Færst hefur í aukana að fyrirtæki auglýsi sig í gegnum vinsæla notendur smáforritsins Snapchat, sem í daglegu tali eru kallaðir snapparar. Töluvert virðist vera um að auglýsingar á Snapchat séu duldar, þ.e. að viðkomandi snapparar auglýsi vörurnar án þess að taka fram að um auglýsingu sé að ræða en duldar auglýsingar eru bannaðar á Íslandi. Snappararnir fá ýmist greitt í peningum eða gjöfum fyrir að auglýsa vörurnar. Neytendastofa hefur gefið út leiðbeiningar um auðþekkjanlegar auglýsingar sem byggðar eru á samnorrænum reglum. Samkvæmt þeim skiptir ekki máli hvort fólk fái greiðslu í formi peninga eða í vörum. Leiðbeiningarnar taka sérstaklega fram að börn og unglingar noti samfélagsmiðla mikið, en meirihluti notenda Snapchat er undir 25 ára. Vísir ræddi við nokkra vel valda snappara. Flestir voru þeir á einu máli um að duldar auglýsingar væru of algengar, og sögðust forðast þær eftir bestu getu. Allir höfðu einhvern tímann þegið borgun fyrir auglýsingu. Þau fyrirtæki sem Vísir ræddi við um auglýsingar á Snapchat nefndu öll að Snapchat væri skemmtilegur og nútímalegur miðill en flestir vildu sem minnst gera úr auglýsingum fyrirtækisins á Snapchat. Auglýsingar á Snapchat eru orðnar algengar og sumar hverjar ansi umfangsmiklar. Til að mynda má nefna auglýsingar sem Tjarnargatan framleiddi í samstarfi við þekkta snappara fyrr á þessu ári. Auglýsingarnar, sem unnar voru fyrir Samgöngustofu og Símann, höfðu yfirskriftina höldum fókus og áttu að vekja athygli á því hversu hættulegt er að nota Snapchat undir stýri. Á dögunum framleiddi Tjarnargatan svo aðra umfangsmikla auglýsingu fyrir Aukakrónur Landsbankans, í samstarfi við snapparann og ljósmyndarann Snorra Björnsson. Að lokum voru öll Aukakrónu snöpp Snorra, svokölluð saga hans (e. story) tólf mínútur að lengd. Hvert snapp er að hámarki tíu sekúndur að lengd og því má áætla að Snorri hafi snappað mörg hundruð sinnum en sum snöpp eru mun styttri og jafnvel tekið nokkrar tilraunir. Ýmsir landsþekktir aðilar komu við sögu en auglýsingin vakti gríðarlega athygli og komu yfir tíu fyrirtæki að gerð hennar. Rúmlega 23 þúsund fylgjendur „Ég er með rúmlega 23 þúsund sem hafa horft á snap hjá mér en eins og allir hinir þá veit ekki ekki hversu marga ég er raunverulega með þarna inni,“ segir Snorri Björnsson í samtali við Vísi. Snorri segist alltaf gera áhorfendum ljóst ef um auglýsingu sé að ræða. „Ef eitthvað er auglýst hjá mér þá veit fólk hundrað prósent af því, eða ef það er borgað fyrir eitthvað. Ég er aldrei að reyna að fela neitt eða lauma neinu þarna inn,“ segir Snorri og tekur sem dæmi íþróttadrykkinn Hámark. „Þá hitti ég Ívar Guðmunds á b5 klukkan fjögur um nótt og segi við hann „heyrðu ef ég auglýsi þig á Snapchat, ætlarðu þá að gefa mér kassa af hámarki?“ Tek síðan í hendina á honum á snappinu, tek mynd af okkur og skrifa „búinn að skrifa undir.“ Fólk er alltaf mjög meðvitað um það hver forsagan er. Ég er ekkert að þykjast vera með Hámark á daginn, þetta er bara drykkur sem ég drekk.“ „Mér býður bara við því að vera eitthvað svona að lauma einhverju inn án þess að fólk viti það,“ segir Snorri. Þeir sem standa að baki próteindrykknum Hámarks nýta sér Snapchat töluvert til að ná til ungs fólks. Hámark er runnið undan rifjum Arnars Grant og Ívars Guðmundssonar en Arnar segir þá starfrækja sérstakan Hámarks-aðgang ásamt því að leita til íþróttafólks sem er með marga fylgjendur og láta það kynna vörurnar fyrir fylgjendum sínum. Arnar segir þetta vera frábæra leið til að ná til ungs fólks. „Þetta er ákveðinn markhópur sem er inn á þessu, sem les ekki blöðin jafn mikið og þetta er að aukast að okkar mati, hangir saman við Facebook og aðra samfélagsmiðla. Þetta er framtíðin í markaðssetningu og á bara eftir að aukast.“Berglind Pétursdóttir.Vísir/ErnirAlls konar leiðir í boði Berglind Pétursdóttir, sem sumir þekkja betur sem Berglindi Festival, nýtur vinsælda á samfélagsmiðlum. Hún snappar undir notandanafninu berglindp, en vill ekki gefa upp hversu marga fylgjendur hún hefur á Snapchat. Berglind er einnig samfélagsmiðlaráðgjafi hjá ENNEMM auglýsingastofu. Berglind segist verða vör við auglýsingar á Snapchat. „Ég tek eftir því hjá ákveðnum aðilum sem ég fylgi að þeir eru mikið að minnast á og sýna ákveðnar vörur og þjónustu já. Þeir ná að fela það misvel,“ segir Berglind í samtali við Vísi. „Ég hef fengið vörur gefins og í staðinn talað um eða sýnt þær á Snapchat reikningnum mínum.“ Aðspurð segir Berglind mismunandi hvort auglýsingar á Snapchat séu duldar eða ekki. „Það er mismunandi eftir snöppurum og hvernig þeir nálgast þetta. Sumir þykjast vera að prófa eitthvað af því að þá langar til þess þegar það er augljóslega kostað af fyrirtæki. Aðrir eru hreinskilnari og segja bara að þeim hafi verið gefið eitthvað eða boðið að prófa til að geta sýnt fylgjendum hvort þeim líki það vel eða illa,“ segir Berglind. „Uppáhaldið mitt hingað til er metnaðarfulla storyið hjá Snorra Björns sem var algjört Snapchat meistaraverk sem hefur krafist mikillar vinnu og svo var ákveðnu fyrirtæki þakkað fyrir að gera honum þetta kleift. Það eru alls konar leiðir í boði,“ segir Berglind og vísar þar í auglýsingu fyrir Aukakrónur hjá Landsbankanum sem Snorri Björnsson gerði í samstarfi við Tjarnargötuna.Byrjaði með Domino's Nanna Hermannsdóttir háskólanemi er með vinsælt Snapchat sem um 2000 manns fylgjast með á hverjum degi. „Það fer svo upp og niður eftir því hversu virk og skemmtileg ég er,“ segir Nanna í samtali við Vísi, en hún snappar undir notandanafninu nannahermanns. Nanna segist verða mjög vör við að Snapchat notendur fái borgað fyrir auglýsingar og að þeir séu misgóðir í að fela auglýsingar. Hún segist stundum vita af auglýsingum, einfaldlega því hún hafi sjálf verið beðin um að auglýsa vöruna. Sem dæmi nefnir Nanna að henni hafi verið boðið að auglýsa smáforritið Aur, en sökum þess að hún var í auglýsingu hjá sambærilegu smáforriti – Kass – hafi hún ekki getað það með góðri samvisku. „Nokkrum dögum seinna sá ég svo Aronmola auglýsa Aur. Hann gerði það mjög vel og ég hefði örugglega ekki fattað það nema út af þessu.“ Snapchat ævintýri Nönnu hófst með Domino's. „Ég hef samt bara einu sinni fengið borgað fyrir auglýsingu hjá þeim. Það var þegar landsmönnum var boðið að búa til óskapitsuna og svo endaði ein þeirra á matseðli. Ég er ennþá sár yfir að Nönnupitsa hafi ekki unnið. Venjulega tala ég bara rosalega mikið um Domino‘s því ég er í alvörunni þeirra stærsti aðdáandi og stundum er mér boðin frí pitsa eftir á.“ Nanna segist hafa fengið borgað fyrir auglýsingar á Snapchat. „Ég er mjög oft beðin um að auglýsa eitthvað og ég geri það ef mér lýst vel á hlutina. Ég held því samt í gríðarlegu lágmarki. Ég fékk einu sinni einhverja kassa af Sólbert, en ekkert borgað umfram það.“Sólbert er áfengur drykkur sem framleiddur er af Ölgerðinni. Gunnar B. Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Ölgerðarinnar, segir í samtali við Vísi að eini vettvangur Ölgerðarinnar á Snapchat sé Pepsideildin. „Það eru félagarnir í Áttunni sem sjá um það og þetta er svona bara til að leyfa fólki að skyggnast aðeins baksviðs í Pepsi deildina, sjá hluti sem sjást venjulega ekki í sjónvarpinu. En þetta er það eina sem við erum með í gangi,“ segir Gunnar.Auglýsingar margslungnar Aron Már Ólafsson er með 27 þúsund fylgjendur á snappinu sínu, aronmola. Hann segist hafa tekið að sér borguð verkefni fyrir fyrirtæki, en að honum sé innst inni illa við auglýsingar á Snapchat. Hann segir þó að það séu mismunandi leiðir til að auglýsa. „Mér finnst eitt ef að fyrirtæki sendir þér vöru og þú prófar hana, óháð því að setja hana inn á Snapchat eða Instagram eða hvað það nú er, og ákveður að ef þú fílir ekki vöruna þá þarftu ekki að segja neitt. Ég veit að einhverjir eru þannig, en svo veit maður það aldrei fyrir víst. Svo eru aðrir þar sem fyrirtæki hafa samband, segjast ætla að dæla vörum í fólk í skiptum fyrir einhverskonar auglýsingu. Þar finnst mér þetta vera á gráu svæði. Þá finnst mér auglýsingin vera á fölskum forsendum. Þá er verið í rauninni að ljúga að þeim sem er að horfa, um hversu frábær varan er,” segir Aron í samtali við Vísi. Aron hefur sjálfur auglýst fyrir fyrirtæki, þar á meðal Domino’s. „Þau höfðu samband við mig að fyrra bragði. Ég tók þátt í einhverjum leik fyrir þau og fékk inneign af pítsum.” Eftir það fór ég svolítið að hugsa út í þetta, ég var þá ekki nógu meðvitaður um þetta og hafði ekki ákveðið hvaða afstöðu ég hefði til auglýsinga á Snapchat.” Aron segir að hann vilji gjarnan setja fyrirvara við öll snöpp sem eru kostuð af öðrum. „Mig langar það alveg, en fyrirtækin vilja oft ekki að það sé gert, svo að varan missi ekki trúverðugleika.” „Ef einhver biður mig að auglýsa eitthvað fyrir sig þá segi ég að ég geti gert það á mínu snappi, en þá verði að taka það fram að um auglýsingu sé að ræða. Eða að ég geti tekið við snappinu þeirra í einn dag og auglýst þar, þá er ég strax orðinn óháður mínu nafni. Þá eru þau að borga fyrir mína þjónustu.” Aron bendir þó á að heimur auglýsinga sé margslunginn. „En þetta er alltaf svona, eins og þetta viðtal. Þegar það kemur út þá mun ég líklega auglýsa það á mínu snappi. Þá sjá 27 þúsund manns það og fullt af fólki fer inn á Vísi og les fréttina.”