Innlent

Líkamsárás í Eyjum: Útskrifaði sig af sjúkrahúsi og hefur ekki lagt fram kæru

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Kona var flutt með sjúkraflugi eftir líkamsárás í Eyjum.
Kona var flutt með sjúkraflugi eftir líkamsárás í Eyjum. vísir/pjetur
Alvarleg líkamsárás sem átti sér stað í Vestmannaeyjum á laugardagskvöld er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Þetta staðfesti Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, í samtali við fréttastofu í gær.

Hálffimmtug kona sem býr í Eyjum fannst meðvitundarlaus og fáklædd með mikla áverka í húsgarði í bænum. Maður um þrítugt sem einnig býr í Eyjum er talinn hafa ráðist á konuna og veitt henni áverkana.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er konan höfuðkúpubrotin. Hún var flutt með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur á laugardag en mun hafa útskrifað sjálfa sig af Landspítalanum í gær.

Mbl.is greindi frá því í gær að Héraðsdómur Suðurlands hafi hafnað kröfu um gæsluvarðhald yfir grunuðum árásarmanni en þeim úrskurði hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Konan hefur ekki lagt fram kæru á hendur manninum. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu


Tengdar fréttir

Líkamsárás til rannsóknar í Eyjum

Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar nú líkamsárás sem átti sér stað í bænum aðfaranótt laugardagsins síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×