Norrænusmyglið: Þungir dómar féllu í héraðsdómi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. september 2016 14:00 Íslendingarnir fengu átta ára dóm en Hollendingarnir fimm ára dóm í málinu. Vísir Fjórir menn, Angelo Uyleman, Peter Schmitz, Baldur Guðmundsson og Davíð Berndsen Bjarkason, voru í Héraðsdómi Reykjaness í dag fundnir sekir um fíkniefnasmygl hingað til lands með Norrænu á síðasta ári. Hollendingarnir tveir, Angelo og Peter, fengu fimm ára fangelsisdóm. Baldur, 39 ára, var dæmdur í átta ára fangelsi og Davíð, 28 ára, í átta og ár og sex mánuði. Til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem mennirnir sættu frá 29. september til 22. desember. Þeim var gert að greiða allt að átta milljónir króna í lögfræði- og sakarkostnað. Fíkniefnainnflutningurinn var þaulskipulagður, en um var að ræða tæplega 20 kíló af amfetamíni og um 2,6 kíló af kókaíni sem flutt voru hingað til lands frá Hollandi. Fíkniefnin voru falin í sérútbúnum geymsluhólfum undir framsætum og í miðjustokk bifreiðar sem Hollendingurinn Angelo Uyleman ók til Danmerkur og þaðan með farþegaferjunni Norrænu. Sjá einnig:Eignaðist svo góða vini á Kvíabryggju Mál Angelo vakti nokkra athygli fyrir þær sakir að hann er greindarskertur en sálfræðingur, sem framkvæmdi próf á Angelo, staðsetti hann sem tólf ára í aldri. Angelo sat í einangrun í átta vikur og var sú vist harðlega gagnrýnd vegna andlegrar fötlunar hans. Þá hefur hann verið í farbanni frá því í desember í fyrra.Málið vakti nokkra athygli, ekki síst vegna þess að Angelo er greindarskertur og sætti einangrun í átta vikur. Sú vist var harðlega gagnrýnd.vísir/ernirSamlandi Angelo, Peter Schmitz, var ákærður fyrir að hafa undirbúið innflutninginn og aðstoðað Angelo fyrir báðar ferðirnar í fyrra. Íslendingarnir tveir, Baldur Guðmundsson og Davíð Berndsen Bjarkason, voru ákærðir fyrir að hafa lagt á ráðin um innflutninginn og fjármagnað að hluta kaup á fíkniefnunum og kostnað við innflutning þeirra.Sjá einnig:Á hælum Angelo dögum saman: „Hrein og klár tilviljun“Þaulskipulagt smygl Atburðarásinni er lýst nokkuð ítarlega í ákærunni og virðist undirbúningur að smyglinu hafa staðið yfir í nokkurn tíma. Angelo kom til landsins 22. september 2015 en hélt aftur af landi brott frá Keflavíkurflugvelli þremur dögum síðar. Hann skildi bíl sinn eftir í skammtímastæði við Leifsstöð, en kom svo aftur til landsins frá Amsterdam 28. september. Þann dag ók hann að bænum Stóra Knarrarnesi þar sem fyrirhugað var að fjarlægja fíkniefnin úr bifreiðinni. Þar voru Angelo og Peter báðir handteknir.Sjónauki fannst í bíl annars Íslendingsins en talið er að hann hafi verið að fylgjast með ferðum Angelo. Mynd úr safni.vísir/gettyAnnar Íslendingurinn, Baldur Guðmundsson, var einnig handtekinn við Stóra Knarrarnes. Hann hafði tekið nokkra bíla á leigu á tveggja mánaða tímabili og ekið þeim yfir tvö þúsund kílómetra. Þá hafði hann á þessu sama tímabili komið þrisvar til Seyðisfjarðar. Á fjögurra mánaða tímabili eyddi hann einni og hálfri milljón króna í bílaleigubíla. Sjá einnig: Angelo breytti framburði sínum fyrir dómi Í bíl Baldurs fannst sjónauki, lambhúshetta og rúmlega 15.600 evrur, eða um 2,2 milljónir íslenskra króna, og taldi lögregla að hann hafi verið að fylgjast með Angelo. Fyrir dómi sagði Baldur það hafa verið hreina og klára tilviljun að hafa ítrekað verið staddur á sama stað og Angelo. Milljónirnar tvær voru gerðar upptækar, samkvæmt dómnum sem féll í dag.Fíkniefnunum var smyglað hingað til lands í gegnum Norrænu.vísirHinn Íslendingurinn, Davíð Berndsen Bjarkason, var handtekinn á heimili tengdaforeldra sinna 28. september. Hann var sagður hafa haldið utan um fullkomið bókhald yfir fíkniefnaviðskipti og ljósmyndir af Norrænu sem sýna akstur bifreiða umhverfis skipið. Baldur og Davíð eru sagðir hafa fjármagnað kaupin með greiðslum í reiðufé inn á 30 Ikort upp á samtals níu milljónir króna. Þau hafi verið notuð til úttekta í hraðbönkum víða í Evrópu. Þá fann lögregla kassa af Blackberry farsímum sem taldir eru hafa verið notaðir í samskiptum við erlenda samverkamenn, en við rannsókn lögreglu kom í ljós að símana var eingöngu hægt að nota til að eiga dulkóðuð textasamskipti. Fjórmenningarnir neituðu allir sök við þingfestingu málsins í apríl. Farið var fram á allt að 12 ára fangelsi yfir þeim. Líkt og fram hefur komið var smyglið þaulskipulagt og atburðarásin eftir því, en tímalínu atburðanna má sjá hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Á hælum Angelo dögum saman: „Hrein og klár tilviljun“ Annar Íslendinganna sem ákærður er fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað að hluta innflutning á um 23 kílóum á sterkum fíkniefnum segir það hreina og klára tilviljun að hann hafi ítrekað verið staddur á sama stað og Angelo Uyleman, Hollendingur sem einnig er ákærður í málinu. 11. ágúst 2016 13:31 Sagði Angelo ófæran um að fara einan til Íslands Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Angelo og þremur öðrum mönnum hóst í gær. Þeir eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Angelo er greindarskertur og sést á geðmati að hann er með slakan þroska. 11. ágúst 2016 08:00 Hinn Íslendingurinn um rannsókn lögreglu: „Þetta er bara hlægilegt“ Ákærði segir skjöl sem fundust í tölvu hans ekki tengjast fíkniefnaviðskiptum með neinum hætti. 11. ágúst 2016 15:11 Hinn Hollendingurinn: Átti ekki von á fíkniefnum heldur peningum til sumarhúsakaupa Segir dvölina á Íslandi hafa verið slæma. 11. ágúst 2016 11:53 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Fjórir menn, Angelo Uyleman, Peter Schmitz, Baldur Guðmundsson og Davíð Berndsen Bjarkason, voru í Héraðsdómi Reykjaness í dag fundnir sekir um fíkniefnasmygl hingað til lands með Norrænu á síðasta ári. Hollendingarnir tveir, Angelo og Peter, fengu fimm ára fangelsisdóm. Baldur, 39 ára, var dæmdur í átta ára fangelsi og Davíð, 28 ára, í átta og ár og sex mánuði. Til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem mennirnir sættu frá 29. september til 22. desember. Þeim var gert að greiða allt að átta milljónir króna í lögfræði- og sakarkostnað. Fíkniefnainnflutningurinn var þaulskipulagður, en um var að ræða tæplega 20 kíló af amfetamíni og um 2,6 kíló af kókaíni sem flutt voru hingað til lands frá Hollandi. Fíkniefnin voru falin í sérútbúnum geymsluhólfum undir framsætum og í miðjustokk bifreiðar sem Hollendingurinn Angelo Uyleman ók til Danmerkur og þaðan með farþegaferjunni Norrænu. Sjá einnig:Eignaðist svo góða vini á Kvíabryggju Mál Angelo vakti nokkra athygli fyrir þær sakir að hann er greindarskertur en sálfræðingur, sem framkvæmdi próf á Angelo, staðsetti hann sem tólf ára í aldri. Angelo sat í einangrun í átta vikur og var sú vist harðlega gagnrýnd vegna andlegrar fötlunar hans. Þá hefur hann verið í farbanni frá því í desember í fyrra.Málið vakti nokkra athygli, ekki síst vegna þess að Angelo er greindarskertur og sætti einangrun í átta vikur. Sú vist var harðlega gagnrýnd.vísir/ernirSamlandi Angelo, Peter Schmitz, var ákærður fyrir að hafa undirbúið innflutninginn og aðstoðað Angelo fyrir báðar ferðirnar í fyrra. Íslendingarnir tveir, Baldur Guðmundsson og Davíð Berndsen Bjarkason, voru ákærðir fyrir að hafa lagt á ráðin um innflutninginn og fjármagnað að hluta kaup á fíkniefnunum og kostnað við innflutning þeirra.Sjá einnig:Á hælum Angelo dögum saman: „Hrein og klár tilviljun“Þaulskipulagt smygl Atburðarásinni er lýst nokkuð ítarlega í ákærunni og virðist undirbúningur að smyglinu hafa staðið yfir í nokkurn tíma. Angelo kom til landsins 22. september 2015 en hélt aftur af landi brott frá Keflavíkurflugvelli þremur dögum síðar. Hann skildi bíl sinn eftir í skammtímastæði við Leifsstöð, en kom svo aftur til landsins frá Amsterdam 28. september. Þann dag ók hann að bænum Stóra Knarrarnesi þar sem fyrirhugað var að fjarlægja fíkniefnin úr bifreiðinni. Þar voru Angelo og Peter báðir handteknir.Sjónauki