Á ábyrgð snappara Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Domino‘s á Íslandi, segir að fyrirtækið hafi reynt að starfrækja eigin Snapchat aðgang en fundið snemma að miðillinn hentaði ekki, þá hafi þau ákveðið að fara aðrar leiðir. „Þar ber kannski helst að nefna þegar við vorum með herferðina Óskapitsu þjóðarinnar. Þá höfðum við samband við áhrifavalda á samfélagsmiðlum og fengum þá til að búa til sína óskapitsu á Snapchat aðganginum sínum,“ segir Anna Fríða. „Að mínu mati er það svo á þeirra ábyrgð að segja að um auglýsingu sé að ræða en það var samt nokkuð augljóst.“ Anna Fríða segir að töluvert sé um duldar auglýsingar á Snapchat. „Ég horfi sjálf mikið á Snapchat og er að fylgjast með fullt af einhverjum skvísum. Það er mikið um duldar auglýsingar á þessum miðli og það er mismunandi hversu mikið og hvernig fólk segir frá því ef það er að auglýsa. En ég held að það sé langmest um duldar auglýsingar hjá förðunarfræðingum.“Duldar auglýsingar of algengarElín Erna Stefánsdóttir förðunarfræðingur snappar undir notendanafninu elinlikes. Hún er með um níu þúsund fylgjendur á Snapchat. Hún segist verða mjög vör við að snapparar fái borgað fyrir auglýsingar. Sjálf segist hún einu sinni hafa fengið borgað fyrir auglýsingu. „Ég hef einu sinni fengið borgað fyrir að tala um verslun. En þá tók ég það strax fram að ég væri í samstarfi við verslunina og það sem ég sagði kom beint frá mínu hjarta,“ segir Elín í samtali við Vísi. Aðspurð hvort hún verði vör við duldar auglýsingar segir Elín að henni finnist þær of algengar. „Mér finnst of fáir taka fram þegar hlutir séu gefnir að gjöf frá fyrirtækjum eða að þeir séu að fá borgað fyrir að tala um eitthvað. Annars eru líka margir snapparar sem eru hreinir og beinir með svoleiðis, eins og mér finnst að það eigi að vera.“Elín Erna Stefánsdóttir og Guðrún Veiga GuðmundsdóttirMynd/Elín Erna/Guðrún VeigaAuðvitað eitthvað sem á að vera dulið Guðrún Veiga Guðmundsdóttir er með í kringum 14 þúsund fylgjendur á Snapchat aðgangi sínum gveiga85. Hún er gríðarlega virk og voru um 13 þúsund manns sem fylgdust með þegar hún gekk að eiga unnusta sinn í ágúst síðastliðnum. Hún segist gera sér litla grein fyrir því hvort snapparar fái greitt fyrir auglýsingar og sjálf hefur hún einu sinni fengið borgað fyrir auglýsingu. „Ég geri mér rosalega litla grein fyrir því hvort fólk fái greitt fyrir auglýsingar eður ei. Ég er ekki viss um að það sé mikið um það – ég held að umræddar auglýsingar snúist aðallega um gefins varning gegn auglýsingu. Svo liggur auðvitað hjá hverjum og einum hvað hann er tilbúinn að auglýsa og hvað ekki,“ segir Guðrún Veiga í samtali við Vísi. „Auðvitað eru einhverjar auglýsingar sem eiga sennilega að vera duldar á Snapchat eins og annars staðar. Ég held að fylgjendur fólks kveiki þó ansi hratt og átti sig á að um auglýsingar sé að ræða. Mér finnst þeir snapparar sem ég fylgist með ekki fara í neinar grafgötur með að þeir séu að auglýsa hlutina. Margir taka upp vörurnar sem þeir eru að fá í ,,beinni“, segja frá henni og þakka fyrir sig. Svo getur vel verið að það sé aragrúi af auglýsingum hjá þeim sem eru svo duldar að ég átta mig ekki á þeim – ég er ekkert alltaf skarpasti hnífurinn í skúffunni. En fyrir mína parta er þetta yfirleitt nokkuð gegnsætt – þó eflaust mætti gera betur og þá á ég líka við sjálfa mig.“Í samstarfi við tískubloggara Ísak Halldórsson, markaðsstjóri Zo-On, segir í samtali við Vísi að fyrirtækið hafi verið í samvinnu nokkra aðila sem hafi verið að prófa vörur þeirra. „[Einstaklingar sem] við höfum tekið eftir sjálf og líka fólk sem passar inn í það sem við erum að gera,“ segir Ísak í samtali við Vísi. Ísak segir fyrirtækið meðal annars vera í samstarfi við tískubloggara. „Fólkið sem snappar fyrir okkur velur sér fötin sjálf sem það er að tala um. Það velur bara það sem það fílar þannig að við erum ekki að troða upp á fólki fatnaði sem það fílar ekki. Þannig að þetta er heiðarlegra, þetta eru hrein viðbrögð snapparans sem er kúnninn okkar,“ segir Ísak. „Það er ekki komin mikil reynsla á þetta. Við erum bara að prófa okkur áfram og þetta er áhugaverður miðill til að vera á. Samkeppnin okkar er þarna,“ segir Ísak. „Stór hluti af okkar markaðsstarfi mun fara héðan í frá fram á samfélagsmiðlum.“ Upp á síðkastið hafa birst auglýsingar hjá nokkrum vinsælum snöppurum þar sem fólk sést í búðum Zo-On, sést klæðast fatnaði frá þeim en ekki er tekið fram að um auglýsingu sé að ræða. Framsetningin er eins og að verslunarferðin sé hluti af daglegu lífi fólks. Vísir reyndi ítrekað að ná tali af snöppurum sem hafa verið að auglýsa Zo-On en án árangurs.Duldar auglýsingar bannaðar Snapchat er, líkt og aðrir samfélagsmiðlar, með notendaskilmála og auglýsingastefnu. Þar stendur að auglýsendur verði að vera hreinskilnir varðandi vörur eða þjónustu sem auglýstar eru. Þá skuli þeir forðast efni sem getur verið villandi eða særandi. „Allar umsagnir eða meðmæli í auglýsingum eða á Snapchat aðgöngum þurfa að fara eftir öllum viðeigandi lögum og reglugerðum. Til dæmis þarf skýr og áberandi fyrirvari að vera til staðar ef niðurstöður voru óvenjulegar eða ef viðkomandi fékk borgun fyrir,“ segir í auglýsingaskilmálum Snapchat. Í samtali við fréttastofu í júní sagði Matthildur Sveinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendastofu að ekki væri nægilegt að neytendur átti sig á samhenginu í umfjölluninni heldur þurfi að koma skýrt fram að um auglýsingu sé að ræða. „Neytendastofa hefur gert athugasemdir við bloggara en engar formlegar ákvarðanir hafa verið teknar. Hingað til hefur alltaf verið farið eftir þeim athugasemdum sem stofnunin hefur gert.“ „Við höfum séð fólk vilja nýta sér Snapchat í markaðssetningu, en markaðurinn er aðeins erfiðari og öðruvísi en hinir hefðbundnu auglýsingamiðlar,“ sagði Magnús Magnússon, sérfræðingur í netmálum hjá Íslensku auglýsingastofunni í samtali við fréttastofu í júní. „Um allan heim eru svokallaðir „inflúenserar“ eða áhrifavaldar sem eru að verða mjög vinsælir,“ sagði Magnús, en erlendis er gríðarlega algengt að vinsælum snöppurum sé boðið að fá vörur eða greiðslu í skiptum fyrir að fjalla um vöruna. Neytendastofa hefur gefið út leiðbeiningar um auðþekkjanlegar auglýsingar. Leiðbeiningarnar eru byggðar á samnorrænum reglum. Í þeim kemur fram að ef greitt er fyrir umfjöllun, eða annað endurgjald kemur fyrir umfjöllun um vöru eða þjónustu á samfélagsmiðli, þá er um auglýsingu að ræða. Þá segir að neytendur eigi lagalegan rétt á því að vita hvenær verið er að reyna að selja þeim eitthvað. Duldar auglýsingar eru bannaðar á Íslandi. Samkvæmt sjöttu grein laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu skulu auglýsingar þannig úr garði gerðar að ekki leiki vafi á að um auglýsingar sé að ræða. Skulu þær skýrt aðgreindar frá öðru efni fjölmiðla. Þá mega auglýsingar og aðrar viðskiptaaðferðir ekki vera ósanngjarnar gagnvart keppinautum eða neytendum vegna forms þeirra. Í leiðbeiningum Neytendastofu segir meðal annars:Ef greitt er fyrir eða annað endurgjald veitt fyrir að setja inn mynd af vöru/þjónustu þá þarf að merkja það sem auglýsingu.Ef viðkomandi fékk sendar vörur og skrifar um það þá þarf að merkja það sem auglýsingu.Það sama gildir ef þú færð lánaðar vörur til þess að fjalla um í innleggi.Það sama gildir óháð því hvort viðkomandi hafði samband við fyrirtækið eða fyrirtækið hafði samband við viðkomandi.Ef fyrirtæki starfrækir og rekur eigin vefsíðu, bloggsíðu eða prófíl á samfélagsmiðli þá þarf að koma skýrt fram að það sé fyrirtækið sem starfrækir og rekur vefsvæðið.Það skiptir ekki máli að engin skylda sé til þess að skrifa um vöruna/þjónustuna eða að umfjöllunin lýsi raunverulegum skoðunum þess sem skrifar.Leiðbeiningar Neytendastofu taka sérstaklega fram að börn og unglingar noti samfélagsmiðla mikið, en meirihluti notenda Snapchat er undir 25 ára. „Börn og unglingar eiga einnig erfiðara með að átta sig á hvað sé auglýsing og hvað sé umfjöllun. Strangur mælikvarði gildir í lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þegar markaðssetning beinist að börnum eða unglingum. Í sjöundu grein laganna segir að í auglýsingum verði að sýna sérstaka varkárni vegna trúgirni barna og unglinga og áhrifa á þau. Sé umfjöllun beint að þessum markhópi verða fjölmiðlar og bloggarar að sýna aukna aðgæslu. Bein hvatning til barna um að kaupaauglýsta vöru eða telja foreldra þeirra eða aðra fullorðna á að kaupa auglýsta vöru handa þeim er alltaf óheimil og telst til óréttmætra viðskiptahátta.“ Fréttaskýringar Neytendur Tengdar fréttir Instagram veður inn á yfirráðasvæði Snapchat Instagram Stories er glæný viðbót frá Instagram sem þykir þó svipa ansi mikið til Snapchat. 2. ágúst 2016 17:52 FG stóð uppi sem sigurvegari í So You Think You Can Snap Snapchat-keppnin So You Think You Can Snap!, þar sem framhaldsskólar landsins etja kappi, lauk á föstudaginn þegar MK sýndi sitt framlag sem síðasti skólinn í úrslitum keppninnar. 19. september 2016 13:30 13 þúsund manns fylgdust með brúðkaupinu á Snapchat Snapchat stjarnan Guðrún Veiga gekk að eiga Tusku-Brand um liðna helgi. 18. ágúst 2016 14:21 Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur
