlíðunar og óhamingju. Flokkur fólksins vill taka utan um börnin okkar og tryggja það, að ekkert barn á Íslandi sé nokkurn tímann svangt vegna fátæktar.Flokkur fólksins kallar á þig Hjálpumst að við að útrýma fátækt og spillingu. Rekum burt allt okrið, græðgina og valdníðsluna og gerum það saman. Flokkur fólksins vill stokka spilin upp á nýtt og koma á verðlagi hér á landi til samræmis við það sem best þekkist í löndunum í kringum okkur. Flokkur fólksins vill gera öllum kleift að lifa hér með reisn en ekki bara fáum útvöldum auðvaldsgæðingum. Þess vegna er Flokkur fólksins til. Þess vegna er Flokkur fólksins flokkurinn þinn. X við F.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun