Fótbolti

Bayern á toppinn en lið Alfreðs náði ekki að skora

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alfreð bíður enn eftir sínu fyrsta marki á tímabilinu.
Alfreð bíður enn eftir sínu fyrsta marki á tímabilinu. vísir/getty
Augsburg náði ekki að skora í þýska boltanum í kvöld en leikmenn Bayern lentu ekki í neinum vandræðum með það.

Alfreð Finnbogason lék allan leikinn fyrir Augsburg sem gerði markalaust jafntefli á útivelli gegn Bayer Leverkusen. Augsburg er rétt fyrir neðan miðja deild.

Bayern er komið á topp deildarinnar eftir að hafa unnið toppslaginn gegn Hertha, 3-0. Bæði lið voru með 9 stig fyrir leikinn eða stigi minna en Dortmund.

Dortmund er nú í öðru sæti og eltingarleikurinn við Bayern er formlega hafinn enn eitt árið.

Úrslit:

Bayern-Hertha  3-0

Franck Ribery, Thiago Alcantara, Arjen Robben.

Leverkusen-Augsburg  0-0

Werder Bremen-Mainz  1-2

Schalke-Köln  1-3

Leipzig-Mönchengladbach  1-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×