Færst hefur í aukana að fyrirtæki auglýsi sig í gegnum vinsæla notendur smáforritsins Snapchat, sem í daglegu tali eru kallaðir snapparar. Töluvert virðist vera um að auglýsingar á Snapchat séu duldar, þ.e. að viðkomandi snapparar auglýsi vörurnar án þess að taka fram að um auglýsingu sé að ræða en duldar auglýsingar eru bannaðar á Íslandi. Snappararnir fá ýmist greitt í peningum eða gjöfum fyrir að auglýsa vörurnar. Neytendastofa hefur gefið út leiðbeiningar um auðþekkjanlegar auglýsingar sem byggðar eru á samnorrænum reglum. Samkvæmt þeim skiptir ekki máli hvort fólk fái greiðslu í formi peninga eða í vörum. Leiðbeiningarnar taka sérstaklega fram að börn og unglingar noti samfélagsmiðla mikið, en meirihluti notenda Snapchat er undir 25 ára. Vísir ræddi við nokkra vel valda snappara. Flestir voru þeir á einu máli um að duldar auglýsingar væru of algengar, og sögðust forðast þær eftir bestu getu. Allir höfðu einhvern tímann þegið borgun fyrir auglýsingu. Þau fyrirtæki sem Vísir ræddi við um auglýsingar á Snapchat nefndu öll að Snapchat væri skemmtilegur og nútímalegur miðill en flestir vildu sem minnst gera úr auglýsingum fyrirtækisins á Snapchat. Auglýsingar á Snapchat eru orðnar algengar og sumar hverjar ansi umfangsmiklar. Til að mynda má nefna auglýsingar sem Tjarnargatan framleiddi í samstarfi við þekkta snappara fyrr á þessu ári. Auglýsingarnar, sem unnar voru fyrir Samgöngustofu og Símann, höfðu yfirskriftina höldum fókus og áttu að vekja athygli á því hversu hættulegt er að nota Snapchat undir stýri. Á dögunum framleiddi Tjarnargatan svo aðra umfangsmikla auglýsingu fyrir Aukakrónur Landsbankans, í samstarfi við snapparann og ljósmyndarann Snorra Björnsson. Að lokum voru öll Aukakrónu snöpp Snorra, svokölluð saga hans (e. story) tólf mínútur að lengd. Hvert snapp er að hámarki tíu sekúndur að lengd og því má áætla að Snorri hafi snappað mörg hundruð sinnum en sum snöpp eru mun styttri og jafnvel tekið nokkrar tilraunir. Ýmsir landsþekktir aðilar komu við sögu en auglýsingin vakti gríðarlega athygli og komu yfir tíu fyrirtæki að gerð hennar. Rúmlega 23 þúsund fylgjendur „Ég er með rúmlega 23 þúsund sem hafa horft á snap hjá mér en eins og allir hinir þá veit ekki ekki hversu marga ég er raunverulega með þarna inni,“ segir Snorri Björnsson í samtali við Vísi. Snorri segist alltaf gera áhorfendum ljóst ef um auglýsingu sé að ræða. „Ef eitthvað er auglýst hjá mér þá veit fólk hundrað prósent af því, eða ef það er borgað fyrir eitthvað. Ég er aldrei að reyna að fela neitt eða lauma neinu þarna inn,“ segir Snorri og tekur sem dæmi íþróttadrykkinn Hámark. „Þá hitti ég Ívar Guðmunds á b5 klukkan fjögur um nótt og segi við hann „heyrðu ef ég auglýsi þig á Snapchat, ætlarðu þá að gefa mér kassa af hámarki?“ Tek síðan í hendina á honum á snappinu, tek mynd af okkur og skrifa „búinn að skrifa undir.“ Fólk er alltaf mjög meðvitað um það hver forsagan er. Ég er ekkert að þykjast vera með Hámark á daginn, þetta er bara drykkur sem ég drekk.“ „Mér býður bara við því að vera eitthvað svona að lauma einhverju inn án þess að fólk viti það,“ segir Snorri. Þeir sem standa að baki próteindrykknum Hámarks nýta sér Snapchat töluvert til að ná til ungs fólks. Hámark er runnið undan rifjum Arnars Grant og Ívars Guðmundssonar en Arnar segir þá starfrækja sérstakan Hámarks-aðgang ásamt því að leita til íþróttafólks sem er með marga fylgjendur og láta það kynna vörurnar fyrir fylgjendum sínum. Arnar segir þetta vera frábæra leið til að ná til ungs fólks. „Þetta er ákveðinn markhópur sem er inn á þessu, sem les ekki blöðin jafn mikið og þetta er að aukast að okkar mati, hangir saman við Facebook og aðra samfélagsmiðla. Þetta er framtíðin í markaðssetningu og á bara eftir að aukast.“Berglind Pétursdóttir.Vísir/ErnirAlls konar leiðir í boði Berglind Pétursdóttir, sem sumir þekkja betur sem Berglindi Festival, nýtur vinsælda á samfélagsmiðlum. Hún snappar undir notandanafninu berglindp, en vill ekki gefa upp hversu marga fylgjendur hún hefur á Snapchat. Berglind er einnig samfélagsmiðlaráðgjafi hjá ENNEMM auglýsingastofu. Berglind segist verða vör við auglýsingar á Snapchat. „Ég tek eftir því hjá ákveðnum aðilum sem ég fylgi að þeir eru mikið að minnast á og sýna ákveðnar vörur og þjónustu já. Þeir ná að fela það misvel,“ segir Berglind í samtali við Vísi. „Ég hef fengið vörur gefins og í staðinn talað um eða sýnt þær á Snapchat reikningnum mínum.