fannst í bíl annars Íslendingsins en talið er að hann hafi verið að fylgjast með ferðum Angelo. Mynd úr safni.vísir/gettyAnnar Íslendingurinn, Baldur Guðmundsson, var einnig handtekinn við Stóra Knarrarnes. Hann hafði tekið nokkra bíla á leigu á tveggja mánaða tímabili og ekið þeim yfir tvö þúsund kílómetra. Þá hafði hann á þessu sama tímabili komið þrisvar til Seyðisfjarðar. Á fjögurra mánaða tímabili eyddi hann einni og hálfri milljón króna í bílaleigubíla. Sjá einnig: Angelo breytti framburði sínum fyrir dómi Í bíl Baldurs fannst sjónauki, lambhúshetta og rúmlega 15.600 evrur, eða um 2,2 milljónir íslenskra króna, og taldi lögregla að hann hafi verið að fylgjast með Angelo. Fyrir dómi sagði Baldur það hafa verið hreina og klára tilviljun að hafa ítrekað verið staddur á sama stað og Angelo. Milljónirnar tvær voru gerðar upptækar, samkvæmt dómnum sem féll í dag.Fíkniefnunum var smyglað hingað til lands í gegnum Norrænu.vísirHinn Íslendingurinn, Davíð Berndsen Bjarkason, var handtekinn á heimili tengdaforeldra sinna 28. september. Hann var sagður hafa haldið utan um fullkomið bókhald yfir fíkniefnaviðskipti og ljósmyndir af Norrænu sem sýna akstur bifreiða umhverfis skipið. Baldur og Davíð eru sagðir hafa fjármagnað kaupin með greiðslum í reiðufé inn á 30 Ikort upp á samtals níu milljónir króna. Þau hafi verið notuð til úttekta í hraðbönkum víða í Evrópu. Þá fann lögregla kassa af Blackberry farsímum sem taldir eru hafa verið notaðir í samskiptum við erlenda samverkamenn, en við rannsókn lögreglu kom í ljós að símana var eingöngu hægt að nota til að eiga dulkóðuð textasamskipti. Fjórmenningarnir neituðu allir sök við þingfestingu málsins í apríl. Farið var fram á allt að 12 ára fangelsi yfir þeim. Líkt og fram hefur komið var smyglið þaulskipulagt og atburðarásin eftir því, en tímalínu atburðanna má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Á hælum Angelo dögum saman: „Hrein og klár tilviljun“ Annar Íslendinganna sem ákærður er fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað að hluta innflutning á um 23 kílóum á sterkum fíkniefnum segir það hreina og klára tilviljun að hann hafi ítrekað verið staddur á sama stað og Angelo Uyleman, Hollendingur sem einnig er ákærður í málinu. 11. ágúst 2016 13:31 Sagði Angelo ófæran um að fara einan til Íslands Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Angelo og þremur öðrum mönnum hóst í gær. Þeir eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Angelo er greindarskertur og sést á geðmati að hann er með slakan þroska. 11. ágúst 2016 08:00 Hinn Íslendingurinn um rannsókn lögreglu: „Þetta er bara hlægilegt“ Ákærði segir skjöl sem fundust í tölvu hans ekki tengjast fíkniefnaviðskiptum með neinum hætti. 11. ágúst 2016 15:11 Hinn Hollendingurinn: Átti ekki von á fíkniefnum heldur peningum til sumarhúsakaupa Segir dvölina á Íslandi hafa verið slæma. 11. ágúst 2016 11:53 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Á hælum Angelo dögum saman: „Hrein og klár tilviljun“ Annar Íslendinganna sem ákærður er fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað að hluta innflutning á um 23 kílóum á sterkum fíkniefnum segir það hreina og klára tilviljun að hann hafi ítrekað verið staddur á sama stað og Angelo Uyleman, Hollendingur sem einnig er ákærður í málinu. 11. ágúst 2016 13:31
Sagði Angelo ófæran um að fara einan til Íslands Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Angelo og þremur öðrum mönnum hóst í gær. Þeir eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Angelo er greindarskertur og sést á geðmati að hann er með slakan þroska. 11. ágúst 2016 08:00
Hinn Íslendingurinn um rannsókn lögreglu: „Þetta er bara hlægilegt“ Ákærði segir skjöl sem fundust í tölvu hans ekki tengjast fíkniefnaviðskiptum með neinum hætti. 11. ágúst 2016 15:11
Hinn Hollendingurinn: Átti ekki von á fíkniefnum heldur peningum til sumarhúsakaupa Segir dvölina á Íslandi hafa verið slæma. 11. ágúst 2016 11:53