Innlent

Líkamsárás til rannsóknar í Eyjum

Atli Ísleifsson skrifar
Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. Vísir/Pjetur
Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar nú líkamsárás sem átti sér stað í bænum aðfaranótt laugardagsins síðastliðinn. Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, staðfestir þetta í samtali við Vísi.

Jóhannes vildi ekki tjá sig um frétt Stundarinnar um að kona á fimmtugsaldri hafi fundist meðvitundarlaus, nakin og með mikla áverka í húsgarði í Vestmannaeyjum umrædda nótt og verið flutt í skyndi með sjúkraflugi til Reykjavíkur.

Vísir hafði samband við Hrönn Stefánsdóttur, verkefnisstjóra neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis, en gat ekki staðfest að mál hafi komið inn á borð um helgina þar sem hún er stödd erlendis.

Mbl hefur eftir heimildum að gæslu­v­arðhalds hafi verið krafist yfir manninum en að Héraðsdómur Suðurlands hafi hafnað kröfunni. Úrskurðinum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×