“ Aðspurð segir Berglind mismunandi hvort auglýsingar á Snapchat séu duldar eða ekki. „Það er mismunandi eftir snöppurum og hvernig þeir nálgast þetta. Sumir þykjast vera að prófa eitthvað af því að þá langar til þess þegar það er augljóslega kostað af fyrirtæki. Aðrir eru hreinskilnari og segja bara að þeim hafi verið gefið eitthvað eða boðið að prófa til að geta sýnt fylgjendum hvort þeim líki það vel eða illa,“ segir Berglind. „Uppáhaldið mitt hingað til er metnaðarfulla storyið hjá Snorra Björns sem var algjört Snapchat meistaraverk sem hefur krafist mikillar vinnu og svo var ákveðnu fyrirtæki þakkað fyrir að gera honum þetta kleift. Það eru alls konar leiðir í boði,“ segir Berglind og vísar þar í auglýsingu fyrir Aukakrónur hjá Landsbankanum sem Snorri Björnsson gerði í samstarfi við Tjarnargötuna.Byrjaði með Domino's Nanna Hermannsdóttir háskólanemi er með vinsælt Snapchat sem um 2000 manns fylgjast með á hverjum degi. „Það fer svo upp og niður eftir því hversu virk og skemmtileg ég er,“ segir Nanna í samtali við Vísi, en hún snappar undir notandanafninu nannahermanns. Nanna segist verða mjög vör við að Snapchat notendur fái borgað fyrir auglýsingar og að þeir séu misgóðir í að fela auglýsingar. Hún segist stundum vita af auglýsingum, einfaldlega því hún hafi sjálf verið beðin um að auglýsa vöruna. Sem dæmi nefnir Nanna að henni hafi verið boðið að auglýsa smáforritið Aur, en sökum þess að hún var í auglýsingu hjá sambærilegu smáforriti – Kass – hafi hún ekki getað það með góðri samvisku. „Nokkrum dögum seinna sá ég svo Aronmola auglýsa Aur. Hann gerði það mjög vel og ég hefði örugglega ekki fattað það nema út af þessu.“ Snapchat ævintýri Nönnu hófst með Domino's. „Ég hef samt bara einu sinni fengið borgað fyrir auglýsingu hjá þeim. Það var þegar landsmönnum var boðið að búa til óskapitsuna og svo endaði ein þeirra á matseðli. Ég er ennþá sár yfir að Nönnupitsa hafi ekki unnið. Venjulega tala ég bara rosalega mikið um Domino‘s því ég er í alvörunni þeirra stærsti aðdáandi og stundum er mér boðin frí pitsa eftir á.“ Nanna segist hafa fengið borgað fyrir auglýsingar á Snapchat. „Ég er mjög oft beðin um að auglýsa eitthvað og ég geri það ef mér lýst vel á hlutina. Ég held því samt í gríðarlegu lágmarki. Ég fékk einu sinni einhverja kassa af Sólbert, en ekkert borgað umfram það.“Sólbert er áfengur drykkur sem framleiddur er af Ölgerðinni. Gunnar B. Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Ölgerðarinnar, segir í samtali við Vísi að eini vettvangur Ölgerðarinnar á Snapchat sé Pepsideildin. „Það eru félagarnir í Áttunni sem sjá um það og þetta er svona bara til að leyfa fólki að skyggnast aðeins baksviðs í Pepsi deildina, sjá hluti sem sjást venjulega ekki í sjónvarpinu. En þetta er það eina sem við erum með í gangi,“ segir Gunnar.Auglýsingar margslungnar Aron Már Ólafsson er með 27 þúsund fylgjendur á snappinu sínu, aronmola. Hann segist hafa tekið að sér borguð verkefni fyrir fyrirtæki, en að honum sé innst inni illa við auglýsingar á Snapchat. Hann segir þó að það séu mismunandi leiðir til að auglýsa. „Mér finnst eitt ef að fyrirtæki sendir þér vöru og þú prófar hana, óháð því að setja hana inn á Snapchat eða Instagram eða hvað það nú er, og ákveður að ef þú fílir ekki vöruna þá þarftu ekki að segja neitt. Ég veit að einhverjir eru þannig, en svo veit maður það aldrei fyrir víst. Svo eru aðrir þar sem fyrirtæki hafa samband, segjast ætla að dæla vörum í fólk í skiptum fyrir einhverskonar auglýsingu. Þar finnst mér þetta vera á gráu svæði. Þá finnst mér auglýsingin vera á fölskum forsendum. Þá er verið í rauninni að ljúga að þeim sem er að horfa, um hversu frábær varan er,” segir Aron í samtali við Vísi. Aron hefur sjálfur auglýst fyrir fyrirtæki, þar á meðal Domino’s. „Þau höfðu samband við mig að fyrra bragði. Ég tók þátt í einhverjum leik fyrir þau og fékk inneign af pítsum.” Eftir það fór ég svolítið að hugsa út í þetta, ég var þá ekki nógu meðvitaður um þetta og hafði ekki ákveðið hvaða afstöðu ég hefði til auglýsinga á Snapchat.” Aron segir að hann vilji gjarnan setja fyrirvara við öll snöpp sem eru kostuð af öðrum. „Mig langar það alveg, en fyrirtækin vilja oft ekki að það sé gert, svo að varan missi ekki trúverðugleika.” „Ef einhver biður mig að auglýsa eitthvað fyrir sig þá segi ég að ég geti gert það á mínu snappi, en þá verði að taka það fram að um auglýsingu sé að ræða. Eða að ég geti tekið við snappinu þeirra í einn dag og auglýst þar, þá er ég strax orðinn óháður mínu nafni. Þá eru þau að borga fyrir mína þjónustu.” Aron bendir þó á að heimur auglýsinga sé margslunginn. „En þetta er alltaf svona, eins og þetta viðtal. Þegar það kemur út þá mun ég líklega auglýsa það á mínu snappi. Þá sjá 27 þúsund manns það og fullt af fólki fer inn á Vísi og les fréttina.”Á ábyrgð snappara Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Domino‘s á Íslandi, segir að fyrirtækið hafi reynt að starfrækja eigin Snapchat aðgang en fundið snemma að miðillinn hentaði ekki, þá hafi þau ákveðið að fara aðrar leiðir. „Þar ber kannski helst að nefna þegar við vorum með herferðina Óskapitsu þjóðarinnar. Þá höfðum við samband við áhrifavalda á samfélagsmiðlum og fengum þá til að búa til sína óskapitsu á Snapchat aðganginum sínum,“ segir Anna Fríða. „Að mínu mati er það svo á þeirra ábyrgð að segja að um auglýsingu sé að ræða en það var samt nokkuð augljóst.“ Anna Fríða segir að töluvert sé um duldar auglýsingar á Snapchat. „Ég horfi sjálf mikið á Snapchat og er að fylgjast með fullt af einhverjum skvísum. Það er mikið um duldar auglýsingar á þessum miðli og það er mismunandi hversu mikið og hvernig fólk segir frá því ef það er að auglýsa. En ég held að það sé langmest um duldar auglýsingar hjá förðunarfræðingum.“Duldar auglýsingar of algengarElín Erna Stefánsdóttir förðunarfræðingur snappar undir notendanafninu elinlikes. Hún er með um níu þúsund fylgjendur á Snapchat. Hún segist verða mjög vör við að snapparar fái borgað fyrir auglýsingar. Sjálf segist hún einu sinni hafa fengið borgað fyrir auglýsingu. „Ég hef einu sinni fengið borgað fyrir að tala um verslun. En þá tók ég það strax fram að ég væri í samstarfi við verslunina og það sem ég sagði kom beint frá mínu hjarta,“ segir Elín í samtali við Vísi. Aðspurð hvort hún verði vör við duldar auglýsingar segir Elín að henni finnist þær of algengar. „Mér finnst of fáir taka fram þegar hlutir séu gefnir að gjöf frá fyrirtækjum eða að þeir séu að fá borgað fyrir að tala um eitthvað. Annars eru líka margir snapparar sem eru hreinir og beinir með svoleiðis, eins og mér finnst að það eigi að vera.“Elín Erna Stefánsdóttir og Guðrún Veiga GuðmundsdóttirMynd/Elín Erna/Guðrún VeigaAuðvitað eitthvað sem á að vera dulið Guðrún Veiga Guðmundsdóttir er með í kringum 14 þúsund fylgjendur á Snapchat aðgangi sínum gveiga85. Hún er gríðarlega virk og voru um 13 þúsund manns sem fylgdust með þegar hún gekk að eiga unnusta sinn í ágúst síðastliðnum. Hún segist gera sér litla grein fyrir því hvort snapparar fái greitt fyrir auglýsingar og sjálf hefur hún einu sinni fengið borgað fyrir auglýsingu. „Ég geri mér rosalega litla grein fyrir því hvort fólk fái greitt fyrir auglýsingar eður ei. Ég er ekki viss um að það sé mikið um það – ég held að umræddar auglýsingar snúist aðallega um gefins varning gegn auglýsingu. Svo liggur auðvitað hjá hverjum og einum hvað hann er tilbúinn að auglýsa og hvað ekki,“ segir Guðrún Veiga í samtali við Vísi. „Auðvitað eru einhverjar auglýsingar sem eiga sennilega að vera duldar á Snapchat eins og annars staðar. Ég held að fylgjendur fólks kveiki þó ansi hratt og átti sig á að um auglýsingar sé að ræða. Mér finnst þeir snapparar sem ég fylgist með ekki fara í neinar grafgötur með að þeir séu að auglýsa hlutina. Margir taka upp vörurnar sem þeir eru að fá í ,,beinni“, segja frá henni og þakka fyrir sig. Svo getur vel verið að það sé aragrúi af auglýsingum hjá þeim sem eru svo duldar að ég átta mig ekki á þeim – ég er ekkert alltaf skarpasti hnífurinn í skúffunni. En fyrir mína parta er þetta yfirleitt nokkuð gegnsætt – þó eflaust mætti gera betur og þá á ég líka við sjálfa mig.“Í samstarfi við tískubloggara Ísak Halldórsson, markaðsstjóri Zo-On, segir í samtali við Vísi að fyrirtækið hafi verið í samvinnu nokkra aðila sem hafi verið að prófa vörur þeirra. „[Einstaklingar sem] við höfum tekið eftir sjálf og líka fólk sem passar inn í það sem við erum að gera,“ segir Ísak í samtali við Vísi. Ísak segir fyrirtækið meðal annars vera í samstarfi við tískubloggara. „Fólkið sem snappar fyrir okkur velur sér fötin sjálf sem það er að tala um. Það velur bara það sem það fílar þannig að við erum ekki að troða upp á fólki fatnaði sem það fílar ekki. Þannig að þetta er heiðarlegra, þetta eru hrein viðbrögð snapparans sem er kúnninn okkar,“ segir Ísak. „Það er ekki komin mikil reynsla á þetta. Við erum bara að prófa okkur áfram og þetta er áhugaverður miðill til að vera á. Samkeppnin okkar er þarna,“ segir Ísak. „Stór hluti af okkar markaðsstarfi mun fara héðan í frá fram á samfélagsmiðlum.“ Upp á síðkastið hafa birst auglýsingar hjá nokkrum vinsælum snöppurum þar sem fólk sést í búðum Zo-On, sést klæðast fatnaði frá þeim en ekki er tekið fram að um auglýsingu sé að ræða. Framsetningin er eins og að verslunarferðin sé hluti af daglegu lífi fólks. Vísir reyndi ítrekað að ná tali af snöppurum sem hafa verið að auglýsa Zo-On en án árangurs.Duldar auglýsingar bannaðar Snapchat er, líkt og aðrir samfélagsmiðlar, með notendaskilmála og auglýsingastefnu. Þar stendur að auglýsendur verði að vera hreinskilnir varðandi vörur eða þjónustu sem auglýstar eru. Þá skuli þeir forðast efni sem getur verið villandi eða særandi. „Allar umsagnir eða meðmæli í auglýsingum eða á Snapchat aðgöngum þurfa að fara eftir öllum viðeigandi lögum og reglugerðum. Til dæmis þarf skýr og áberandi fyrirvari að vera til staðar ef niðurstöður voru óvenjulegar eða ef viðkomandi fékk borgun fyrir,“ segir í auglýsingaskilmálum Snapchat. Í samtali við fréttastofu í júní sagði Matthildur Sveinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendastofu að ekki væri nægilegt að neytendur átti sig á samhenginu í umfjölluninni heldur þurfi að koma skýrt fram að um auglýsingu sé að ræða. „Neytendastofa hefur gert athugasemdir við bloggara en engar formlegar ákvarðanir hafa verið teknar. Hingað til hefur alltaf verið farið eftir þeim athugasemdum sem stofnunin hefur gert.“ „Við höfum séð fólk vilja nýta sér Snapchat í markaðssetningu, en markaðurinn er aðeins erfiðari og öðruvísi en hinir hefðbundnu auglýsingamiðlar,“ sagði Magnús Magnússon, sérfræðingur í netmálum hjá Íslensku auglýsingastofunni í samtali við fréttastofu í júní. „Um allan heim eru svokallaðir „inflúenserar“ eða áhrifavaldar sem eru að verða mjög vinsælir,“ sagði Magnús, en erlendis er gríðarlega algengt að vinsælum snöppurum sé boðið að fá vörur eða greiðslu í skiptum fyrir að fjalla um vöruna. Neytendastofa hefur gefið út leiðbeiningar um auðþekkjanlegar auglýsingar. Leiðbeiningarnar eru byggðar á samnorrænum reglum. Í þeim kemur fram að ef greitt er fyrir umfjöllun, eða annað endurgjald kemur fyrir umfjöllun um vöru eða þjónustu á samfélagsmiðli, þá er um auglýsingu að ræða. Þá segir að neytendur eigi lagalegan rétt á því að vita hvenær verið er að reyna að selja þeim eitthvað. Duldar auglýsingar eru bannaðar á Íslandi. Samkvæmt sjöttu grein laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu skulu auglýsingar þannig úr garði gerðar að ekki leiki vafi á að um auglýsingar sé að ræða. Skulu þær skýrt aðgreindar frá öðru efni fjölmiðla. Þá mega auglýsingar og aðrar viðskiptaaðferðir ekki vera ósanngjarnar gagnvart keppinautum eða neytendum vegna forms þeirra. Í leiðbeiningum Neytendastofu segir meðal annars:Ef greitt er fyrir eða annað endurgjald veitt fyrir að setja inn mynd af vöru/þjónustu þá þarf að merkja það sem auglýsingu.Ef viðkomandi fékk sendar vörur og skrifar um það þá þarf að merkja það sem auglýsingu.Það sama gildir ef þú færð lánaðar vörur til þess að fjalla um í innleggi.Það sama gildir óháð því hvort viðkomandi hafði samband við fyrirtækið eða fyrirtækið hafði samband við viðkomandi.Ef fyrirtæki starfrækir og rekur eigin vefsíðu, bloggsíðu eða prófíl á samfélagsmiðli þá þarf að koma skýrt fram að það sé fyrirtækið sem starfrækir og rekur vefsvæðið.Það skiptir ekki máli að engin skylda sé til þess að skrifa um vöruna/þjónustuna eða að umfjöllunin lýsi raunverulegum skoðunum þess sem skrifar.Leiðbeiningar Neytendastofu taka sérstaklega fram að börn og unglingar noti samfélagsmiðla mikið, en meirihluti notenda Snapchat er undir 25 ára. „Börn og unglingar eiga einnig erfiðara með að átta sig á hvað sé auglýsing og hvað sé umfjöllun. Strangur mælikvarði gildir í lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þegar markaðssetning beinist að börnum eða unglingum. Í sjöundu grein laganna segir að í auglýsingum verði að sýna sérstaka varkárni vegna trúgirni barna og unglinga og áhrifa á þau. Sé umfjöllun beint að þessum markhópi verða fjölmiðlar og bloggarar að sýna aukna aðgæslu. Bein hvatning til barna um að kaupaauglýsta vöru eða telja foreldra þeirra eða aðra fullorðna á að kaupa auglýsta vöru handa þeim er alltaf óheimil og telst til óréttmætra viðskiptahátta.“
Instagram veður inn á yfirráðasvæði Snapchat Instagram Stories er glæný viðbót frá Instagram sem þykir þó svipa ansi mikið til Snapchat. 2. ágúst 2016 17:52
FG stóð uppi sem sigurvegari í So You Think You Can Snap Snapchat-keppnin So You Think You Can Snap!, þar sem framhaldsskólar landsins etja kappi, lauk á föstudaginn þegar MK sýndi sitt framlag sem síðasti skólinn í úrslitum keppninnar. 19. september 2016 13:30
13 þúsund manns fylgdust með brúðkaupinu á Snapchat Snapchat stjarnan Guðrún Veiga gekk að eiga Tusku-Brand um liðna helgi. 18. ágúst 2016 14:21